4. Nóv

Vísindaferð til Gangverk

Birt þann 4. Nóv. 2019 - Ástráður Stefánsson

Yndislegu og frábæru ljúfu Nördar.

Þá er komið að næstu vísindaferð en það er fyrirtækið Gangverk sem ætlar að taka á móti okkur og kynna okkur fyrir sér. Gangverk þróaði til að mynda Sling en fyrirtækið hefur einnig unnið að ráðgjöf, þróun og hönnun hugbúnaðarlausna fyrir fyrirtæki á borð við CBS fréttaveituna, Marel og Össur.

Það verður engin skrýtin skráning þetta skiptið heldur einfaldlega hefðbundna og þægilega formið.

 1. Skráning hefst 13:37 á miðvikudaginn.
 2. klárast klukkan 13:00 á föstudaginn
 3. Mæting í Borgartún 29 klukkan 17:00.
 4. Rúta kemur síðan og sækir okkur klukkan 19:00 og skutlar okkur rakleiðis í bæinn.

Peace out!

30. Okt

VÍSÓ TIL KÖBEN WOOP

Birt þann 30. Okt. 2019 - Ástráður Stefánsson

Skráning í vísó til Köben var að byrja! Say what?

Innifalið í ferðinni er:

 1. Flug fram og til baka með Icelandair ásamt innritaðri tösku og handfarangri
 2. Rúta til og frá flugvelli og rúta í vísindaferð
 3. Vísindaferð í Subit hugbúnaðarfyrirtæki
 4. Gisting á 4 LÚXUS Hosteli

Einnig verður dúndur dagskrá á laugardeginum skipulögð af yours truly Ástráður Stefánsson en hann tekur sæti fararstjóra þessarar ferðar. Núna er verðið 74.990kr fyrir pláss í 6 manna herbergi og það tilboð gildir til 1. nóvember.

Það er því um að gera að byrja að skrá sig í vikunni en við skráningu þarf eingöngu að greiða 20.000kr og svo þarf bara að greiða restina 8 vikum fyrir ferðina. Nánar tiltekið í kringum mánaðarmótin des/jan.

Smelltu hér til að skrá þig!

Við viljum nýta tækifærið og minna á að ef þið skráið ykkur í Lífsverk lífeyrissjóðinn þá getið þið skráð ykkur á formið okkar hér En Lífsverk styrkir þá sem skrá sig um 5000kr ef þið óskið þess!

22. Okt

Árshátíð Nörd 2019!

Birt þann 22. Okt. 2019 - Ásdís Erla Jóhannsdóttir

ÞÁ ER LOKSINS KOMIÐ AÐ ÞVÍ

Félagar Nörd munu koma saman og skemmta sér konunglega í tilefni þess að við erum öll geggjuð og best!!

Árshátíð Nörd verður haldin næstkomandi laugardag, 26. október. Húsið mun opna 18:00 og byrjum við á því að skella í okkur einum fordrykk og síðan tekur við þriggja rétta máltíð kl 19:00. Happdrættið og árshátíðarmyndbandið verður auðvitað á sínum stað og DJ Vala mun síðan trylla lýðinn! Síðan förum við samferða niður í bæ á glæsikerrum!

Þemað í ár er space þema en ekki er skylda að mæta í stíl við þemað ;)

ATH! aðeins er fordykkur í boði og minnum við fólk á að mæta með sitt eigið áfengi!

 • Verð fyrir Nörda: 6000kr
 • Verð fyrir aðra: 8000kr

Takið daginn frá því þetta er skemmtilegasti viðburður ársins!

Opnunartímar í miðasölu, en hún er haldin niðri í Nördakjallaranum (kjallara Endurmenntunar):

 • Miðvikudagur 10:00-16:00
 • Fimmtudagur 10:00-16:00
 • Föstudagur 10:00-11:30

Við tökum við pening en einnig er hægt að millifæra eða borga með Aur!

Ath! Ekki verður hægt að kaupa miða eftir klukkan 11:30 á föstudaginn!

14. Okt

DOUBLE VÍSINDAFERÐ TRIPICAL -> NOVA

Birt þann 14. Okt. 2019 - Ástráður Stefánsson

Góðan og blessaðan daginn kæru Nördar!

Já þið lásuð rétt! TVÖFÖLD VÍSINDAFERÐ! Fyrir reglur double vísó lesið neðst

Næsta föstudag verður sannkölluð partývísó en þá ætlum við að skella okkur til fyrirtækjanna Tripical og Nova. Þessi tvö fyrirtæki eru þekkt fyrir gott stuð og skemmtilegheit!

Fyrir þá sem ekki vita þá er Tripical ferðaskrifstofa sem að meðal annars er að hjálpa okkur að skipuleggja vísindaferð ársins til útlanda! Þau ætla að gefa okkur smá kynningu á því sem þau hafa uppá að bjóða og bjóða okkur upp á drykki. Það verður hinsvegar enginn matur í boði! :S

Við látum það ekki á okkur fá því á leiðinni frá Tripical getum við stoppað og pikkað upp bensín (= snarl) og haldið beint í Nova þar sem verður dansað og skemmt sér ásamt Félagi Verkfræðinema. Að auki verður happdrætti og eru Nova ávallt með svakalegann vinning. Rútur koma síðan til Nova og skutla okkur beinustu leið niður í bæ.

Mæting föstudaginn klukkan 16:30, Borgartún 8 - 105 RVK.

LESIÐ REGLUR DOUBLE VÍSÓ

 1. Skráðu þig í Tripical vísó!
 2. Þau sem skrá sig í Tripical fá forgang í Nova vísó.
 3. Ef þú ætlar í Nova vísó MERKTU ÞIG með aukaskráningunni (ég vil fara í Nova)
 4. SKEMMTA SÉR!

Ef þú kemst ekki inn þegar skráningin opnar. Ekki örvænta! Smelltu þér á biðlistann og skráðu hvort þú viljir fara í Nova eða ekki. Það verður síðan haft samband við þig á föstudaginn ef þú komst inn allavega í Nova ferðina.

Þau hinsvegar sem vilja ekki fara í Nova eftir Tripical fá glaðning frá Tripical en það er EINN HEILL frír bjór á Hamborgarafabrikkunni með máltíð þar ef þið segist hafa verið í Tripical vísó.

TL;DR

Double vísó, LESTU REGLURNAR, ef þú vilt ekki fara til Nova farðu á brikkuna í burger og bjór (1 frír bjór og Codeword: Tripical)

7. Okt

Verkís vísindaferð!

Birt þann 7. Okt. 2019 - Ástráður Stefánsson

Jæja það er allt sett á fullt og engar bremsur og við höldum vísindaferðunum áfram.

Í þetta skiptið ætlum við að heimsækja Verkís en Verkís er verkfræðistofa sem hefur frá upphafi verið í fararbroddi við hönnun vatnsaflsvirkjana og hafa fengið viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki núna 7 ár í röð. Þau búa einnig að góðri reynslu af hönnun fjarskiptakerfa fyrir virkjanir og orkuflutning, bæði innanlands og utan.

Eftir ferðina ætlum við síðan að skemmta okkur saman fram eftir á Curious en við höfum ákveðið að splæsa í eins og einn kút með!!

Verkís eru til húsa í Ofanleiti 2, 103 rvk eða við hliðina á Versló. Eins og vanalega þá hefst skráningin á miðvikudaginn klukkan 13:37 og mæting í Ofanleiti 2 á föstudaginn klukkan 17:00 rúturnar taka okkur síðan í bæinn klukkan 19:00!