14. Okt

DOUBLE VÍSINDAFERÐ TRIPICAL -> NOVA

Birt þann 14. Okt. 2019 - Ástráður Stefánsson

Góðan og blessaðan daginn kæru Nördar!

Já þið lásuð rétt! TVÖFÖLD VÍSINDAFERÐ! Fyrir reglur double vísó lesið neðst

Næsta föstudag verður sannkölluð partývísó en þá ætlum við að skella okkur til fyrirtækjanna Tripical og Nova. Þessi tvö fyrirtæki eru þekkt fyrir gott stuð og skemmtilegheit!

Fyrir þá sem ekki vita þá er Tripical ferðaskrifstofa sem að meðal annars er að hjálpa okkur að skipuleggja vísindaferð ársins til útlanda! Þau ætla að gefa okkur smá kynningu á því sem þau hafa uppá að bjóða og bjóða okkur upp á drykki. Það verður hinsvegar enginn matur í boði! :S

Við látum það ekki á okkur fá því á leiðinni frá Tripical getum við stoppað og pikkað upp bensín (= snarl) og haldið beint í Nova þar sem verður dansað og skemmt sér ásamt Félagi Verkfræðinema. Að auki verður happdrætti og eru Nova ávallt með svakalegann vinning. Rútur koma síðan til Nova og skutla okkur beinustu leið niður í bæ.

Mæting föstudaginn klukkan 16:30, Borgartún 8 - 105 RVK.

LESIÐ REGLUR DOUBLE VÍSÓ

 1. Skráðu þig í Tripical vísó!
 2. Þau sem skrá sig í Tripical fá forgang í Nova vísó.
 3. Ef þú ætlar í Nova vísó MERKTU ÞIG með aukaskráningunni (ég vil fara í Nova)
 4. SKEMMTA SÉR!

Ef þú kemst ekki inn þegar skráningin opnar. Ekki örvænta! Smelltu þér á biðlistann og skráðu hvort þú viljir fara í Nova eða ekki. Það verður síðan haft samband við þig á föstudaginn ef þú komst inn allavega í Nova ferðina.

Þau hinsvegar sem vilja ekki fara í Nova eftir Tripical fá glaðning frá Tripical en það er EINN HEILL frír bjór á Hamborgarafabrikkunni með máltíð þar ef þið segist hafa verið í Tripical vísó.

TL;DR

Double vísó, LESTU REGLURNAR, ef þú vilt ekki fara til Nova farðu á brikkuna í burger og bjór (1 frír bjór og Codeword: Tripical)

7. Okt

Verkís vísindaferð!

Birt þann 7. Okt. 2019 - Ástráður Stefánsson

Jæja það er allt sett á fullt og engar bremsur og við höldum vísindaferðunum áfram.

Í þetta skiptið ætlum við að heimsækja Verkís en Verkís er verkfræðistofa sem hefur frá upphafi verið í fararbroddi við hönnun vatnsaflsvirkjana og hafa fengið viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki núna 7 ár í röð. Þau búa einnig að góðri reynslu af hönnun fjarskiptakerfa fyrir virkjanir og orkuflutning, bæði innanlands og utan.

Eftir ferðina ætlum við síðan að skemmta okkur saman fram eftir á Curious en við höfum ákveðið að splæsa í eins og einn kút með!!

Verkís eru til húsa í Ofanleiti 2, 103 rvk eða við hliðina á Versló. Eins og vanalega þá hefst skráningin á miðvikudaginn klukkan 13:37 og mæting í Ofanleiti 2 á föstudaginn klukkan 17:00 rúturnar taka okkur síðan í bæinn klukkan 19:00!

1. Okt

Vísindaferð í Lífsverk! :D

Birt þann 1. Okt. 2019 - Ástráður Stefánsson

Takk fyrir síðustu ferð til Landsvirkjun. Þið eruð æði!

Næstkomandi föstudag ætlum við að heimsækja Lífsverk!! Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða einstaklinga en eingöngu þeir sem hafa eða ætla sér að ljúka grunnámi geta sótt um aðild að sjóðnum.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla þá sem vilja fræðast örlítið betur um hvernig slíkir sjóðir virka og hvaða réttindi og fríðindi er hægt að nýta sér í gegnum þá.

Lífsverk er einnig traustur samstarfsaðili Nörd og því verður mikið fjör, mikið hlegið og endalaust gaman líka!

Eins og að venju þá hefst skráningin klukksn 13:37 á morgun (miðvikudag) og lýkur á föstudag klukkan 13:00. Ferðin verður svo í húsnæði Lífsverk að Engjateigi 9, 105 Reykjavík klukkan 17:00

23. Sept

Vísindaferð í Landsvirkjun!

Birt þann 23. Sept. 2019 - Ástráður Stefánsson

Eftir eina klikkaða Haustferð er ferðinni heitið aftur út á land. Í þetta skiptið í vísindaferð til Landsvirkjunnar. Þau hafa boðið okkur í heimsókn til sín í Ljósafosstöð á gagnvirku sýningunni þeirra "Orka til framtíðar" sem er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Það munu rútur taka okkur frá Háskólanum KLUKKAN 16:00 frá Malarplaninu. Ég endurtek! MÆTING EKKI SEINNA EN 16:00.

Boðið verður upp á mat og drykk og svo rútur aftur að HÍ klukkan 19:00 en þaðan töltum við niður á Curious og skemmtum okkur ögn lengur!

Skráning verður að venju á miðvikudaginn klukkan 13:37 en við viljum minna á að vera mætt fyrir 16:00 á föstudaginn.

16. Sept

HAUSTFERÐ NÖRD 2K19

Birt þann 16. Sept. 2019 - Ástráður Stefánsson

Shidd whaddup?!

Okkar árlega HAUSTFERÐ verður farin núna á föstudaginn! Við ferðumst sjálf á eigin vegum að Félagsheimilinu Brún, skammt frá Borgarnesi.

Við ætlum að hefja skráningu núna strax á morgun á hinum heilaga tíma 13:37! Við viljum endilega að allir komast en við vitum þó að ekki allir geta keyrt þangað sem við erum að fara. Því biðjum við alla þá sem ætla sér keyrandi í ferðina að skrá það um leið í aukaskráningunni. Þannig getum við öll hjálpast að með að hópast í bíla og allir geta komið sem vilja.

Hér teljum við upp nokkra hluti sem verða á svæðinu og við biðjum ykkur að fara vel yfir tékklistann neðst svo þið getið skemmt ykkur sem allra best!

ÞAÐ SEM VERÐUR Á SVÆÐINU:

 • Stærðarinnar salur
 • Heitur pottur og sundlaug
 • Grill og kol
 • Einhver vel valin spil
 • Tónlist
 • Beer Pong Mót

TÉKKLISTI FYRIR ÞIG :

 • Mat á grillið
 • Morgunmat
 • Uppáhalds drykkina (BYOB)
 • Dýna & svefnpoki / sæng
 • Handklæði
 • Tannbursta
 • Tannkrem
 • Sundföt fyrir sundið
 • Kósýföt eftir sundið