Velkomin á nýju vefsíðuna!

Skólaárið er loksins byrjað og margir skemmtilegir viðburðir á næstunni.
Ef þið hafið greitt félagsgjöldin þá er vert að athuga junk/spam í email næsta dag.
Hafi viðkomandi ekki fengið tölvupóst eftir 2 daga má hafa samband við Magnús Daníel.
Fréttir
frá Nörd
Viðburðir
framundan

Kæru Nördar...

Fimmtudag 26. Oktober 2023
Guðrún ísabella Kjartansdóttir

Nördarnir mínir

Við erum svo ótrúlega heppin að vera með svona geggjaða aðstoðu í Endurmennt!

Þess vegna þykir okkur í Stjórn mjög leiðinlegt að heyra það þegar Nördar fá sér kaffi/te úr vélum Endurmenntar. Þetta er ekki handa okkur og við erum sjálf með te og kaffi hjá okkur (það tekur engan tíma að útbúa kaffi í kjallaranum).

Við þurfum að sýna Endurmennt tillitsemi annars eigum við í hættu á að missa aðstöðuna okkar. Þannig höfum þetta ekki flókið kæru Nördar.

Eigið góðan dag Nördar!

Ráðstefna CCP og EVE Fanfest

Mánudag 18. September 2023
Gunnar Björn Þrastarson

Góðan dag,

CCP er að leita að sjálfboðaliðum fyrir ráðstefnu sem þeir eru að halda.

Ráðstefnan er 24. september og þyrftu sjálfboðaliðar að vera mætt klukkan 12 og geta gert ráð fyrir því að þetta sé búið kl. 18 með pásu á miðjum deginum.

Þetta er fyrsta ráðstefna CCP sem er ætlað að fjalla um hvernig stafrænir heimar (leikir eða annað umhverfi) verður byggt upp í framtíðinni og hvert er hlutverk bálkakeðja, sem slíkra, í slíkri uppbyggingu ásamt ýmsu í tengslum við félagsleg tengsl í netheimum.

Þeim vantar nokkra einstaklinka til þess að aðstoða á ráðstefnunni, með að raða stólum, og vera til handar fyrir tæknimennina á staðnum. Engar þekkingar er krafist og geta einstaklingar frá öllum námsárum tekið þátt.

Það verður fundur á Föstudeginum fyrir þá sem verða þarna þar sem farið verður yfir hvað á að gera og svo verður þeim einstaklingum boðið í sér "vísindaferð" til CCP.

Ef þú vilt vita meira endilega sendið mér skilaboð á Discord.

Hérna sækið þið um að fá að taka þátt:

https://forms.gle/TRurjjDpFYSFWkPt5

Einnig var okkur boðið að mæta á EVE Fanfest fyrir þá sem hafa áhuga á að mæta, það var mikið fjör í fyrra og voru þeir með bás þar sem hægt var að spjalla við fólkið sem sér um ráðningar inn í CCP og fá tips og tricks um hvað er best að læra eða hvernig er hægt að sækja um og fá vinnu hjá þeim.

Fyrir þá sem vilja mæta á það þá er linkurinn til þess að sækja um miða inni á Discordinu okkar og á facebooksíðu þessa árs .

Dagskráin á EVE Fanfest er svo hérna:

https://www.eveonline.com/fanfest

kv. Stjórnin

Haustferð Nörd 2023

Þriðjudag 12. September 2023
Guðrún ísabella Kjartansdóttir

Kælir og Sælir Nördar

Núna á föstudaginn er engin önnur en Haustferðin okkar þann 15.-16.september. Við munum vera í Brún í Bæjarsveit og við grillum pylsur í kvöldmat og það verður frír bjór! (á meðan byrgðir endast ofc). Mæting er kl.18 uppeftir og við hlökkum til að sjá ykkur!

Hérna er pökkunarlisti fyrir ykkur

-Svefnpoki, Koddi og Svefndýna

-Morgunmatur

-Sundföt

-BYOB

Skráningin fer fram kl.12 á morgun á www.nord.is

Oktoberfest SHÍ 🍻

Þriðjudag 5. September 2023
Donna Cruz

Oktoberfest SHÍ 🍻

Októberfest SHÍ er þriggja daga skemmtun (bender fyrir þá sem eru extreme) sem er haldin á vegum SHÍ (Stúdentaráð Háskóla Íslands). Hátíðin stendur frá 7.sept til 9.sept og er haldin á malarbikinu fyrir framan Aðalbyggingu HÍ. Allskonar skemmtileg tónlistaratriði og fleiri skemmtilegir viðburðir á vegum SHÍ verða haldin þessa viku og við í Stjórn mælum eindregið að mæta á þá til að peppa ykkur upp fyrir helgi ársins.

Það er mikið á dagskrá þessa daga þannig við í Stjórn Nörd ætlum að einfalda þetta fyrir ykkur og segja ykkur frá því öllu sem er að gerast í þessari viku.

Núna er byrjað að afhenda armböndin og bjórkortin í byggingum háskólans. Það er hægt að sækja þau meðal annars á Háskólatorgi,….

ÞRIÐJUDAGUR 5.SEPTEMBER:

Tónlistaratriði á HT í hádeginu. Hver vill ekki borða næs mat og hlusta á LIVE tónlist?

Seinna í kvöld kl.18:30 verður trommusláttur

SMITTEN LAUGIN!

Mælum með að mæta snemma því í fyrra var PAKKAÐ (erum að tala um að fólk fór að taka sæti frá Háskólatorgi (no joke))

Hlekkur á viðburðinn: https://fb.me/e/3EAZiakIx

MIÐVIKUDAGUR 6.SEPTEMBER:

Grænn nýnemadagur SHÍ (okey that’s hot)! Það verður skiptifatamarkaður í Bóksölunni, vegan matur á Hámu, tilboð á fjölnotakaffikortum og fleira vænt og grænt, ég ætla sko VÆNT að mæta í þetta GRÆNT partý

Hlekkur á viðburðinn: https://fb.me/e/3R6b51RZr

Símapartí á Kjallaranum í hádeginu, uppistand og fleira til!

Dóri DNA verður með uppistand á Stúdó, veit ekki með ykkur en það er fátt betra að vera skúffaður með börger og hlæja eins og fáviti

Hlekkur á viðburðinn: https://fb.me/e/5IFKDYUUe

Svo seinna um kvöldið verður KICK-OFF PARTÝ SHÍ, frír bjór, good vibes, þarf meira til að sannfæra þig?

Hlekkur á viðburðinn: https://fb.me/e/KrfJ6JX8

FIMMTUDAGUR 7.SEPTEMBER: FYRSTI Í OKTÓBERFEST

The day has come! Fyrsti í Októberfest

Dagurinn byrjar vel með bóksölutónleikum í hádeginu á HT

Svo er auðvitað mikilvægt að hreyfa sig (svitna smá fyrir bjórinn) og skrá sig á Nýnemamót SHÍ. Mótið hefst kl.12:30 fyrir utan Aðalbyggingu kl.12:30 og keypt verður í “Skeifunni”.

Hlekkur á viðburðinn: https://fb.me/e/6iAZQnSm1

Red bull og Appelsín í boði fyrir fyrstu þyrstu og ÞAÐ ERU VERÐLAUN FYRIR VINNINGSLIÐIÐ?!

Litill fugl sagði mér frá fyrirpartýi? OG FRÍR BJÓR WHAT THE FUCK SIGN ME UPP MEISTARI?!

Röskva mun halda fyrirpartý á Stúdó ásamt því að gefa haustblaðið sitt út. Veit ekki með ykkur en hot girls read and drink beer hihi! Það verður frír bjór fyrir fyrstu þyrstu þannig mætið snemma, fáið ykkur að borða og labbið svo á veislu ársins á malarbikinu

Hlekkur á viðburðinn: https://fb.me/e/4P1mAzmvx

Kl.19 verður Bekkjarsöngur Símans á Hátíðarsvæðinu. ALLIR SYNGJA ÚR SÉR LUNGUN!

FÖSTUDAGUR 8.SEPTEMBER: ANNAR Í OKTÓBERFEST

Jæja vonandi eru þið ekki of þunn eftir daginn í gær (I sure am)!

Í dag munu samstarfsaðilar SHÍ koma í heimsókn á HT með fullt af næs stöffi!!

Það verður vísindaferð í Trackwell hjá Nörd en engar áhyggjur við tökum Strætóinn til baka og munu mæta á svæðið heit, sveitt og mögulega smá tipsy og til í tuskið!

LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER: ÞRIÐJI Í OKTÓBERFEST

Fjölskylduhátíð SHÍ mun hefjast kl.13 í íþróttahúsinu

Hlekkur á eventinn: https://fb.me/e/auidIcEel

Svo bara business as usual, mæta, djamma og lifa!

That's all folks!

Fyrsta vísóið

Miðvikudag 30. Ágúst 2023
Gunnar Björn Þrastarson

Sæl öllsömul,

því miður verður ekki fyrsta vísóið okkar núna á föstudaginn þar sem fyrirtækið sem ætlaði að taka á móti okkur verður ekki tilbúið í að taka á móti okkur. Því miður tókst ekki að fá annað vísó í staðinn þar sem fyrirvarinn var of stuttur til þess að annað fyrirtæki gæti stokkið inn.

Tökum þá bara næstu viku með trompi og endilega mætið í íþróttatíman á eftir kl 18:15.

Ég ætla samt að hafa vísóskráningu til þess að athuga hvort að síðan okkar höndli nógu marga sem skrái sig þannig að þið megið endilega skrá ykkur kl 13:37 ef þið getið.

New year new Nörd, en hvernig verð ég Nörd? 👾

Þriðjudag 22. Ágúst 2023
Nörd

Til að gerast félagi Nörd þá þarf að greiða árlegt félagsgjald að upphæð 9.000 kr,-.

Félagar Nörd geta skráð sig á viðburði og vísindaferðir Nörd ásamt því að fá nemendaskírteini Nörd sem er hægt að nota til að fá hina ýmsu afslætti

Greiða má félagsjöld á reikning Nörd.

Greiðsluupplýsingar:

  • Kennitala: 551087-1589

  • Reikningur: 0311-26-5587

Bíókvöld

  • Þriðjudaginn 22.ágúst kl 19:00, í kvöld!!

  • Pizzur í boði Nörd

  • Endilega mætið og kynnist fólki.

Vísindaferðir

  • Fyrsta vísindaferðin er 1. sept.

  • Skráning inni á nord.is

  • Skráning hefst klukkan 13:37 á miðvikudegi

  • Þarf að vera búið að borga nemendagjaldið til að skrá sig

  • Gerið það með góðum fyrirvara svo að þið getið verið viss um ná að skráð ykkur á fyrstu vísindaferðina, ekki geyma það þar til á seinustu stundu þar sem það getur tekið smá tíma að komast inn á vefsíðuna.

Nýnemakvöld

  • Föstudagur 25.ágúst kl 19:00

  • Gamli garður

  • Verður betur auglýst síðar

Endilega komið inn á þessar síður til þess að fylgjast með:

Facebook grúppa Nörd 2023
Facebook grúppa Nýnema Nörd 2023
Discord

Aðalfundur Nörd og Ödu
Föstudag 22. Mar. 2024 kl. 19:00
Engin skráning
Gamli garður
Sjá viðburð
Lokakeppni Ofurnörd / Aranja vísó
Föstudag 15. Mar. 2024 kl. 18:00
Skráningu lokið
Nóatún 17,105 Reykjavík
Frátekin sæti: 35/40
Sjá viðburð