22. Jan

UTmessan 2-3 febrúar

Birt þann 22. Jan. 2018 - Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir

Haallló öll!

UTmessan verður haldinn 2.-3. febrúar næstkomandi í Hörpu. Háskóli Íslands er einn af aðalþátttakendum UTmessunnnar og býður háskólinn 10 Nördameðlimum að fara!

Skráning hefst þriðjudaginn 23. janúar kl 13:37

!!!! VIÐ SENDUM NAFNALISTANN SNEMMA Á FÖSTUDAGSMORGUN 26. JANÚAR !!!!

Ráðstefnudagskráin er hér

! Á laugardeginum er UTmessan opin almenningi og ókeypis inn. Þá verður HÍ með Silfurberg sem sýningarsvæði og einnig Hönnunarkeppni HÍ

16. Jan

Skíðaferð til AK 26 - 28 janúar !!!

Birt þann 16. Jan. 2018 - Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir

Nú er komið að hinni árlegu & víðfrægu skíðaferð til Akureyrar!!

Það eru ekki nema 10 dagar í þessa snilld, gróf dagskrá hljóðar svo:

Föstudagur

 • 10:00 Brottför með rútu frá Tæknigarði
 • 17:00 Vísindaferð í Kalda fyrir alla í FV*
 • 19:00 Mæting til Akureyrar á HHostel**

Laugardagur

 • 09:30 Rúta í fjallið
 • 15:30 Rúta úr fjallinu
 • Mögulega fleiri ferðir þarna á milli
 • 16:50 Rúta í vísó
 • 17:00 Vísó í Stefnu fyrir alla í Nörd
 • Pizzaveisla FV á HHostel
 • Partý á Pósthúsbarnum

Sunnudagur

 • 09:30 Rúta í fjallið
 • 14:00 Rúta úr fjallinu
 • 15:00 Check-out frá HHostel
 • 15:00(ish) Brottför heim

_FV = Nörd, Naglar, Vélin, Vír
*_HHostel = Hafnarstræti Hostel

Verð fyrir Nörda eru 13.500 kr.

Verð fyrir utanaðkomandi eru 15.500 kr.

En að sjálfsögðu eru Nördar í forgangi!

Innifalið í verðinu:

 • Gisting í 2 nætur + rúmföt (geggjað)
 • Rúta fram og til baka
 • Rúta í fjallið + vísó
 • 2 vísindaferðir
 • Pizzaveisla

Til að fá að fara með þarftu að:

 • Skrá þig á skráningarlistann hér
 • Millifæra á kt. 551087-1589 & rn. 311-26-5587
 • Setja HÍ mailið þitt í skýringu
 • Haka svo við "Búin að borga!" hér
 • Verður að vera búin að borga fyrir mán 22. jan kl. 12:00
15. Jan

Tölvuleikjakvöld á Fredda!

Birt þann 15. Jan. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Seinasta kvöldið á Fredda heppnaðist svo vel að við viljum endurtaka leikinn næsta föstudag.

Við verðum með salinn frá kl 18:00 - 20:00 en eftir það er möguleiki á að leigja herbergin áfram á 1000kr per herbergi :D

Freddi er spilastofa/arcade í miðbæ reykjarvíkur (á móti prikinu) og bjóða þeir meðal annars upp á fimm pinball vélar, Donkey Kong, Ms. Pac-Man, multi-box með fyrir 2000 leikjum og fleira.

Við munum hafa aðgang að öllum arcade vélum niðri og uppi á 2. hæð, aðgang að þrem PS4 tölvum 8 fjarstyringum, PS1 og PS2, Sega Mega, N64 og Game Cube í fjórum herbergjum.

Við verðum með allann staðinn útaf fyrir okkur og allir í nörd eru velkomnir og það verður engin skráning á viðburðinn, allir velkominir :D

P.S BYOB (Bring Your Own Beer)

9. Jan

Vísó til Icelandair á fimmtudaginn!

Birt þann 9. Jan. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Svo að ykkur leiðist alveg örugglega ekki í byrjun annarinnar þá verður önnur vísindaferð þessa viku.

Við kíkjum í heimsókn til Icelandiar næsta fimmtudag milli 17 og 19 í húsakynnum þeirra við Nauthólsveg 50, 101 Reykjavík.

Skráning hefst á morgun klukkan 12:37 ATH skráningin er klts fyrr en skráning í REON og verður bara í rúmann sólarhring. leyfilegt er að skrá sig í báðar ferðir.

8. Jan

*Fyrsta vísindaferð annarinnar!

Birt þann 8. Jan. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Gleðilegt nýtt ár og velkomin aftur í skólann!

Fyrsta vikan byrjar með pompi og prakt með vísindaferð á föstudaginn og 30 ára afmæli nörd á laugardaginn!

Við ætlum í heimsókn til Reon sem er spennandi íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki.

Reon er til húsa í Borgartúni 27. og byrjar ferðin stundvísislega kl 17:00 og verður til kl 20:00. Eftir ferðina verður síðan rúta á stúdentakjallarann beint í þrennupartí SHÍ

Skráning í Reon fer fram á miðvikudaginn kl: 13:37

Síðan er hægt að tryggja sér miða á 30 ára afmæli nörd sem verður frábært tækifæri til þess að efla tengslanetið!!! og djamma.