12. Nóv

Star Wars: The Last Jedi

Birt þann 12. Nóv. 2017 - Kári Snær Kárason

Það kannast líklega einhverjir nördar við Star Wars bíómyndirnar sem hafa verið á allra vörum síðan miðvikudaginn 25. Maí 1977.

Við fáum að sjá nýjustu myndina The Last Jedi á undan öllum öðrum 2 dögum fyrir frumsýningu ásamt vinum okkar í Tvíund.

Við mætum galvösk miðvikudaginn 13 Desember 2017 kl. 19:00 í Sambíóin Egilshöll!

Miðaverið er 1500 kr sem er gjöf en ekki gjald fyrir þessa lífsreynslu! Innifalið í verðinu er miðinn ásamt mið poppi og mið gosi. Hver nördi getur keypt tvo miða og þá endilega merkja við í skráningunni "Ég vil 2 miða"

Taktu daginn frá því að það eru EINUNGIS 80 miðar í boði, fyrstur kemur, fyrstur fær. Skráningin hefst á þriðjudaginn 14. Nóvember kl 13:37!

Greiða þarf fyrir miðana fyrir 2. des með því að millifæra/ AUR-a 1500kr með skýringuna Star Wars.

Millifæra:

Kt: 551087-1589, Rn: 311-26-5587

AUR:

123 865 6813

Trúðu mér þegar að ég segi að þú viljir ekki missa af þessu.

6. Nóv

Tvöfalt fjör á föstudaginn!

Birt þann 6. Nóv. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Næsta föstudag verða tvær vísindaferðir, en önnur þeirra verður svokölluð "forgangsvísó" sem þýðir að aðeins nemendur á efra ári en 1. hafa forgang í ferðina.

Í forgangsvísindaferðum fá nördar tækifæri til þess að kynnast starfsemi fyrirtækisins enn betur og jafnvel spyrja starfsmenn þess út í þaula hvað varðar allt á milli himins og tölvu.

25 "forgangs-nördar" fá tækifærið til þess að heimsækja Sabre Airline Solutions

Lesiði allt um Sabre og skráið ykkur í vísó hér!

Fyrir alla er svo auðvitað önnur vísindaferð í boði og við sjáum til þess að enginn verði skilinn útundan og bjóðum því uppá 50 sæta vísindaferð til Trackwell.

Lesiði allt um Trackwell og skráið ykkur í vísó hér!

6. Nóv

Skráning í Trackwell

Birt þann 6. Nóv. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Trackwell hf hefur frá stofnun árið 1996, sérhæft sig í hugbúnaðargerð með sérstakri áherslu á lausnir tengdar fjarskiptum og staðsetningatækni. Trackwell hefur þróað þjónustu sem kallast Trackwell Forðastýring. Hugtakið forðastýring er þýðing á Mobile Resource Management (MRM) og stendur fyrir kerfi sem innifelur verkferla til þess að hafa eftirlit með og stýra notkun forða – hver er að gera hvað á hverjum tíma, hvar og hvernig.

Spennandi!

Trackwell er staðsett á Laugarvegi 178, og að sjálfsögðu byrjar ferðin á slaginu 17:00. Skráning hefst kl 13:37 næsta miðvikudag.

6. Nóv

Skráning í Sabre Airline Solutions!

Birt þann 6. Nóv. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Sabre Airline Solutions hefur verið til í um það bil 7 ár og áður var fyrirtækið kallað Calidris. Sabre er tæknifyrirtæki sem starfar í tæknigeira flugtækni heimsins, og hefur það byggt og stjórnað eigin forritum sem notaðar eru af flugfélögum um allan heim.

Ástæðan fyrir að Sabre gæti verið áhugavert fyrirtæki fyrir tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinemendur er vegna þess að meirihluti kóðans sem notað er, er skrifaður Java en einnig nota þau sitt eigið forritunarmál ásamt mörgum nýjum vinsælum forritunarmálum sem notuð eru í spennandi verkefnum.

Sabre er staðsett í Vesturhlíð 7, 105 Reykjavík, skráning hefst kl 13:37 næsta miðvikudag og byrjar ferðin að vana stundvísislega kl 17:00 á föstudaginn og það eru 25* sæti í boði!

30. Okt

Vísó í Credit Info!

Birt þann 30. Okt. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Næsta föstudag förum við til Creditinfo!

Creditinfo er leiðandi upplýsinga- og þjónustufyrirtæki, sem sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga, fjölmiðlavöktun og ráðgjöf á áhættumati og áhættustýringu fyrirtækja ásamt því að reka einn stærsta gagnabanka landsins.

Creditinfo er íslenskt fyrirtæki með starfsemi í 4 heimsálfum og með um 400 starfsmenn, þar af 50 snillinga á íslandi sem allir eru yfir meðallagi góðir í pílu og foosball.

Við fáum 50 sæti og þeir lofa góðum mat, víni og miklu fjöri!

Mæting stundvísislega kl 17:00 í Höfðabakka 9 110 Rvk – 3 Hæð. (fyrir glögga þá er þetta sama hús og við vorum í síðasta föstudag) Skráning hefst að vana kl 13:37 á miðvikudaginn! Ekki láta þig vanta :D