10. Feb

Vísindaferð til Félags Tölvunarfræðinga

Birt þann 10. Feb. 2020 - Ástráður Stefánsson

Góðan daginn kæra fólk!

Þessi vika verður með ögn breyttu sniði en vísindaferð vikunnar er á FIMMTUDEGI. Þá ætlum við að heimsækja Félag Tölvunarfræðinga en þau hafa boðið okkur í sal VFÍ við Engjateig 5, 105 Reykjavík

https://goo.gl/maps/amWuYLvQU7eGH9XU8

Skráning hefst á morgun (þriðjudag) klukkan 13:37 og lýkur á fimmtudag klukkan 13:00. Mæting er síðan klukkan 17:00!

Vonumst til að þið látið þetta ekki framhjá ykkur fara en Félag Tölvunarfræðinga snýr að því að vera í forsvari fyrir Tölvunarfræðinga gagnvart innlendum og erlendum aðilum á sviðum tengdum störfum þeirra, að efla þekkingu þeirra og að efla tengsl þeirra og kynni.

4. Feb

Vísindaferð í Íslandsbanka

Birt þann 4. Feb. 2020 - Ástráður Stefánsson

Góðan og blessaðan daginn!

Það er komið að næstu vísindaferð en fréttinni seinkaði aðeins. Næst á dagskrá er Íslandsbanki! En þau hafa boðið okkur að heimsækja sig KLUKKAN 16:30 á 3. Hæð í Norðurturni, Hagasmára 3.

Þau ætla að vera með þrjá örfyrirlestra þar sem verður meðal annars sagt frá sjálfbærnistefnu bankans og svo munu tveir aðilar frá upplýsingatæknisviði fjalla um sín störf sem tengjast bæði verkfræði og tölvunarfræði.

Eftir fyrirlestra verður svo bara almennt partí og nemendur geta spjallað við starfsfólk ef þeir vilja!

ATH! Ferðin er klukkan 16:30 en ekki 17:00 eins og vanalega! En hún stendur samt til 19:00! :D

TL;DR

Ferðin er 16:30 á 3 hæð í Norðurturni, Hagasmára 3. Skráning á miðvikudag 13:37 og klárast 13:00 á föstudag.

29. Jan

UTmessan!

Birt þann 29. Jan. 2020 - Ásdís Erla Jóhannsdóttir

UTmessan verður haldin 7. - 8. febrúar og fáum við Nördar 10 miða frá sviðinu á ráðstefnudaginn sem er föstudaginn 7. febrúar! UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og á hana mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

Þar sem þessir miðar eru mikils virði ætlum við að gera þetta þannig í ár að ef þú nærð plássi leggur þú inn á okkur 2000 kr. Ef þú mætir síðan á UTmessuna færðu þessar 2000 kr endurgreiddar! Við erum með þessu að reyna að koma í veg fyrir að við fáum fría miða sem eru síðan ekki nýttir.

Skráning hefst fimmtudaginn 30. janúar kl. 13:37!

Hægt er að lesa sér meira til um UTmessuna hér:

https://www.utmessan.is/

27. Jan

Vísindaferð til Miracle!

Birt þann 27. Jan. 2020 - Ástráður Stefánsson

GÓÐAN DAGINN!

Þá er komið að næstu vísindaferð en í þetta skiptið ætlum við til Miracle! Þau taka á móti okkur klukkan 17:00 á föstudaginn 31. janúar í Kringlunni 7, 103 Rvk (EKKI KRINGLAN SJÁLF).

Eftir það förum við öll saman niður í bæ en okkur langar að nýta tækifærið og minna á OPNUNARPARTÝ 100 ÁRA AFMÆLIS SHÍ. Miðasala er hafin á Háskólatorgi og kostar litlar 1500kr en bjórinn verður á 100kr fyrir þá fyrstu þyrstu sem mæta á föstudaginn.

party?

14. Jan

PREMIS! Fyrsta vor vísindaferðin!

Birt þann 14. Jan. 2020 - Ástráður Stefánsson

Elsku, yndislegu, frábæru Nördar!

Það er komið að fyrstu vísindaferðinni. Í þetta skiptið hendum við okkur í Premis, sem er frábært upplýsingatækni fyrirtæki sem sér meðal annars um allskonar hugbúnaðar- og veflausnir. Þau hlakka verulega til að fá okkur í heimsókn en þau eru staðsett við Holtaveg 10, 104 RVK sem er betur þekkt sem Holtagarðar. Mæting er klukkan 17:00 og svo taka rútur okkur niður í bæ klukkan 19:00!

Skráningin hefst að venju á morgun (miðvikudag) klukkan 13:37