18. Apr

Ný stjórn Nörd 2021-22

Birt þann 18. Apr. 2021 - Ástráður Stefánsson

Síðasta föstudag (16. apríl) var aðalfundur félagsins haldinn. Á aðalfundi voru teknar fyrir ýmsar lagabreytingar en helst af öllu þá var kosið í nýja stjórn Nörd fyrir skólaárið 2021-22. Við óskum þeim til hamingju með nýju stöðuna og óskum þeim alls hins besta á sama tíma og þökkum fyrir árið! Hip hip húrra! <3

Nýja stjórn skipa: Forseti - Vigdís Erla Sigmundsdóttir Ritari - Mikolaj Cymcyk Gjaldkeri - Marzuk Ingi Hagsmunafulltrúi - Steinunn María Egilsdóttir Skemmtanastjóri - Kristín Lísa Friðriksdóttir Samfélagsmiðill - Helga Rún Hjartardóttir Nýnemafulltrúi - Linda Björg Logadóttir (kosin á nýnemakvöldi Nörd á haustönn)

6. Apr

Aðalfundur Nörd 2021

Birt þann 6. Apr. 2021 - Ástráður Stefánsson

Kæru samnemendur,

Aðalfundur Nörd, félags tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema verður haldinn föstudaginn 16. apríl klukkan 18:00.

Fundurinn verður haldinn á Teams. Hér er hlekkur að fundinum sem byrjar klukkan 18:00 föstudaginn 16. apríl:

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3a5649b2e6a4844b4c96d4e9560b751339%40thread.tacv2/1618401441488?context=%7b%22Tid%22%3a%2209fa5f0e-2118-4656-8529-677ed8fdbe78%22%2c%22Oid%22%3a%220adc267c-e7fb-4c25-954d-cca44faed064%22%7d

Á fundinum verður kosið í nýja stjórn og miðstjórn félagsins og einnig verða breytingartillögur á lögum félagsins lagðar undir kosningu. Félagsmenn Nörd og nemar í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði mega sitja fundinn en aðeins félagsmenn Nörd hafa kosningarétt.

Dagskrá fundarins hljóðar svo:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Stjórnin leggur fram reikninga félagsins
 3. Umræður um skýrslur og reikninga
 4. Rætt og kosið um lagabreytingatillögur
 5. Kosning nýrrar stjórnar
 6. Kosið í önnur embætti
 7. Önnur mál

Kosið verður í eftirfarandi embætti:

Stjórn:

 • Forseti
 • Ritari
 • Gjaldkeri
 • Skemmtanastjóri
 • Hagsmunafulltrúi
 • Samfélagsmiðill

Miðstjórn:

 • Íþróttafulltrúi (2)
 • Alþjóðafulltrúi
 • Hirðljósmyndarar (2)
 • Forseti myndbandanefndar
 • Forseti útskriftarnefndar
 • Kerfismeistari
 • Kynninganefnd (2)

Nú hafa framboð skilað sér til okkar en við minnum á að samkvæmt lögum sé einn eða færri í framboði til embættis er leyfilegt að bjóða sig fram til þess embættis á aðalfundinum.

Framboð til stjórnar:

 • Forseti
  • Vigdís Erla Sigmundsdóttir
 • Ritari

  • Þröstur Almar Þrastarson
  • Mikolaj Cymcyk
 • Gjaldkeri

  • Marzúk Ingi Lamsiah Svanlaugar
 • Hagsmunafulltrúi

  • Steinunn María Egilsdóttir
 • Samfélagsmiðill

  • Kristín Lísa Friðriksdóttir
  • Helga Rún Hjartardóttir
 • Skemmtanastjóri

  • Kristín Lísa Friðriksdóttir

Framboð til miðstjórnar:

 • Hirðljósmyndari (2 stöður)
  • Sara Þórhallsdóttir
  • Helga Rún Hjartardóttir
 • Íþróttafulltrúi (2 stöður)
  • Kristín Lísa Friðriksdóttir
  • Steinunn Gréta Kristjánsdóttir
 • Kerfismeistari
  • Árni Þór Sörensen
 • Alþjóðafulltrúi
  • Ekkert framboð
 • Forseti myndbandanefndar
  • Ekkert framboð
 • Forseti útskriftarnefndar
  • Ekkert framboð
 • Kynninganefnd (2 stöður)
  • Ekkert framboð

Hér má sjá lög félagsins: https://docs.google.com/document/d/1AguVsJsExAFomBlavRym13BV-UYx8GGRJhbs3OPaYDw/edit?usp=sharing

Kær kveðja,

Stjórn Nörd 2020 - 2021,

Ástráður, Valourie, Þröstur Almar, Vigdís Erla, Steinunn Gréta, Teitur og Linda Björg.

19. Mar

Ofurnörd

Birt þann 19. Mar. 2021 - Þröstur Almar Þrastarson

Góðan daginn kæru Nördar. Núna í næstu viku ætlum við að halda ofurnörd hátíðlegt, en fyrir þau ykkar sem hafa ekki heyrt um hvað það er þá er það vika þar sem við ætlum að sýna Tvíund (Félag tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskólann í Reykjavík) hvort nemendafélagið er betra. Vikan verður full af allskonar skemmtilegum keppnum en skipulagið verður svona.

 • Miðvikudagurinn (24. mars) Tölvuleikjakvöld. Á tölvuleikjakvöldinu munum við mæta í Háskóla Reykjavíkur og keppa við þau þar í tölvuleikjunum Mario Kart, Super Smash Bro's, Rocket League og Tetris. Sá viðburður hefst klukkan 17:00.

 • Fimmtudagurinn (25. mars) Giskaðu Skárr. Giskaðu Skárr er spurningakeppni milli félagana sem verður haldin á Bragganum, Nauthólsvegi, þar verður bjór á boðstólnum og eftir að spurninga keppninni líkur förum við í pub-quiz. Spurningakeppnin hefst klukkan 19:00, en um að gera að mæta aðeins fyrr og fá sér góðan mat á Bragganum.

 • Föstudagurinn (26. mars) Lokakvöld Ofurnörd. Ofurnörd lokakvöldið verður þvílíkt partý, við ætlum að fara í Sjalann, Austurströnd 3 og þar verður bjór, pizza og rosalega skemmtileg dagskrá. Þá verður mæting klukkan 19:00. Endilega skráið ykkur á þetta kvöld, það getur vel verið að það verða auka pláss, en það gerist ekki nema við sjáum að það er áhuga á.

Þar sem það eru samkomutakmarkanir í gangi ennþá þá þurfum við að hafa skráningu á alla viðburðina (nema Übernörd). Það verður 20 manna takmörkun á skráningunni, en það er af því að keppendurnir okkar hafa forgang yfir hina. Það getur verið að talan aukist samt, svo endilega skráið ykkur á biðlistana, það getur alltaf verið að þið komist inn.

19. Mar

Lokakvöld Ofurnörd

Birt þann 19. Mar. 2021 - Þröstur Almar Þrastarson
 • Hámark 50 manns
 • Föstudagurinn (26. mars)
 • Kl 19:00
19. Mar

Spurningakeppni

Birt þann 19. Mar. 2021 - Þröstur Almar Þrastarson
 • Hámark 20 manns
 • Fimmtudagurinn (25. mars)
 • Kl 19:00