15. Jan

Tölvuleikjakvöld á Fredda!

Birt þann 15. Jan. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Seinasta kvöldið á Fredda heppnaðist svo vel að við viljum endurtaka leikinn næsta föstudag.

Við verðum með salinn frá kl 18:00 - 20:00 en eftir það er möguleiki á að leigja herbergin áfram á 1000kr per herbergi :D

Freddi er spilastofa/arcade í miðbæ reykjarvíkur (á móti prikinu) og bjóða þeir meðal annars upp á fimm pinball vélar, Donkey Kong, Ms. Pac-Man, multi-box með fyrir 2000 leikjum og fleira.

Við munum hafa aðgang að öllum arcade vélum niðri og uppi á 2. hæð, aðgang að þrem PS4 tölvum 8 fjarstyringum, PS1 og PS2, Sega Mega, N64 og Game Cube í fjórum herbergjum.

Við verðum með allann staðinn útaf fyrir okkur og allir í nörd eru velkomnir og það verður engin skráning á viðburðinn, allir velkominir :D

P.S BYOB (Bring Your Own Beer)

9. Jan

Vísó til Icelandair á fimmtudaginn!

Birt þann 9. Jan. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Svo að ykkur leiðist alveg örugglega ekki í byrjun annarinnar þá verður önnur vísindaferð þessa viku.

Við kíkjum í heimsókn til Icelandiar næsta fimmtudag milli 17 og 19 í húsakynnum þeirra við Nauthólsveg 50, 101 Reykjavík.

Skráning hefst á morgun klukkan 12:37 ATH skráningin er klts fyrr en skráning í REON og verður bara í rúmann sólarhring. leyfilegt er að skrá sig í báðar ferðir.

8. Jan

*Fyrsta vísindaferð annarinnar!

Birt þann 8. Jan. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Gleðilegt nýtt ár og velkomin aftur í skólann!

Fyrsta vikan byrjar með pompi og prakt með vísindaferð á föstudaginn og 30 ára afmæli nörd á laugardaginn!

Við ætlum í heimsókn til Reon sem er spennandi íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki.

Reon er til húsa í Borgartúni 27. og byrjar ferðin stundvísislega kl 17:00 og verður til kl 20:00. Eftir ferðina verður síðan rúta á stúdentakjallarann beint í þrennupartí SHÍ

Skráning í Reon fer fram á miðvikudaginn kl: 13:37

Síðan er hægt að tryggja sér miða á 30 ára afmæli nörd sem verður frábært tækifæri til þess að efla tengslanetið!!! og djamma.

20. Nóv

Seinasta vísó ársins í Verkís!

Birt þann 20. Nóv. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Verkís er elsta verkfræðistofa landsins en hjá Verkís starfa yfir 320 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis.

Höfuðstöðvar Verkís eru í Reykjavík en að auki rekur Verkís fimm útibú á níu starfsstöðvum víða um land. Þær eru að finna á: Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Ísafirði, Patreksfirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum og Selfossi.

Vísindaferðin verður í Ofanleiti 2 en 50 sæti verða í boði.

Mæting er stundvíslega kl 17:00 en skráning hefst á miðvikudaginn kl 13:37

13. Nóv

Tölvuleikjakvöld á Fredda!

Birt þann 13. Nóv. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Í stað hefðbundinnar vísindaferðar næsta föstudag ætum við að fara saman á Fredda!

Frá kl 18:00 - 20:00 verður sannkölluð nördaveisla.

Freddi er spilastofa/arcade í miðbæ reykjarvíkur (á móti prikinu) og bjóða þeir meðal annars upp á fimm pinball vélar, Donkey Kong, Ms. Pac-Man, multi-box með fyrir 2000 leikjum og fleira.

Við munum hafa aðgang að öllum arcade vélum niðri og uppi á 2. hæð, aðgang að þrem PS4 tölvum 8 fjarstyringum, PS1 og PS2, Sega Mega, N64 og Game Cube í fjórum herbergjum.

Það er hægt að koma með sitt eigið áfengi en nörd mun skaffa uppá Tuborg green OG Somersby á meðan brigðir endast.

Meðal annars verða tournaments í mario kart og tekken en nánari "dagskrá" kemur seinna. Ef að þig langar að halda keppni í öðrum leik, tjekkaðu hvort að hann sé til og hafðu samband við okkur!

Við verðum með allann staðinn útaf fyrir okkur og allir í nörd eru velkomnir og það verður engin skráning á viðburðinn, allir velkominir :D