21. Jan

Vísindaferð til Fjártækniklasans!

Birt þann 21. Jan. 2019 - Hugrún Guðmundsdóttir

My nerds! Þar er vísindaferð núna á fimmtudaginn til Fjártækniklasans!
Texti frá þeim:

Tölvunarfræðinemum er boðið í heimsókn í Fjártækniklasann fimmtudaginn 24. janúar kl. 17. Þar verða fulltrúar frá meðlimum klasans, sem eru af mörgu tagi, frá nýsköpunarfyrirtækjum að stórfyrirtækjum.

Fjártækni er stórt og sívaxandi svið innan upplýsingatækni og má finna mikla flóru tækifæra á þeim vettvangi. Meðal meðlima Fjártækniklasans eru fleiri en 70 fyrirtæki og stofnanir.

Þeir eru staddir á Laugarvegi 77
Skráning á morgun klukkan 13:37
Byrjar 17:00
Búin 19:00

Skíðaferð daginn eftir <3 <3

15. Jan

Vísindaferð til Premis

Birt þann 15. Jan. 2019 - Haraldur Orri Hauksson

Elsku Nördar <3

Næsta föstudag ætlum við að fara að heimsækja Premis! Vísindaferðin byrjar eins og venjulega á slaginu 17:00 og verður til klukkan 19:00 og þá ferjar rúta okkur beinustu leiðina í FÍ salinn í Mörkinni þar sem við munum rústa Tvíund í hinni árlegu Ofurnörd keppni

Við erum með 40 sæti en passið ykkur að vera á slaginu 13:37 á morgun(miðvikudag) til þess að skrá ykkur og komast með! <3

Hlökkum til að sjá ykkur!

8. Jan

ÜBERNÖRD og OFURNÖRD

Birt þann 8. Jan. 2019 - Hugrún Guðmundsdóttir

Jææja!! Það styttist í einn skemmtilegasta viðburð ársins... OFURNÖRD sem verður 16.-19.janúar.

Übernörd verður haldið föstudaginn næsta (11.janúar) í Nördakjallaranum! Við mætum í kjallarann um 19:00 og þá verða litlar keppnir í keppnunum til þess að finna okkar besta fólk. Síðan eftir það þá getum við spilað og spjallað saman! Þannig ef ÞÚ átt eitthvað skemmtilegt spil endilega komdu með það!

Fyrir þau sem vita ekki hvað Ofurnörd er þá er það keppni milli Tvíund (tölvunarfræði í HR) og Nörd(besta nemendafélagið) og í ár þá verður keppt frá miðvikudegi til föstudags!

Miðvikudagur 16.janúar: Mæting klukkan 19:30 á Loft Hostel

 • Spurningakeppni
 • Hinn leikurinn (sem er lýst inná skráningarskjalinu)
 • Foosball
  (ATH BJÓR Í BOÐI)

Fimmtudagur 17.janúar: Mæting klukkan 19:30 í HR

 • Stinger
 • Counter Strike
 • Reiptog
 • Guitar Hero
  (ATH PIZZA Í BOÐI)

Föstudagur 18.janúar: Mæting 19:00 í FÍ salinn*

 • Chug keppni
 • Flip-cup
 • Beer pong
 • Limbó!!
 • Myndbönd!!
  (ATH FJÖR OG PEPP OG BJÓR Í BOÐI)

Við hvetjum alla til að koma og reyna á hæfileika sína og til þess að styðja Nörd áfram í baráttunni!

LOTSOFLOVE <3

8. Jan

Skíðaferð til Akureyrar 25. til 27. janúar

Birt þann 8. Jan. 2019 - Haraldur Orri Hauksson

ENGLISH BELOW

ATH ATH ATH

Joinið eftirfarandi hóp fyrir allar upplýsingar um ferðina

www.facebook.com/groups/343374546485306/

ATH ATH ATH

Enn og aftur er komið að hinnu árlegu skíðaferð til Akureyrar. Við munum fara ásamt FV í geggjaða skíðaferð eftir rétt rúmar tvær vikur. Við erum með dagskrá hlaðna af skemmtun sem að er gróflega svona:

Föstudagur

 • 10:00 Brottför með rútu frá Tæknigarði
 • 13:00 Hádegismatur í Staðarskála
 • 17:00 Vísindaferð í Kalda fyrir alla í FV
 • 19:00 Mæting til Akureyrar á Hafnarstræti Hostel (HHostel)

Laugardagur

 • 09:30 Rúta í fjallið frá HHostel
 • 15:30 Rúta úr fjallinu
 • Ekki útilokað að það verði fleiri ferðir um daginn
 • 17:00 Vísindaferð til Stefnu fyrir Nörd
 • 19:30 FV þrammar saman á Pósthúsbarinn þar við höldum pizzuveislu
 • Partý á Pósthúsbarnum með FV + Stigli, Haxa og Hvarf fram eftir nóttu

Sunnudagur

 • 09:30 Rúta í fjallið frá HHostel
 • 14:00 Rúta úr fjallinu
 • 15:00 Checkout af HHostel
 • 15:15-ish Brottför í bæinn

FV er Nörd, Naglar, Vélin og VIR

Verð fyrir Nörda er 14.500 kr Verð fyrir utanaðkomandi er 16.500kr

En auðvitað þá eru Nördar í forgangi yfir aðra

Innifalið í verðinu

 • Gisting í 2 nætur + rúmföt
 • Rúta fram og til baka
 • Rúta í og úr fjallinu
 • 2 vísindaferðir
 • Pizzaveisla og bjur

Ath. að hægt er að fá morgunmat fyrir 700kr hvern dag - talið við stjórn til að skrá ykkur í það

Til að skrá sig þarf að

 • Skrá sig hér á Nord.is
 • Millifæra á kt. 551087-1589 & rn. 311-26-5587 með HÍ-mailið í skýringu
 • Haka við "Búin að borga" hér inná Nörd síðunni
 • Vera búin að borga fyrir 18. jan kl 12:00 (annars kemur gjaldkerinn á eftir þér)
25. Nóv

Prófbúðir í Formlegum málum!

Birt þann 25. Nóv. 2018 - Hugrún Guðmundsdóttir

Prófbúðir í formlegum málum verða haldin 8-9.desember(laugardag og sunnudag). Enginn annar en Kári Snær Kárason mun kenna þessa tvo daga.

Kári var í námskeiðinu fyrir 2 árum og annst það mjög skemmtilegt og datt mikið inn í efnið og fékk 10 í því.
Hann var svo dæmatímakennari í fyrra, þar sem hann hélt fyrirlestra í tímunum um efnið sem reyndist gríðarlega vinsælt, ásamt því að fara yfir dæmi. Í lok skólaárs hélt hann síðan prófbúðir á vegum skólans sem fólk var mjög ánægt með.

Kári mun leggja áherslu á að gera dæmi af heimadæmum, tímadæmum og prófum, ásamt því að auka skilning með sniðugum aðferðum og pælingum.

Tímarnir verða svona:
Laugardag 8.des: 09:00-14:30
Sunnudag 9.des: 09:00-14:30

Það er skráning á námskeiðið hérna og kostar 6000 kr inn sem verður rukkað við mætingu.

Staðsetning!!
Stofa V-157 í VR-II.