23. Okt

Halloween vísó í Opin Kerfi!

Birt þann 23. Okt. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Hvenær: 17:00 næsta föstudag

Hvar: Höfðabakka 9, 110 Reykavík

Sæti: 50 nördar

Dresscode: Búningur ekki skilyrði en það er pepp

Hvert svo?: Rúta bent í Halloween party FV

Opin kerfi hafa starfað frá 1985 og er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf og innleiðingu rekstrar-, skýja- og hýsingarlausna ásamt sölu á tölvu- og samskiptabúnaði.

16. Okt

Skráning í Gangverk

Birt þann 16. Okt. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Hér fer fram skráningn í vísindaferð til Gangverk

16. Okt

Skráning í veðurstofuna

Birt þann 16. Okt. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Skráning í veðurstofuna fer fram hér.

16. Okt

Double trouble næsta föstudag! Gangverk/Veðurstofan

Birt þann 16. Okt. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Næsta föstudag verður val um tvær vísindaferðir. Hinsvegar til hugbúnaðarfyrirtækisins Gangverk sem býr til geggjað kúl öpp og hisvegar frábrugðin og mega spennandi vísindaferð til veðurstofunnar! en þið ættuð vonandi öll að vita hvað fer fram þar.

Gangverk er staðsett í Guðrúnartúni 8, 105 Reykjavík, önnur hæð til hægri og þar fáum við einnig 30 sæti!

Veðurstofan er staðsett á Bústaðavegi 7-9, 108 Reykjavík og 60 sæti eru í boði.

Bæði fyrirtækin bjóða upp á nægar veitingar og alskyns gúmmelaði, en það verður ekki boðið upp á áfenga drykki í veðurstofunni, en fólki er velkomið að taka með sér sjálft!

Báðar ferðinar byrja stundvísilega kl 17:00 og það er stranglega bannað að vera skráður í báðar er skráningu lýkur kl 13:00 á föstudaginn!

Það verða sér síður fyrir skráningu í hvora ferðina fyrir sig.

Eftir ferðinar verður rúta sem kemur í veðurstofuna og skutlar okkur niðrí bæ, þar sem að gangverk er rétt hjá hlemm verður labbað þaðan og við hittumst á Loftinu!

10. Okt

Kynningarfundur FT og ST

Birt þann 10. Okt. 2017 - Stella Rut Guðmundsdóttir

Félag tölvunarfræðinga (FT) og Stéttarfélag tölvunarfræðinga (ST) ætla að vera með kynningu á starfsemi félaganna fyrir nemendur í tölvunarfræði.

Fjallað verður um hluti eins og kjarakönnunina, upphafslaun, réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Einnig verður talað um tengslanet tölvunarfræðinga.

Þetta hentar vel fyrir alla sem eru að fara útskriftast en allir eru velkomnir.

Boðið verður upp á samlokur og gos.

Hvar? Húsi verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9

Hvenær? Fimmtudaginn 26. október 2017, kl. 16.30