5. Maí

Hold the phone! Ein vísó í viðbót?!

Birt þann 5. Maí. 2019 - Ástráður Stefánsson

Halló halló! Það er ein vísindaferð í boði í viðbót. Við lofum að þetta verður sú síðasta á önninni!

Í þetta sinn erum við boðin í HR þann 10. maí til að kynnast meistaranáminu þeirra í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði og máltækni, og jafnframt rannsóknarsetri við tölvunarfræðideild HR.

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér meistaranám á íslandi áður en sullað er í sig á próflokadjammi Nörd!

16:30 ------------> Hittast í stofu V206, stutt kynning, skipt í 20 manna hópa.
16:45 ------------> Stöðvakynningar, ca. 10 mínutur hver stöð
17:30 ------------> Aftur í stofu V206 í veitingar og spjall
18:30/19:00 -> Rútur niður í bæ fyrir nemendur!

Það eru 15 laus pláss en hugsanlega bætast við fleiri.
Vegna prófa þá ætlum við að byrja skráninguna á þriðjudaginn klukkan 17.37 og ljúka henni klukkan 16.00 á fimmtudaginn!


Hold the phone! One more supplement?!

This time we are invited to HR on May 10 to get acquainted with their master's program in computer science, software engineering and language technology, as well as a research center at the School of Computer Science.

This is an ideal opportunity for those who want to get acquainted with the Master's degree program in Iceland before getting involved in testlocadjammi Nörd!

16:30 -------------> Meet in living room V206, short presentation, divided into 20 people groups.
16:45 -------------> Stopwatching, approx. 10 minutes each station
17:30 -------------> Back to living room V206 in catering and chat
18: 30/19: 00 -> Buses down town for students!

There are 15 available spaces but more may be added. Due to testing we will start the registration on Tuesday at 17.37 and finish it at 4pm on Thursday!

Atburður: Fös 10. Maí kl. 16:30:00

Skráning

Skráning Hefst: Þri 7. Maí kl. 17:37:00

Skráning Lýkur: Fim 9. Maí kl. 16:00:00

Sætafjöldi: 15

Laus sæti: 15

Á biðlista: 0