18. Sept

Vísó í Dohop!!

Birt þann 18. Sept. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Næsta föstdag förum við í heimsókn til Dohop!

Þið kannist eflaust við Dohop en þau hafa þróað leitarvél sem leitar að ódýrustu flugförunum á heimsvísu og í dag er Dohop ein besta flugleitarvél í heimi.

Það er algjör snild og þau ætla að vera með smá kynningu á starfsemi sinni.

Vísindaferðin verður haldin í Nóatúni 17 og byrjar stundvísilega kl 17:00

Það verður ekki rúta í bæinn að þessu sinni, heldur ætlum við að fá okkur góðan göngutúr saman niðrí bæ! Nesti verður skaffað í formi fljótandi veitinga.

Skráning byrjar að vana næsta miðvikudag á slaginu 13:37, setiði reminder strax því að við fáum takmörkuð sæti eða aðeins 35!

11. Sept

Haustferð Nörd 2017!

Birt þann 11. Sept. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Næstu helgi höldum við saman í Borgarfjörðinn!!

Við ætlum að gista yfir nótt í félagsheimlinu Brún

Það tekur rúmlega klukkutíma að keyra og því ætlum við að hittast niðrí nörd klukkan 16:00 og sameinast í bíla. Farið er á eigin bílum en Nörd skaffar miða í göngin.

Því er um að gera að fá sem flesta í bílinn til þess að lækka bensínkostnað og auðvitað hugsa vel um umhverfið.

Miðum í göngin verða dreif á þá bíla sem eru a.m.k 4/5 fullir!

Ef þið getið verið á bíl þá skuluð þið merkja við það hér í skráningunni og svo verðum við með þráð á Facebook hópnum okkar þar sem þið getið fyllt uppí laus pláss!

Við ætlum að grilla saman um kvöldið og sér fólk sjálft um að koma með mat á grillið.

Hefðin heldur áfram með svakalegu beerpong móti og fleiri skemmtilegheitum á milli þess að við gleðjumst, grillum og glensumst!

Allskonar sniðugt dót velkomið, leikir, spil, vatnsbyssur, stórar uppblásnar gular endur o.s.f.v.

Taktu með þér

  • Mat á grillið
  • Drykkir
  • Sundföt (sundlaugin er opin til miðnættis!)
  • vindsæng eða dýna
  • pumpu fyrir vindsængina!!
  • svefnpoka/sæng
  • kodda
  • tannbursta o.þ.h
  • pepp

Skráning hefst á morgun kl 13:00!

Sjáumst í meeega stuði á föstudaginn!!

4. Sept

Vísindaferð í Landsnet

Birt þann 4. Sept. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Næsta föstudagur verður rafmagnaður en við ætlum í heimsókn í Landsnet!

Landsnet sér um að flytja rafmagn landshluta á milli og það verður eflaust mjög fróðlegt að læra meia um starfsemi þeirra.

Landsnet

Vísindaferðin verður haldin í Gylfaflöt 9, Grafavogi. Það eru 40 sæti og byrjar vísindaferðin stundvísilega kl 17

Að sjálfsögðu verður rúta eftir vísó og sér um að flytja alla sem vilja niður á háskólasvæði beint á Októberfest SHÍ eða stúdentakjallarann í fyrirpartí!

28. Ágú

Vísó í Marel!

Birt þann 28. Ágú. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Þá er stundin sem þið hafið eflaust öll beðið eftir alveg að bresta á, en næsta föstudag heldur Nörd ásamt félögum okkar í Tvíund til Marel!

Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Marel er alþjóðlegt fyrirtæki og hjá því starfa yfir 4.700 manns um allan heim. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í fleiri en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila.

En þeir eru margrómaðir fyrir að halda frábærar vísíndaferðir ásamt því að vera stærsta hugbúnaðarhús landsins með yfir 120 manns sem vinna að hugbúnaðarþróun hér á landi.

Við fáum 50 sæti og að sjálfsögðu verður rúta niðrí bæ þar sem fjörið heldur áfram á heimabarnum okkar, Loftinu!!

Muniði að ganga frá skráningu í nörd og vera búin að prófa að skrá ykkur inná síðuna áður ef að skráningin byrjar, því að sætin munu fjúkja út á slaginu 13:37 næsta miðvikudag!

alt text

21. Ágú

NÝNEMAKVÖLD

Birt þann 21. Ágú. 2017 - Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir

Á föstudagskvöldið kl. 19 er kvöld fyrir ykkur kæru nýnemar Nörd í Nördakjallaranum okkar Í boði verður pizza, gos, bjór, snakk, leikir, kosning um nýnemafulltrúa Nörd (framboð á staðnum) og almenn gleði!!

Eftir kvöldið förum við síðan öll saman á heimabar Nörd í vetur, Jakobsen Loftið þar sem við fáum frábær tilboð í allann vetur.

Skráning á nýnemakvöldið fer fram á www.nord.is og virkar eins og skráning í vísindaferðir! Skráning byrjar á miðvikudaginn á slaginu 13:37, þið þurfið að skrá ykkur inn með Uglu notendanafni og passwordi

Hlökkum mjög til að sjá ykkur, ONE LOVE