18. Feb

VÍSINDAFERÐ Í ÖLGERÐINA & OFURNÖRD DJEM

Birt þann 18. Feb. 2020 - Ástráður Stefánsson

ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ TILKYNNINGUNNI SEM ÞIÐ ERUÐ BÚIN AÐ BÍÐA EFTIR!

Næsta föstudag er Ofurnörd lokakvöldið. Sem verður þvílíkt partý! Búið er að bóka sal í Gróttu undir okkur, panta helling af bjór og skipuleggja þvílíka dagskrá.

EN FYRST fyrir ferðina ætlum við að hita upp í vísindaferð í Ölgerðinni! WOOOP! Þau eru staðsett í Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavik

Við erum með 50 sæti í þessa ferð og ætlumst við til þess að þau fyllist af partýþyrstum Nördum þannig að verið á slaginu 13:37 á morgun (miðvikudag) að skrá ykkur!

Hype train coming through

Fyrir þá sem ekki vita þá er Ölgerðin þúst þarna fyrirtækið sem gerir helling af bjór og dóti... En þau eru líka frábær styrktaraðili Nörd og meðal annars ástæðan fyrir því að við verðum með helling af góðgæti út vikuna á Ofurnörd!

TÍMASETNINGIN Á VÍSÓ ER EKKI ALVEG KOMIN Á HREINT, HVORT HÚN VERÐI 17:00-19:00 EÐA 18:00-19:30! Afþví að við viljum að þið vitið afhverju, þá hefur Ölgerðin boðað okkur 18:00, þrátt fyrir að við förum vanalega í ferðir 17:00. Við vissum ekki af því fyrr en í gærkvöldi og það hentar okkur ekkert sérstaklega vel uppá Ofurnörd að gera og sala bókun og þess háttar. En við fáum að á hreint eflaust í dag eða síðasta lagi á morgun.

17. Feb

Árshátíð FV

Birt þann 17. Feb. 2020 - Auður Margrét Pálsdóttir

Hei nördar!!
Þá er skráning á árshátíðina fyrir meðlimi FV byrjuð!
https://forms.gle/zuEMuJH4SBTA465Q9

Skráning utan FV byrjar síðan á morgun á kl 12:30

Verð:
Innan FV: 7500,-
Utan FV: 9000,-

Borga fyrir 3. mars!

Bankaupplýsingar:
kt. 630171-0169
rn. 0311-26-1902

Nánari upplýsingar á eventinu!
https://www.facebook.com/events/2628172237417252/

10. Feb

Übernörd

Birt þann 10. Feb. 2020 - Ásdís Erla Jóhannsdóttir

JÆJA NÖRDAR

Nú fer að koma að einum stærsta viðburði ársins, Ofurnörd! Ofurnörd verður haldið í næstu viku, dagana 19. - 21. febrúar og þá munum við keppa við erkióvini okkar í Tvíund í hinum ýmsu keppnum. Við Nördar munum halda undankeppnina okkar fyrir Ofurnörd, Übernörd, næsta föstudag og er hægt að skrá sig í keppnirnar sem verða þá hér:

Skráning fyrir Übernörd og Ofurnörd

Keppt verður í allskonar tölvuleikjum, spurningakeppni og drykkjuleikjum og allir sem vilja mega skrá sig! Síðan munu þau sem komast áfram í hverri keppni keppa fyrir hönd Nörd á Ofurnörd í næstu viku.

Kvöldið byrjar klukkan 18:00 niðri í kjallara Endurmenntunar (Nördakjallara) og við ætlum síðan að bjóða uppá pizzur sem koma upp úr 18:30! Keppnirnar byrja síðan fljótlega eftir það og hver veit nema við kíkjum saman niður í bæ þegar þeim lýkur!

Hlökkum til að sjá ykkur ♥

10. Feb

Vísindaferð til Félags Tölvunarfræðinga

Birt þann 10. Feb. 2020 - Ástráður Stefánsson

Góðan daginn kæra fólk!

Þessi vika verður með ögn breyttu sniði en vísindaferð vikunnar er á FIMMTUDEGI. Þá ætlum við að heimsækja Félag Tölvunarfræðinga en þau hafa boðið okkur í sal VFÍ við Engjateig 5, 105 Reykjavík

https://goo.gl/maps/amWuYLvQU7eGH9XU8

Skráning hefst á morgun (þriðjudag) klukkan 13:37 og lýkur á fimmtudag klukkan 13:00. Mæting er síðan klukkan 17:00!

Vonumst til að þið látið þetta ekki framhjá ykkur fara en Félag Tölvunarfræðinga snýr að því að vera í forsvari fyrir Tölvunarfræðinga gagnvart innlendum og erlendum aðilum á sviðum tengdum störfum þeirra, að efla þekkingu þeirra og að efla tengsl þeirra og kynni.

4. Feb

Vísindaferð í Íslandsbanka

Birt þann 4. Feb. 2020 - Ástráður Stefánsson

Góðan og blessaðan daginn!

Það er komið að næstu vísindaferð en fréttinni seinkaði aðeins. Næst á dagskrá er Íslandsbanki! En þau hafa boðið okkur að heimsækja sig KLUKKAN 16:30 á 3. Hæð í Norðurturni, Hagasmára 3.

Þau ætla að vera með þrjá örfyrirlestra þar sem verður meðal annars sagt frá sjálfbærnistefnu bankans og svo munu tveir aðilar frá upplýsingatæknisviði fjalla um sín störf sem tengjast bæði verkfræði og tölvunarfræði.

Eftir fyrirlestra verður svo bara almennt partí og nemendur geta spjallað við starfsfólk ef þeir vilja!

ATH! Ferðin er klukkan 16:30 en ekki 17:00 eins og vanalega! En hún stendur samt til 19:00! :D

TL;DR

Ferðin er 16:30 á 3 hæð í Norðurturni, Hagasmára 3. Skráning á miðvikudag 13:37 og klárast 13:00 á föstudag.