9. Jan

Skíðaferð Nörd!

Birt þann 9. Jan. 2020 - Ásdís Erla Jóhannsdóttir

Þá er loksins komið að því, skíðaferð Nörd verður haldin helgina 24. - 26. janúar og ætlum við Nördar að fjölmenna til Akureyrar og skemmta okkur konunglega saman! Vélin, VIR og Naglar eru að fara í ferðina með okkur ásamt fleiri félögum en við munum gista með vinum okkar í Vélinni á Hafnarstræti Hostel, eða podhostelinu! Það verða ferðir til og frá fjallinu á laugardeginum og sunnudeginum og pizzaveisla og partý fram eftir nóttu á laugardeginum með hinum félögunum í FV 💥💥

Ferðin kostar 14.500kr (eða 9.500kr, sjá neðar*) fyrir meðlimi Nörd og innifalið í því er:

 • Rúta til og frá Akureyri
 • Rúta til og frá Hlíðarfjalli á laugardeginum og sunnudeginum
 • Gisting á Hafnarstræti Hostel
 • Vísindaferð til Kalda brugghúss og Stefnu
 • Domino's pizzaveisla og frír bjór á Pósthúsbarnum á laugardeginum

Skráning hefst mánudaginn 13. janúar klukkan 13:37 og eru 44 sæti laus í ferðina!

Hér er síðan dagskráin fyrir helgina:

Föstudagur

 • 10:00 Mæting í Tæknigarð (Dunhaga 5)
 • 10:30 Lagt af stað til Akureyrar
 • 13:00 Hádegismatur í Staðarskála
 • 17:00 Vísindaferð í Kalda fyrir alla í FV
 • 19:00 Mæting til Akureyrar á Hafnarstræti Hostel (HHostel)

Laugardagur

 • 09:30 Rúta í fjallið frá HHostel
 • 15:30 Rúta úr fjallinu - Ekki útilokað að það verði fleiri ferðir um daginn
 • 17:00 Vísindaferð til Stefnu fyrir Nörd
 • 19:30 Domino's pizzaveisla og partý á Pósthúsbarnum með FV fram eftir nóttu

Sunnudagur

 • 09:30 Rúta í fjallið frá HHostel
 • 14:00 Rúta úr fjallinu
 • 14:45 Checkout af HHostel
 • 15:00 Brottför í bæinn

GREIÐSLUUPPLÝSINGAR

Til að greiða fyrir skíðaferðina er annaðhvort hægt að Aura á okkur á númerið 1237822536 eða leggja inn á okkur: Kt. 551087-1589 og reikningsnúmer 311-26-5587 (setjið símanúmer í skýringu!!!). Einnig er hægt að borga með pening, megið senda einhverjum í stjórninni skilaboð á facebook (eða Nörd HÍ síðunni) svo þið getið hitt á okkur niðrí Nörd!

*Við ætlum að bjóða þeim sem skrá sig í Lífsverk að fá skíðaferðina 5000kr ódýrari, eða á 9500kr. Þið getið kynnt ykkur sjóðinn og hvað aðild að honum felur í sér á heimasíðunni þeirra!

Við skráningu í sjóðinn þarf að fylgja skírteini frá nemendaskrá um að þið séuð í námi með áætlaðri útskrift og að þið hafið lokið fyrsta ári. Þið getið nálgast ykkar námsferilsyfirlit á þjónustuborðinu á Háskólatorgi!

Ef þið ákveðið að skrá ykkur í sjóðinn til þess að fá afslátt í skíðaferðina þurfið þið einnig að skrá ykkur í skjalið hér að neðan svo við vitum að þið hafið skráð ykkur!

https://forms.gle/sk1TCa74U5jZ7QoP6

HLÖKKUM TIL AÐ SKEMMTA OKKUR MEÐ YKKUR Í AK CITY ♥♥

8. Jan

Nörd á G-Zero !

Birt þann 8. Jan. 2020 - Ástráður Stefánsson

Gleðilegt nýtt ár kæru Nördar og gleðilega nýja önn!

Þar sem skólinn er svona rétt byrjaður en samt varla þá verður ekki vísindaferð þessa helgina en það þýðir samt ekki að við séum í fríi. Við ætlum að skella okkur saman á G-Zero!

Homer Simpson, woohoo

Skráning fer af stað klukkan 13:37 á morgun (fimmtudag) og það eru 20 sæti laus!

Við hittumst síðan á G-Zero klukkan 19:00 á föstudaginn. Nörd splæsir í 2 klukktíma og einhverjar veigar en það er auðvitað öllum frjálst að vera lengur á eigin kostnað.

Hlökkum til að sjá sem flesta en fyrsta vísindaferð annarinnar verður í næstu viku síðan!

TL;DR

 1. Nörd á G-Zero
 2. Skráning á morgun (fimmtudag) 13:37
 3. 20 sæti laus!!!!
 4. Mæting á föstudag klukkan 19:00 á G-Zero
 5. Nörd splæsir í fyrstu tvo tímana!
25. Nóv

Prófbúðir Nörd!

Birt þann 25. Nóv. 2019 - Ástráður Stefánsson

Góðan dag,

Prófatíð er rétt handan við hornið og þá er um að gera að nýta allt sem býðst eins og fría kaffið í nörd, sunnudags opnunartímarnir, auka stofan Naustið (frá 2. desember) og PRÓFBÚÐIR!

Skráning fer fram hér: https://forms.gle/4qfKp618LKnKgg1N6

Prófbúðirnar eru þannig að algjörir snillingar sem hafa setið námskeiðin í háskólanum kenna og fara yfir þau helstu atriði sem best er að hafa í huga fyrir prófið.

Hér eru staðsetningar fyrir prófbúðirnar:

 • Stærðfræðimynstur 4. og 5. des: VR-II 157
 • Formleg mál, 6. og 7. des: Stapi 210
 • Tölvunarfræði 1, 7. og 8. des: VR-II 157

19. Nóv

Origo, síðasta vísó annarinnar

Birt þann 19. Nóv. 2019 - Ástráður Stefánsson

Kæru Nördar,

Það er komið að því. Prófin eru að bresta á og jólalög hafa farið í spilun. Áður en við fáum öll æluna af stressi og jólagleði þá ætlum við að gera okkur glaða stund. Núna næstkomandi föstudag erum við á leiðinni til Origo!

Skráningin fer fram hér klukkan 13:37 á miðvikudag og lýkur föstudaginn klukkan 13:00. Mæting er í Borgartún 37 klukkan 17:00. Eftir ferðina þá kemur rúta, sækir okkur og skutlar okkur þessa stuttu vegalengd niður í bæ!

Hlökkum til að sjá sem flesta og gangi ykkur sjúklega vel á þessum síðasta spretti!

11. Nóv

Vísindaferð ooog KEILA! :D

Birt þann 11. Nóv. 2019 - Ástráður Stefánsson

Góðan kvöldið kæru Nördar!

Í næstu vísindaferð þá heimsækjum við fyrirtækið Trackwell. En þau sérhæfa sig í lausnum við forða og flotastýringu. Það þekkja kannski einhverjir til að mynda Tímon tímaskráningarlausnina. Að venju þá er mæting klukkan 17:00 og í þetta skiptið í Laugaveg 178, 105 Reykjavík (rétt við Næturvaktar bensínstöðina).

Ferðin klárast síðan klukkan 19:00 og þá kemur rúta að sækja okkur og fer með okkur beint í Egilshöll þar sem keilumót Nörd hefst klukkan 20:00! Það er því tilvalið að versla sér eins og einn bjórmiða og tylla sér með einn kaldann áður en keilað er.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Skráning í vísindaferðina hefst klukkan 13:37 á miðvikudaginn og skráning á keilumótið er hér: https://sites.google.com/view/keiluskraning/home

Athugið að gjald er í keilu sem er 2000kr á mann. Innifalið í því verði er keila í 80 mínútur, pizzuhlaðborð a la shake&pizza og frítt gos!