21. Ágú

NÝNEMAKVÖLD

Birt þann 21. Ágú. 2017 - Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir

Á föstudagskvöldið kl. 19 er kvöld fyrir ykkur kæru nýnemar Nörd í Nördakjallaranum okkar Í boði verður pizza, gos, bjór, snakk, leikir, kosning um nýnemafulltrúa Nörd (framboð á staðnum) og almenn gleði!!

Skráning á nýnemakvöldið fer fram á www.nord.is og virkar eins og skráning í vísindaferðir! Skráning byrjar á miðvikudaginn á slaginu 13:37, þið þurfið að skrá ykkur inn með Uglu notendanafni og passwordi

Hlökkum mjög til að sjá ykkur, ONE LOVE

20. Ágú

Skráning og skápaleiga!

Birt þann 20. Ágú. 2017 - Stella Rut Guðmundsdóttir

Heyyy yo!

Skráning

Nú er skólinn að byrja og því er algjört must að skrá sig í NÖRD! Fyrstu tvær vikurnar er ársgjaldið kr. 6.000 en eftir það verður árgjaldið kr. 6.500 svo það er um að gera að skrá sig strax. Hægt verður að greiða með seðlum, millifærslu á bankareikning eða í gegnum Aur appið. Skráning fer fram í Nördakjallaranum (kjallarinn í Endurmenntun) þessa viku og næstu á milli kl. 10 og 16.

Skápaleiga

Á sama tíma og skráningin fer fram verður hægt að leigja skáp fyrir árið á kr. 3.000.

Af hverju ætti ég að skrá mig í Nörd?

a) Sjúllað félagslíf, vísó (næstum) alla föstudaga, Ofurnörd, árshátíð Nörd, árshátíð FV, skíðaferð, haustferð o.s.frv.

b) Til að kynnast fólki í sama námi

c) Til að mega nota aðstöðu Nörd í kjallara Endurmenntunnar (tvö læriherbergi + eitt eldhús/chill zone með ísskápum, örbylgjuofnum og grillum)

Facebook-grúppur:

Hópur fyrir alla

Hópur fyrir nýnema

Hlökkum til að sjá ykkur!

1. Ágú

Útileiga FV

Birt þann 1. Ágú. 2017 - Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir

AAALOHAAA

Laugardaginn 12. ágúst ætlum við að mæta galvösk á Galtalæk og gista, grilla, gantast, grína, gubba! Verð er 2.000 kr fyrir tjaldsvæði og 1.000 kr til Nörd sem fer í ppulsur og allskyns drykkir!! Förum á einkabílum og mæting er algjörlega frjáls en mælum með á milli hádegis og síðdegis!

Viðburðurinn á facebook er HÉR

Endilega skráið ykkur bæði á facebook & hér til hliðar, svo við vitum sirka fjölda!

GO :)

8. Maí

Novomatic Lottery Solutions - Próflokavísó!

Birt þann 8. Maí. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Jæja þá er loksins komið að vísindaferðinni til Novomatic en henni var frestað þar sem að hún skaraðist á við prófin!

En þau eru voða spennt að fá okkur til sín og ætla bjóða okkur upp á almennilega prófloka stemmingu!

Novomatic LS er gríðarlega stórt fyrirtæki sem sér um tæknilausnir á lottó og öðrum leikjum um heiminn allan og hefur yfir 23.000 starfsmenn. Fyrirtækir býður upp á færslu vél sem getur keyrt nánast 1.5 milljónir færslur á mínútu ásamt öðrum spennandi þjónustum.

Þau bjóða þau okkur upp á heil 50 sæti þannig að ekki láta þig vanta.

Skráning hefst að venju kl 13:37 á miðvikudaginn.

Vísindaferðin hefst svo stundvíslega kl 17:00 á föstudaginn 12. Maí og verður haldin í Holtasmári 1 | 201 Kópavog

21. Apr

ATH: vísindaferðin í dag 21.Apríl hefur verið frestað!

Birt þann 21. Apr. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Sökum drægrar skráningu og augljóslega hræðinlegri tímasetningu höfum við í samráði við Novomatic LS ákveðið að fresta vísindaferðinni til þeirra þangað til eftir próf.

Vonum að þetta vald ekki neinum vandræðum og við óskum ykkur góð gengis í prófunum!