23. Mar

AÐALFUNDUR NÖRD

Birt þann 23. Mar. 2018 - Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir

Hæhó og velkomin á fætur kæru Nördar!

Föstudaginn 6. apríl er komið að AÐALFUNDINUM OKKAR ALLRA! Á honum gerum við eftirfarandi (í þessari röð):

 1. Skýrsla og ársreikningur stjórnar
 2. DJAMMA
 3. Fara yfir lagabreytingatillögur
 4. BORÐA
 5. Kjósa í nýja stjórn
 6. DJAMMA
 7. Kjósa í nefndir
 8. DJAMMA

Við ætlum að byrja þessa snilld kl. 18:00 í Sal Sjálfstæðisflokksins, Austurströnd 3, Seltjarnarnesi.

Kosið verður í eftirfarandi embætti (stjórn):

 • Formaður
 • Ritari
 • Gjaldkeri
 • Skemmtanastjóri
 • Hagsmunafulltrúi nemenda

Kosið verður í eftirfarandi embætti og nefndir (miðstjórn):

 • Lénsherra
 • Alþjóðafulltrúi
 • Hirðljósmyndarar (2)
 • Íþróttafulltrúi
 • Formaður myndbandanefndar
 • Formaður útskriftarnefndar
 • Samfélagsmiðill
 • Skemmtinefnd (2-3)
 • Kynningarnefnd (2)

Í lögum Nörd er hægt að sjá nánari lýsingar á embættunum og nefndirnar (5 gr.).

Frambjóðendur þurfa að tilkynna um framboð amk. 3 dögum fyrir aðalfund, ss. til miðnættis 3. apríl. Það er gert með því að senda framboð (fullt nafn og embætti) á ft@hi.is.
Ef þú vilt senda inn lagabreytingatillögu(r) hefuru líka til miðnættis 3. apríl. Þá sendið þið póst á ft@hi.is með tillögu að skýrri lagabreytinu / lagaviðbót og fullu nafni (aðeins félagsmenn).

Allir í tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræði eru velkomnir á fundinn!
Einungis meðlimir Nörd geta boðið sig fram og greitt atkvæði!
Þeir sem komast ekki á fundinn en vilja samt kjósa geta kosið utankjörfundar.

UNTIL NEXT TIME, ADIOS

19. Mar

Forgangsvísó í Tern!

Birt þann 19. Mar. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Næsta föstudag verður forgangsvísindaferð til Tern.

Forgangsvísó þýðir að þeir sem eru á öðru ári eða meira fá forgang í ferðina. Þeir sem eru í forgang þurfa að merkja sjálfir að þeir séu í forgang. Það verða 40 sæti í boði og því ef þið eruð á 1. ári þá eru alveg líkur á það þið komist þrátt fyrir forganginn!

Tern Systems er partur af Isavia en þeir smíða meðal annars hugbúnað til að fylgjast með og stjórna flugumferð.

Mæting klukkan 17:00

Tern er í Hlíðasmára 15.

13. Mar

Tvöföld vísindaferð á föstudaginn! Origo og Miracle

Birt þann 13. Mar. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Við ætlum í heimsókn til tveggja fyrirtækja næstkomandi föstudag.

Annnars vegar er það tæknifyrirtækið Origo sem varð til þegar Nýherji, TM Software og Applicon sameinuðust í janúar á þessu ári!

Þeir eru gríðarlega stórir í upplýsingatækniheiminum og því um mikið af atvinnu í boði!

50 sæti í boði og skráning fer fram -> hér

Hins vegar förum við til fyrirtækisins Miracle.

Hjá miracle starfa ráðgjafar sem hafa reynslu í vélbúnaði, hugbúnaði, viðskiptakerfum og netbúnaði. Þeirra hlutverk er að veita fyrirtækjum á ýmsum sviðum þjónustu, svo sem í bankageira, flugrekstri, opinbera geiranum og heilbrigðisstofnunum.

30 sæti í boði og skráning fer fram -> hér

13. Mar

Skráning í Miracle

Birt þann 13. Mar. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Mæting kl 17:00 í Kringluna 7, 103 rvk

13. Mar

Skráning í Origo

Birt þann 13. Mar. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Hér fer fram skráning í Orgio vísíndaferðina.

Mæting kl 17:00 í Borgartún 37, 105 rvk.