5. Apr

Kosningar Nörd

Birt þann 5. Apr. 2020 - Ásdís Erla Jóhannsdóttir

Kosning til stjórnar Nörd 2020 - 2021 fór fram á fimmtudaginn síðastliðinn.

Stjórn Nörd 2020 - 2021 skipa:

 • Forseti: Ástráður Stefánsson
 • Ritari: Teitur Guðmundarson
 • Gjaldkeri: Valourie Ásgeirsdóttir
 • Skemmtanastjóri: Þröstur Almar Þrastarson
 • Hagsmunafulltrúi: Vigdís Erla Sigmundsdóttir
 • Samfélagsmiðill: Steinunn Gréta Kristjánsdóttir

Til miðstjórnar var kosið í eftirfarandi embætti:

 • Kerfismeistari: Styrmir Óli Þorsteinsson

Fráfarandi stjórn þakkar meðlimum Nörd kærlega fyrir frábært ár og óskar nýkjörinni stjórn góðs gengis á komandi skólaári!

9. Mar

Ath - Aflýst! Vísó í Verkfræðingafélag Íslands!

Birt þann 9. Mar. 2020 - Ásdís Erla Jóhannsdóttir

--- Þessari vísindaferð hefur verið aflýst ---

Þessa vikuna ætlum við í vísindaferð til Verkfræðingafélags Íslands, sem er fagfélag og kjarafélag verkfræðinga og tæknifræðinga á Íslandi. Þau ætla að fræða okkur um kjaramál og vinnumarkaðinn svo þetta er einstaklega sniðug vísindaferð til að mæta í!

Ferðin verður haldin í Engjateigi 9 (salurinn á neðstu hæð), við fáum 20 sæti og skráningin hefst á miðvikudaginn klukkan 13:37.

Við ætlum í ferðina með félögum okkar í Vélinni og VIR og eftir kynninguna frá VFÍ ætlum við að staldra aðeins við í salnum og skella okkur í pubquiz. Að sjálfsögðu verða drykkir í boði meðan á því stendur.

Meira um VFÍ.

5. Mar

Aðalfundur Nörd 2020

Birt þann 5. Mar. 2020 - Ásdís Erla Jóhannsdóttir

Kæru samnemendur,

Aðalfundur Nörd, félags tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema verður haldinn föstudaginn 27. mars klukkan 18:00 í Kornhúsinu, Árbæjarsafni.

Á fundinum verður kosið í nýja stjórn og miðstjórn félagsins og einnig verður kosið um lagabreytingatillögur. Félagsmenn Nörd og nemar í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði mega sitja fundinn en aðeins félagsmenn Nörd hafa kosningarétt. Boðið verður upp á drykki og pizzur á meðan fundinum stendur.

Dagskrá fundarins hljóðar svona:

 • Skýrsla stjórnar
 • Stjórnin leggur fram reikninga félagsins
 • Umræður um skýrslur og reikninga
 • Rætt og kosið um lagabreytingatillögur
 • Kosning nýrrar stjórnar
 • Kosið í önnur embætti
 • Önnur mál
 • Fögnuður og rúta í bæinn

Kosið verður í eftirfarandi embætti:

Stjórn:

 • Forseti
 • Ritari
 • Gjaldkeri
 • Skemmtanastjóri
 • Hagsmunafulltrúi
 • Samfélagsmiðill

Miðstjórn:

 • Íþróttafulltrúi
 • Alþjóðafulltrúi
 • Hirðljósmyndarar (2)
 • Forseti myndbandanefndar
 • Forseti útskriftarnefndar
 • Kerfismeistari
 • Kynninganefnd (2)

Til að bjóða ykkur fram í embætti fyllið þið út í eftirfarandi form: https://forms.gle/HDoTMwEgu1yKWt7m8.

Hægt verður að senda inn framboð til og með þriðjudeginum 24. mars.

Einnig verður hægt að senda inn lagabreytingatillögur til og með þriðjudeginum 24. mars. Tillögum til lagabreytinga / lagaviðbóta skal skilað til forseta félagsins, Ásdísar Erlu, eigi síðar en þriðjudaginn 24. mars á netfangið aej25@hi.is og skal pósturinn einnig innihalda fullt nafn ykkar (aðeins félagsmenn geta sent inn lagabreytingatillögur).

Hér má sjá lög félagsins: https://docs.google.com/document/d/1I3ZQuOiNCrT2Ljrymrtc66id_-VKS_Lzs91ZWM2l9No/edit?usp=sharing

Kær kveðja, stjórn Nörd 2019 - 2020,

Ásdís Erla, Embla Laufey, Una, Ástráður, Auður Margrét, Tómas og Vigdís Erla

3. Mar

Vísindaferð til Cyren!

Birt þann 3. Mar. 2020 - Ásdís Erla Jóhannsdóttir

Næsta föstudag, þann 6. mars, verður ferðinni heitið til Cyren, sem er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar vírusleitartækni, ruslpóstsíur og veföryggislausnir, sérstaklega lærdómsrík vísindaferð fyrir ykkur sem hafið áhuga á netöryggi!

Ferðin hefst kl 17:00 og er mæting í Dalshraun 3, Hafnarfirði, höfuðstöðvar Cyren á Íslandi.

Það verða 25 sæti í boði og hefst skráningin á miðvikudaginn klukkan 13:37 eins og vanalega.

meme - i find your lack of cybersecurity: disturbing

24. Feb

VÍSINDAFERÐ Í LS RETAIL OG... LASERTAG!

Birt þann 24. Feb. 2020 - Ástráður Stefánsson

Já þið lásuð þetta rétt, vísó með viðauka!

Komandi föstudag ætlum við að halda stuðinu áfram og skella okkur í æsispennandi kynningu á fyrirtækinu LS Retail!!

Þau eru staðsett í Hagasmára 3, 200 Kóp City en það er nefninlega rosa stutt í Smáralindina líka. Þar ætlum við sko að skella okkur í LASERTAG! WOOOIEEEEE! Það kostar aðeins litlar 750 kr að koma með okkur í Lasertag!*

Eina sem þú þarft að gera er að

 1. Skrá þig í vísó klukkan 13:37 á miðvikudaginn!
 2. Skrá þig í viðbótarskráninguna "Ég vil lazer"
 3. Mæta klukkan 17:00 á fös í Hagasmára 3
 4. Kynnast LS Retail og hafa gaman
 5. Rústa í Lasertag
 6. Fara niður í bæ og ná lokunum á PubCrawli

"Bíddu, las ég rétt.. PubCrawl? Hvað meinaru?"

Já þú last rétt, það vill svo til að Félag Verkfræðinema stendur fyrir PubCrawli sem byrjar 20:00 niðri í bæ. Það verður auglýst síðar í vikunni. Þannig að ef þú nærð ekki í vísó og ekki lazer tag eða einfaldlega langar að gera eitthvað annað. Þá er þessi föstudagur fullur af gamani!

*Þið getið lagt þessar 750 krónur inn á Nörd, annaðhvort með Aur: 1237822536 eða lagt inná okkur: Kt. 551087-1589 og reikningsnúmer 311-26-5587.