25. Nóv

Prófbúðir í Formlegum málum!

Birt þann 25. Nóv. 2018 - Hugrún Guðmundsdóttir

Prófbúðir í formlegum málum verða haldin 8-9.desember(laugardag og sunnudag). Enginn annar en Kári Snær Kárason mun kenna þessa tvo daga.

Kári var í námskeiðinu fyrir 2 árum og annst það mjög skemmtilegt og datt mikið inn í efnið og fékk 10 í því.
Hann var svo dæmatímakennari í fyrra, þar sem hann hélt fyrirlestra í tímunum um efnið sem reyndist gríðarlega vinsælt, ásamt því að fara yfir dæmi. Í lok skólaárs hélt hann síðan prófbúðir á vegum skólans sem fólk var mjög ánægt með.

Kári mun leggja áherslu á að gera dæmi af heimadæmum, tímadæmum og prófum, ásamt því að auka skilning með sniðugum aðferðum og pælingum.

Tímarnir verða svona:
Laugardag 8.des: 09:00-14:30
Sunnudag 9.des: 09:00-14:30

Það er skráning á námskeiðið hérna og kostar 6000 kr inn sem verður rukkað við mætingu.

Staðsetning!!
Stofa V-157 í VR-II.

20. Nóv

Seinasta vísindaferð annarinnar <3

Birt þann 20. Nóv. 2018 - Hugrún Guðmundsdóttir

Næsta föstudag ætlum við að fara í heimsókn til Origo! Um að gera að mæta í eina góða vísindaferð áður en að þú sest niður við skrifborðið að læra fyrir prófin.

Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Hlutverk fyrirtækisins felst í að aðstoða viðskiptavini að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu.

Skráning hefst klukkan 13:37 á morgun (miðvikudag) og þeir sem skrá sig mæta klukkan 17:00 í Borgartún 37, 105 Reykjavík. Klukkan 19:00 kemur síðan rúta að sækja okkur og fer með okkur niður í miðbæ Reykjavíkur <3

Hlökkum til að sjá ykkur

13. Nóv

Vísindaferð til Gangverk

Birt þann 13. Nóv. 2018 - Hugrún Guðmundsdóttir

Hallóhallóhalló!
Við erum að fara í heimsókn til Gangverk á föstudaginn! Vonum að það gangi betur heldur en seinasta ferð hjá okkur.

Það sem þú þarft að vita:

  1. Síðan þeirra er http://gangverk.is/ (gætuð þurft að gera copy-paste á þetta)
  2. Erum með 30 sæti
  3. Skráning hefst klukkan 13:37 á morgun (miðvikudag)
  4. Vísindaferðin hefst klukkan 17:00 á föstudag

Hlökkum til að sjá ykkur!

6. Nóv

Vísindaferð til Premis

Birt þann 6. Nóv. 2018 - Hugrún Guðmundsdóttir

Elsku Nördar <3

Næsta föstudag ætlum við að fara að heimsækja Premis! Vísindaferðin byrjar eins og venjulega á slaginu 17:00 og verður til klukkan 19:00 og þá verður haldið niður í miðbæ Reykjavíkur með rútu og fagnað þessum flotta föstudegi.

Við erum með 40 sæti en passið ykkur að vera á slaginu 13:37 á morgun(miðvikudag) til þess að skrá ykkur og komast með! <3

Hlökkum til að sjá ykkur!

30. Okt

Vísindaferð til Deloitte!

Birt þann 30. Okt. 2018 - Hugrún Guðmundsdóttir

Næsta föstudag ætlum við að kíkja í heimsókn til Deloitte!

Við erum með 30 sæti og skráning hefst klukkan 13:37 á miðvikudag(morgun)! Vísindaferðin byrjar síðan á slaginu 17:00 og síðan verðum við sótt klukkan 19:00 og förum á Hressingarskálann!

!!