25. Nóv

Prófbúðir Nörd!

Birt þann 25. Nóv. 2019 - Ástráður Stefánsson

Góðan dag,

Prófatíð er rétt handan við hornið og þá er um að gera að nýta allt sem býðst eins og fría kaffið í nörd, sunnudags opnunartímarnir, auka stofan Naustið (frá 2. desember) og PRÓFBÚÐIR!

Skráning fer fram hér: https://forms.gle/4qfKp618LKnKgg1N6

Prófbúðirnar eru þannig að algjörir snillingar sem hafa setið námskeiðin í háskólanum kenna og fara yfir þau helstu atriði sem best er að hafa í huga fyrir prófið.

Hér eru staðsetningar fyrir prófbúðirnar:

 • Stærðfræðimynstur 4. og 5. des: VR-II 157
 • Formleg mál, 6. og 7. des: Stapi 210
 • Tölvunarfræði 1, 7. og 8. des: VR-II 157

19. Nóv

Origo, síðasta vísó annarinnar

Birt þann 19. Nóv. 2019 - Ástráður Stefánsson

Kæru Nördar,

Það er komið að því. Prófin eru að bresta á og jólalög hafa farið í spilun. Áður en við fáum öll æluna af stressi og jólagleði þá ætlum við að gera okkur glaða stund. Núna næstkomandi föstudag erum við á leiðinni til Origo!

Skráningin fer fram hér klukkan 13:37 á miðvikudag og lýkur föstudaginn klukkan 13:00. Mæting er í Borgartún 37 klukkan 17:00. Eftir ferðina þá kemur rúta, sækir okkur og skutlar okkur þessa stuttu vegalengd niður í bæ!

Hlökkum til að sjá sem flesta og gangi ykkur sjúklega vel á þessum síðasta spretti!

11. Nóv

Vísindaferð ooog KEILA! :D

Birt þann 11. Nóv. 2019 - Ástráður Stefánsson

Góðan kvöldið kæru Nördar!

Í næstu vísindaferð þá heimsækjum við fyrirtækið Trackwell. En þau sérhæfa sig í lausnum við forða og flotastýringu. Það þekkja kannski einhverjir til að mynda Tímon tímaskráningarlausnina. Að venju þá er mæting klukkan 17:00 og í þetta skiptið í Laugaveg 178, 105 Reykjavík (rétt við Næturvaktar bensínstöðina).

Ferðin klárast síðan klukkan 19:00 og þá kemur rúta að sækja okkur og fer með okkur beint í Egilshöll þar sem keilumót Nörd hefst klukkan 20:00! Það er því tilvalið að versla sér eins og einn bjórmiða og tylla sér með einn kaldann áður en keilað er.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Skráning í vísindaferðina hefst klukkan 13:37 á miðvikudaginn og skráning á keilumótið er hér: https://sites.google.com/view/keiluskraning/home

Athugið að gjald er í keilu sem er 2000kr á mann. Innifalið í því verði er keila í 80 mínútur, pizzuhlaðborð a la shake&pizza og frítt gos!

4. Nóv

Vísindaferð til Gangverk

Birt þann 4. Nóv. 2019 - Ástráður Stefánsson

Yndislegu og frábæru ljúfu Nördar.

Þá er komið að næstu vísindaferð en það er fyrirtækið Gangverk sem ætlar að taka á móti okkur og kynna okkur fyrir sér. Gangverk þróaði til að mynda Sling en fyrirtækið hefur einnig unnið að ráðgjöf, þróun og hönnun hugbúnaðarlausna fyrir fyrirtæki á borð við CBS fréttaveituna, Marel og Össur.

Það verður engin skrýtin skráning þetta skiptið heldur einfaldlega hefðbundna og þægilega formið.

 1. Skráning hefst 13:37 á miðvikudaginn.
 2. klárast klukkan 13:00 á föstudaginn
 3. Mæting í Borgartún 29 klukkan 17:00.
 4. Rúta kemur síðan og sækir okkur klukkan 19:00 og skutlar okkur rakleiðis í bæinn.

Peace out!

30. Okt

VÍSÓ TIL KÖBEN WOOP

Birt þann 30. Okt. 2019 - Ástráður Stefánsson

Skráning í vísó til Köben var að byrja! Say what?

Innifalið í ferðinni er:

 1. Flug fram og til baka með Icelandair ásamt innritaðri tösku og handfarangri
 2. Rúta til og frá flugvelli og rúta í vísindaferð
 3. Vísindaferð í Subit hugbúnaðarfyrirtæki
 4. Gisting á 4 LÚXUS Hosteli

Einnig verður dúndur dagskrá á laugardeginum skipulögð af yours truly Ástráður Stefánsson en hann tekur sæti fararstjóra þessarar ferðar. Núna er verðið 74.990kr fyrir pláss í 6 manna herbergi og það tilboð gildir til 1. nóvember.

Það er því um að gera að byrja að skrá sig í vikunni en við skráningu þarf eingöngu að greiða 20.000kr og svo þarf bara að greiða restina 8 vikum fyrir ferðina. Nánar tiltekið í kringum mánaðarmótin des/jan.

Smelltu hér til að skrá þig!

Við viljum nýta tækifærið og minna á að ef þið skráið ykkur í Lífsverk lífeyrissjóðinn þá getið þið skráð ykkur á formið okkar hér En Lífsverk styrkir þá sem skrá sig um 5000kr ef þið óskið þess!