16. Okt

Double trouble næsta föstudag! Gangverk/Veðurstofan

Birt þann 16. Okt. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Næsta föstudag verður val um tvær vísindaferðir. Hinsvegar til hugbúnaðarfyrirtækisins Gangverk sem býr til geggjað kúl öpp og hisvegar frábrugðin og mega spennandi vísindaferð til veðurstofunnar! en þið ættuð vonandi öll að vita hvað fer fram þar.

Gangverk er staðsett í Guðrúnartúni 8, 105 Reykjavík, önnur hæð til hægri og þar fáum við einnig 30 sæti!

Veðurstofan er staðsett á Bústaðavegi 7-9, 108 Reykjavík og 60 sæti eru í boði.

Bæði fyrirtækin bjóða upp á nægar veitingar og alskyns gúmmelaði, en það verður ekki boðið upp á áfenga drykki í veðurstofunni, en fólki er velkomið að taka með sér sjálft!

Báðar ferðinar byrja stundvísilega kl 17:00 og það er stranglega bannað að vera skráður í báðar er skráningu lýkur kl 13:00 á föstudaginn!

Það verða sér síður fyrir skráningu í hvora ferðina fyrir sig.

Eftir ferðinar verður rúta sem kemur í veðurstofuna og skutlar okkur niðrí bæ, þar sem að gangverk er rétt hjá hlemm verður labbað þaðan og við hittumst á Loftinu!

10. Okt

Kynningarfundur FT og ST

Birt þann 10. Okt. 2017 - Stella Rut Guðmundsdóttir

Félag tölvunarfræðinga (FT) og Stéttarfélag tölvunarfræðinga (ST) ætla að vera með kynningu á starfsemi félaganna fyrir nemendur í tölvunarfræði.

Fjallað verður um hluti eins og kjarakönnunina, upphafslaun, réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Einnig verður talað um tengslanet tölvunarfræðinga.

Þetta hentar vel fyrir alla sem eru að fara útskriftast en allir eru velkomnir.

Boðið verður upp á samlokur og gos.

Hvar? Húsi verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9

Hvenær? Fimmtudaginn 26. október 2017, kl. 16.30

9. Okt

Vísó í Lífsverk

Birt þann 9. Okt. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Næsta föstudag höldum við til Lífsverk. Lífeyrissóður sem var áður aðeins fyrir verkfræðinga en nú geta allir þeir sem hafa lokið grunnnámi í háskóla orðið sjóðsfélagar. Lífsverk eru með frábær réttindi fyrir launþega og eru almennt mjög frábær.

Þau eru þekkt fyrir góðar vísindaferðir og alltaf nóg að drekka og borða og ekki nóg með það heldur bjóða þau okkur 35 sæti!

Skráning hefst að vana kl 13:37 á miðvikudaginn. Það er mæting stundvíslega kl 17:00 á föstudaginn í Engjateig 9

Eftir vísindaferðina verður síðan rúta niðrí bæ og við tjúttum frammá nótt að vana!

PEPP

2. Okt

Vísó í Stokk!

Birt þann 2. Okt. 2017 - Kári Snær Kárason

Á föstudaginn næstkomandi erum við að fara í heimsókn til Stokks! Sætafjöldin er svarið við lífinu, alheiminum og öllu - 2 = 40 þannig verið með puttann tilbúinn á músinni þegar að skráningin opnar!

Stokkur Software er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í hönnun og forritun á mobile lausnum. Fyrirtækið hefur smíðað mörg af vinsælustu öppum landsins og hlotið fjölmörg verðlaun fyrir. Þið getið skoðað meira um þau hér

Stokkur er staðsettur á Skólavörðustíg 11, á 2. hæð fyrir ofan Eymundsson og vísindaferðin byrjar kl 17:00. Engin rúta verður að þessu sinni, þar sem þetta er niðrí bæ. En tilvalið verður að rölta saman niður á Loft og halda fjörinu áfram þar!

Þetta verður án efa fróðlegt, skemmtilegt og mannbætandi vísindaferð!

Skráning hefst á slaginu 13:37 á miðvikudaginn!!!

25. Sept

Vísó í Landsvirkjun

Birt þann 25. Sept. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Næsti föstudagur verður googoplexpeppaður en 60 nördar eru að fara í roadtrip útá land að heimsækja Landsvirkjun ásamt félögum okkar í Rafmagns- og tölvuverkfræði, Stærðfræði og Kennó!

Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðvarma og vindi. Fyrirtækið vinnur 73% allrar raforku í landinu, er langstærsti vinnsluaðili raforku á Íslandi.

Vísindaferðin verður með öðru sniði en venjulega, þannig að lesið eftirfarandi texta vandlega:

Skipulag vísindaferðarinnar verður með þeim hætti að Landsvirkjun mun skaffa rútur sem munu leggja af stað frá Háskóla Íslands kl. 16:00 á föstudaginn og keyra hópinn í aflstöð Landsvirkjunar í Ljósafossi.

Þar munu sérfræðingar flytja stutta kynningu og verða bornar fram veitingar bæði í föstu og fljótandi formi. Sérfræðingar verða á svæðinu til þess að svara spurningum á meðan á ferðinni stendur.

Rúturnar munu síðan leggja af stað aftur til Reykjavíkur á slaginu 19.00 og lenda þá aftur fyrir utan HÍ.

Síðan munum við rölta saman á loftið eða ef að stemming er fyrir því að fara á stúdentakjallarann þar sem að það verður Skítblankur föstudagur hjá þeim!