9. Apr

Vísindaferð til Tern! Síðasta vísó annarinnar.

Birt þann 9. Apr. 2019 - Ástráður Stefánsson

Góðan og blessaðan daginn kæru Nördar!

Þessi vísindaferð er með smá catch en það má lesa um neðar.

Næsta föstudag ætlum við að fara að heimsækja Tern Þau eru staðsett í Hlíðarsmára 15, Kópavogi. Vísindaferðin byrjar eins og venjulega á slaginu 17:00 og verður til klukkan 19:00 og þá höldum við saman í miðbæinn og fjölmennum Hressó.

The Catch: Í þessa vísindaferð hafa 3. og 2. árs nemar forgang fram yfir 1. árs nema. Ef við sjáum einhverja 3. eða 2. árs nema á biðlistanum og 1. árs nema skráða inn þá eigum við eftir að færa eitthvað til.

Hlökkum annars til að sjá ykkur!

Edit: Barananas breytt í Hressó

2. Apr

Vísindaferð í máltækni við HÍ

Birt þann 2. Apr. 2019 - Jóhanna Karen Birgisdóttir

Fimmtudaginn 4. apríl ætla stjórnendur og nemendur í meistaranámi í máltækni að bjóða í heimsókn í Árnagarð. Meistaranám í máltækni er fremur nýlegur valkostur, sem sérstaklega hentar nemendum með bakgrunn í málvísindum/íslensku og/eða tölvunarfræði/hugbúnaðarverkfræði, og vegna mikils uppgangs á sviði máltækni á Íslandi um þessar mundir eru mörg ný og spennandi tækifæri að myndast fyrir máltæknifólk. Tilgangur heimsóknarinnar er að kynna námið með léttum og skemmtilegum hætti.

Farið verður yfir fyrirkomulag námsins, verkefni sem eru í gangi um þessar mundir, verkefni sem eru framundan (jafnt innan HÍ og utan), starfsmöguleika að loknu námi o.s.frv. Núverandi nemendur munu einnig mæta og segja frá sinni upplifun af náminu sem og þeim verkefnum sem þeim býðst að vinna að samhliða námi. Að sjálfsögðu gefst svo áhugasömum gestum færi á að spyrja spurninga og velta vöngum.

Boðið verður upp á bjór/léttvín, létt snarl og notalega stemningu. Gleðin byrjar klukkan 16, í stofu 201 í Árnagarði, og stendur til kl. 18.

26. Mar

Vísindaferð til Rafmyntaráð!

Birt þann 26. Mar. 2019 - Hugrún Guðmundsdóttir

Næsta föstudag erum við að fara til Rafmyntaráð!

Planið er að fara yfir æsispennandi framtíð í rafmyntum og bálkakeðjum og þær breytingar sem væru að ganga yfir. Það verður 15-20 mín fyrirlestur og svo pallborðsumræður í framhaldinu þar sem hægt væri að ræða þessi mál dýpra. Einnig verður sýnt hardware+software hack sem verið er að vinna í til að senda greiðslur í rauntíma með hjálp Bitcoin Lightning Network. Ef það er góð þáttaka þá verður að öllum líkindum dregið eitthvað áhrifafólk úr bransanum á viðburðinn í pallborðsumræðurnar.

Byrjar 17:00
Búin 19:00
Pizzur og bjór í boði
Ekkert rútukjaftæði, Rafmyntaráð er staðsett í bænum.
Laugavegur 77, 4 hæð, 101 Reykjavík
50 sæti
Í gamla QuizUp húsinu

19. Mar

DOHOP VÍSÓ

Birt þann 19. Mar. 2019 - Hugrún Guðmundsdóttir

Jáá hallóhalló!!

Næsta föstudag ætlum við að fara að heimsækja Dohop! Þau eru staðsett í Nóatún 17.
Vísindaferðin byrjar eins og venjulega á slaginu 17:00 og verður til klukkan 19:00 og þá röltum við saman í miðbæ Reykjavíkur og höldum á BarAnanas!

Við erum með 40 sæti en passið ykkur að vera á slaginu 13:37 á morgun(miðvikudag) til þess að skrá ykkur og komast með! <3

Hlökkum til að sjá ykkur!

18. Mar

Aðalfundur Nörd 2019

Birt þann 18. Mar. 2019 - Hugrún Guðmundsdóttir

Góðan daginn kæru samnemendur,

Föstudaginn 5. apríl kl 18:00 verður aðalfundur Nörd, félags tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema haldinn í Kornhúsinu, Árbæjarsafni.

Þar er kosið í nýja stjórn og miðstjórn félagsins og kosið um lagabreytingatillögur á fundinum. Aðeins félagsmenn Nörd hafa kosningarétt en allir nemar í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði mega sitja fundinn. Boðið verður uppá drykki og pizzur á meðan fundinum stendur.

Dagskrá fundarins hljóðar svona:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Stjórnin leggur fram reikninga félagsins
  3. Umræður um skýrslur og reikninga
  4. Rætt og kosið um lagabreytingartillögur
  5. Kosning nýrrar stjórnar
  6. Kosið í önnur embætti
  7. Önnur mál
  8. Fögnuður og rúta í bæinn

Kosið verður í eftirfarandi embætti:

Stjórn:
Formaður
Ritari
Gjaldkeri
Skemmtanastjóri
Hagsmunafulltrúi
Samfélagsmiðill

Miðstjórn:
Íþróttafulltrúi
Alþjóðafulltrúi
Hirðljósmyndarar (2)
Formaður myndbandanefndar
Formaður útskriftarnefndar
Lénsherra
Kynninganefnd(2)

Til að bjóða ykkur fram í embætti sendið þið póst á ft@hi.is með fullu nafni og embættinu (aðeins félagsmenn). Hægt verður að senda inn framboð til og með 23:59 þriðjudaginn 2. apríl.

Einnig verður hægt að senda inn lagabreytingatillögur til og með 23:59 þriðjudaginn 2. apríl. Þá sendið þið póst á ft@hi.is með tillögu að skýrri lagabreytinu / lagaviðbót og fullu nafni (aðeins félagsmenn).

Nánar:
https://docs.google.com/document/d/1sNkMEPzWjqOlbb520D-e53lKCGxmskUyyM3_fN745ho/edit?usp=sharing

Kveðja,
Stjórn Nörd 2018-2019,
Arnar Þór, Haraldur Orri, Emma Líf, Hugrún, Jóhanna Karen, Torfi Þór