10. Maí

Marel Vísó!

Birt þann 10. Maí. 2022 - Árni Þór Sörensen

Jæja nördar nú er komið að því!

Tæknirisinn Marel hefur boðið okkur að koma á vísó til sín næstkomandi Föstudaginn þrettánda.

Og ekki einungis okkur heldur líka Tvíund!

Það eru engar takmarkanir um hversu margir mega koma.

Vísóið hefst kl. 17:00 Föstudaginn 13. maí og síðan förum við í bæinn eftirá. Leggið af stað tímanlega upp í Garðabæ til að vera komin á réttum tíma og búist við föstudagsumferð.

Marel er staðsett í Austurhrauni 9 í Garðabæ.

Þeir sem vilja koma með í bæinn og fá far með Nörd þurfa að merkja við Far niður í bæ aukavalmöguleikann í skráningunni.

Skráning hefst kl. 13:37 miðvikudaginn 11. maí og lýkur í hádeginu á vísódegi.

Við minnum á vísóreglur og hlökkum til að sjá sem flesta!

20. Apr

Eve Fanfest!!

Birt þann 20. Apr. 2022 - Gunnar Björn Þrastarson

CCP-Games hefur ákveðið að bjóða okkur Nördum á Eve Fanfest sem verður haldið í Laugardalshöll dagana 6-7. Maí.

Fanfest er stærsta ráðstefna og hátíð CCP þar sem starfsfólk og spilarar EVE Online taka þátt í ýmsum kynningum, umræðum og leikjum. Einnig verður ráðningarbás á staðnum þar sem þið getið rætt við starfsfólk um CCP sem vinnustað og kannað hvort CCP gæti orðið framtíðar vinnustaðurinn ykkar. Í lok hátíðarinnar verður síðan haldið partý sem er þekkt í leikjaiðnaðnum sem „Party at the top of the World“ og okkur er líka boðið að taka þátt í því.

Hægt er að læra meira um Fanfestið hér

Ef þið hafið áhuga á að koma endilega fyllið út þetta hér og við látum ykkur fá aðgang til þess að fá miða.

19. Apr

Rapyd vísó

Birt þann 19. Apr. 2022 - Þorvaldur Tumi Baldursson

sælirr nilli það er (síðasta?) vísó annarinnar núna á föstudaginn 22. apríl. Vísóið verður á 2. hæð á Suðurlandsbraut 30. hörkustuð og mikilvægt að skemmta sér vel fyrir prófin. pláss fyrir 30 manns, nóg af mat og góðu fyrir alla Skráning hefst eins og venjulega kl 13:37 á miðvikudaginn

6. Apr

MYRKUR GAMES VÍSÓ

Birt þann 6. Apr. 2022 - Árni Þór Sörensen

Þá er komið að því að kynna Vísóið sem margir hafa beðið eftir,

Myrkur Games er metnaðarfullt nýtt leikjafyrirtæki á Íslandi sem hefur verið að þróa Action-Adventure leikinn Echoes of the End síðastliðin ár.

Halldór forstjóri mun taka á móti okkur og gefa okkur stutta kynningu um fyrirtækið og hvað þau eru að vinna við og síðar getum við minglað við starfsfólkið og haft gaman.

Í boði verður snakk, áfengi og áfengislausir drykkir.

Það er einungis pláss fyrir 25 manns!

Vísóið hefst kl. 17:00 Föstudaginn 8. Apríl og er haldið í húsakynnum þeirra á Fiskislóð 10 á Granda.

Skráning hefst í dag (Miðvikudag 6. Apríl) kl. 13:37 og lýkur á Föstudag kl. 12:00

Við minnum á Vísóreglur!

5. Apr

Start-Up Vísó í Grósku

Birt þann 5. Apr. 2022 - Sverrir Sigfússon

Heil og sæl,

Sviðsráð Verkfræði- og náttúruvísindasviðs býður nemendum á sviðinu í vísindaferð í Grósku hugmyndahús.

Um er að ræða nýja þungamiðju nýsköpunar á Íslandi og er til að mynda Mýrin, nýsköpunarsetur Vísindagarða Háskóla Íslands, staðsett í Grósku.

Í vísindaferðinni verða ræður og kynningar frá sviðsráðsforseta, Vísindagörðum, Icelandic Startups og svo spjall með nokkrum sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum á Íslandi sem starfa á sviði tækni og vísinda.

Skráning hefst á morgun, miðvikudag, á hinum hefðbundna tíma, kl. 13:37. 19 sæti í boði.

Minnum á vísóreglur.