19. Mar

Forgangsvísó í Tern!

Birt þann 19. Mar. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Næsta föstudag verður forgangsvísindaferð til Tern.

Forgangsvísó þýðir að þeir sem eru á öðru ári eða meira fá forgang í ferðina. Þeir sem eru í forgang þurfa að merkja sjálfir að þeir séu í forgang. Það verða 40 sæti í boði og því ef þið eruð á 1. ári þá eru alveg líkur á það þið komist þrátt fyrir forganginn!

Tern Systems er partur af Isavia en þeir smíða meðal annars hugbúnað til að fylgjast með og stjórna flugumferð.

Mæting klukkan 17:00

Tern er í Hlíðasmára 15.

13. Mar

Tvöföld vísindaferð á föstudaginn! Origo og Miracle

Birt þann 13. Mar. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Við ætlum í heimsókn til tveggja fyrirtækja næstkomandi föstudag.

Annnars vegar er það tæknifyrirtækið Origo sem varð til þegar Nýherji, TM Software og Applicon sameinuðust í janúar á þessu ári!

Þeir eru gríðarlega stórir í upplýsingatækniheiminum og því um mikið af atvinnu í boði!

50 sæti í boði og skráning fer fram -> hér

Hins vegar förum við til fyrirtækisins Miracle.

Hjá miracle starfa ráðgjafar sem hafa reynslu í vélbúnaði, hugbúnaði, viðskiptakerfum og netbúnaði. Þeirra hlutverk er að veita fyrirtækjum á ýmsum sviðum þjónustu, svo sem í bankageira, flugrekstri, opinbera geiranum og heilbrigðisstofnunum.

30 sæti í boði og skráning fer fram -> hér

13. Mar

Skráning í Miracle

Birt þann 13. Mar. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Mæting kl 17:00 í Kringluna 7, 103 rvk

13. Mar

Skráning í Origo

Birt þann 13. Mar. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Hér fer fram skráning í Orgio vísíndaferðina.

Mæting kl 17:00 í Borgartún 37, 105 rvk.

26. Feb

Vísó í CCEP (vífilfell)

Birt þann 26. Feb. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Næsta föstudag verður vísó í CCEP eða Coca Cola European Partners Ísland!

25 sæti í boði og verður ferðin að vana á milli 17:00 - 19:00

Ferðin verður í Ægisgarði Eyjaslóð 5 (útá granda) og verður sameiginleg með 7 öðrum nemendafélögum!

Skánning kl 13:37 næstkomandi miðvikudag.