14. Maí

Ísskápastríð whatup?!

Birt þann 14. Maí. 2019 - Ástráður Stefánsson

Stöð 2 eru að taka upp Ísskápastríð með Evu Laufey og Gumma Ben þann 24. maí.

Þau vildu endilega bjóða okkur að koma sem gestir í sal. Boðið verður upp á pizzur og bjór fyrir tökur og á meðan hléi stendur.

Mæting er klukkan 17:30 að Krókháls 6 (stúdíó 6) föstudaginn 24. maí og að sjálfsögðu eru makar velkomnir!

Skráningin hefst strax en það eru ekki takmörkuð sæti víst! Hinsvegar þá lýkur skráningu 17. maí sökum þess að stöð 2 þarf fjöldatölu frá okkur 18. maí :D

Fyrir þá sem ekki þekkja þá er Ísskápastríð trailer hérna

5. Maí

Hold the phone! Ein vísó í viðbót?!

Birt þann 5. Maí. 2019 - Ástráður Stefánsson

Halló halló! Það er ein vísindaferð í boði í viðbót. Við lofum að þetta verður sú síðasta á önninni!

Í þetta sinn erum við boðin í HR þann 10. maí til að kynnast meistaranáminu þeirra í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði og máltækni, og jafnframt rannsóknarsetri við tölvunarfræðideild HR.

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér meistaranám á íslandi áður en sullað er í sig á próflokadjammi Nörd!

16:30 ------------> Hittast í stofu V206, stutt kynning, skipt í 20 manna hópa.
16:45 ------------> Stöðvakynningar, ca. 10 mínutur hver stöð
17:30 ------------> Aftur í stofu V206 í veitingar og spjall
18:30/19:00 -> Rútur niður í bæ fyrir nemendur!

Það eru 15 laus pláss en hugsanlega bætast við fleiri.
Vegna prófa þá ætlum við að byrja skráninguna á þriðjudaginn klukkan 17.37 og ljúka henni klukkan 16.00 á fimmtudaginn!

9. Apr

Vísindaferð til Tern! Síðasta vísó annarinnar.

Birt þann 9. Apr. 2019 - Ástráður Stefánsson

Góðan og blessaðan daginn kæru Nördar!

Þessi vísindaferð er með smá catch en það má lesa um neðar.

Næsta föstudag ætlum við að fara að heimsækja Tern Þau eru staðsett í Hlíðarsmára 15, Kópavogi. Vísindaferðin byrjar eins og venjulega á slaginu 17:00 og verður til klukkan 19:00 og þá höldum við saman í miðbæinn og fjölmennum Hressó.

The Catch: Í þessa vísindaferð hafa 3. og 2. árs nemar forgang fram yfir 1. árs nema. Ef við sjáum einhverja 3. eða 2. árs nema á biðlistanum og 1. árs nema skráða inn þá eigum við eftir að færa eitthvað til.

Hlökkum annars til að sjá ykkur!

Edit: Barananas breytt í Hressó

31. Ágú

♥♥ Velkomin á nýju nörd síðuna! ♥♥

Birt þann 31. Ágú. 2015 - Tryggvi Gylfason

Loksins, loksins er nýja síðan komin í loftið eftir mikla vinnu og baráttu við vonda hakkara.

Enn er margt sem á eftir að fínstilla þannig að ef þið rekist á einhverja hnökra endilega látið mig vita. trg8@hi.is

Fítusar á síðunni:

  • Setja inn prófíl mynd á sína síðu.
  • Frétt og skráning í fréttina eru nú á sömu síðu (yay!).
  • Betri leit að meðlimum Nörd.
  • Myndaalbúm úr félagslífinu.