20. Nóv

Seinasta vísó ársins í Verkís!

Birt þann 20. Nóv. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Verkís er elsta verkfræðistofa landsins en hjá Verkís starfa yfir 320 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis.

Höfuðstöðvar Verkís eru í Reykjavík en að auki rekur Verkís fimm útibú á níu starfsstöðvum víða um land. Þær eru að finna á: Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Ísafirði, Patreksfirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum og Selfossi.

Vísindaferðin verður í Ofanleiti 2 en 50 sæti verða í boði.

Mæting er stundvíslega kl 17:00 en skráning hefst á miðvikudaginn kl 13:37

13. Nóv

Tölvuleikjakvöld á Fredda!

Birt þann 13. Nóv. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Í stað hefðbundinnar vísindaferðar næsta föstudag ætum við að fara saman á Fredda!

Frá kl 18:00 - 20:00 verður sannkölluð nördaveisla.

Freddi er spilastofa/arcade í miðbæ reykjarvíkur (á móti prikinu) og bjóða þeir meðal annars upp á fimm pinball vélar, Donkey Kong, Ms. Pac-Man, multi-box með fyrir 2000 leikjum og fleira.

Við munum hafa aðgang að öllum arcade vélum niðri og uppi á 2. hæð, aðgang að þrem PS4 tölvum 8 fjarstyringum, PS1 og PS2, Sega Mega, N64 og Game Cube í fjórum herbergjum.

Það er hægt að koma með sitt eigið áfengi en nörd mun skaffa uppá Tuborg green OG Somersby á meðan brigðir endast.

Meðal annars verða tournaments í mario kart og tekken en nánari "dagskrá" kemur seinna. Ef að þig langar að halda keppni í öðrum leik, tjekkaðu hvort að hann sé til og hafðu samband við okkur!

Við verðum með allann staðinn útaf fyrir okkur og allir í nörd eru velkomnir og það verður engin skráning á viðburðinn, allir velkominir :D

12. Nóv

Star Wars: The Last Jedi

Birt þann 12. Nóv. 2017 - Kári Snær Kárason

Það kannast líklega einhverjir nördar við Star Wars bíómyndirnar sem hafa verið á allra vörum síðan miðvikudaginn 25. Maí 1977.

Við fáum að sjá nýjustu myndina The Last Jedi á undan öllum öðrum 2 dögum fyrir frumsýningu ásamt vinum okkar í Tvíund.

Við mætum galvösk miðvikudaginn 13 Desember 2017 kl. 19:00 í Sambíóin Egilshöll!

Miðaverið er 1500 kr sem er gjöf en ekki gjald fyrir þessa lífsreynslu! Innifalið í verðinu er miðinn ásamt mið poppi og mið gosi. Hver nördi getur keypt tvo miða og þá endilega merkja við í skráningunni "Ég vil 2 miða"

Taktu daginn frá því að það eru EINUNGIS 80 miðar í boði, fyrstur kemur, fyrstur fær. Skráningin hefst á þriðjudaginn 14. Nóvember kl 13:37!

Greiða þarf fyrir miðana fyrir 2. des með því að millifæra/ AUR-a 1500kr með skýringuna Star Wars.

Millifæra:

Kt: 551087-1589, Rn: 311-26-5587

AUR:

123 865 6813

Trúðu mér þegar að ég segi að þú viljir ekki missa af þessu.

6. Nóv

Tvöfalt fjör á föstudaginn!

Birt þann 6. Nóv. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Næsta föstudag verða tvær vísindaferðir, en önnur þeirra verður svokölluð "forgangsvísó" sem þýðir að aðeins nemendur á efra ári en 1. hafa forgang í ferðina.

Í forgangsvísindaferðum fá nördar tækifæri til þess að kynnast starfsemi fyrirtækisins enn betur og jafnvel spyrja starfsmenn þess út í þaula hvað varðar allt á milli himins og tölvu.

25 "forgangs-nördar" fá tækifærið til þess að heimsækja Sabre Airline Solutions

Lesiði allt um Sabre og skráið ykkur í vísó hér!

Fyrir alla er svo auðvitað önnur vísindaferð í boði og við sjáum til þess að enginn verði skilinn útundan og bjóðum því uppá 50 sæta vísindaferð til Trackwell.

Lesiði allt um Trackwell og skráið ykkur í vísó hér!

6. Nóv

Skráning í Trackwell

Birt þann 6. Nóv. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Trackwell hf hefur frá stofnun árið 1996, sérhæft sig í hugbúnaðargerð með sérstakri áherslu á lausnir tengdar fjarskiptum og staðsetningatækni. Trackwell hefur þróað þjónustu sem kallast Trackwell Forðastýring. Hugtakið forðastýring er þýðing á Mobile Resource Management (MRM) og stendur fyrir kerfi sem innifelur verkferla til þess að hafa eftirlit með og stýra notkun forða – hver er að gera hvað á hverjum tíma, hvar og hvernig.

Spennandi!

Trackwell er staðsett á Laugarvegi 178, og að sjálfsögðu byrjar ferðin á slaginu 17:00. Skráning hefst kl 13:37 næsta miðvikudag.