19. Feb

Skráning í Cyren

Birt þann 19. Feb. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Vísindaferðin hefst kl 17:00 á föstudaginn en skráning hefst á miðvikudaginn kl 13:37!

Rútur fara frá Cyren í NOVA og mögulega niðrí bæ fyrir þá sem fara ekki í NOVA vísó!

12. Feb

OFURNÖRD vísó með Tvíund til Aion!

Birt þann 12. Feb. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Næsta föstudag förum við í mega awesome preparty peppp vísó í Arion. Eftir vísindaferðina verða rútur beint á lokakvöld OFURNÖRD þar sem við völtum endanlega yfir Tvíund.

60 sæti í boði, skráning kl 13:37 næsta miðvikudag!

Arion er í Borgartúni 19, 105 RVK.

6. Feb

Úbernörd - forkeppni og upphitun fyrir Ofurnörd

Birt þann 6. Feb. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Ofurnörd byrjar í næstu viku og það er komið að núverandi nördum að halda bikarnum í nördakjallaranum!

Fyrir þá sem ekki vita er ofurnörd keppni á milli okkar og Tvíundar(tölvunar og hugbó nemar í HR) í ýmsum greinum.

Keppnirnar byrja á þriðjudaginn og verða einhverjar keppnir í gangi alla daga fram að föstudeginum þegar lokakvöldið með tilheyrandi spennu og djammi fer fram!

Á mánudaginn næsta ætlum við að æfa okkur í einhverjum keppnisgreinum hafa gaman og borða pizzu :D jeij frí pizza!

Mæting kl 8 í Nörd og við ætlum að æfa okkur í nokkrum greinum eins og Beerpong - bjórþamb - flip-a-cup - drykkjuskák? og fleiru!

Til þess að efla samkeppnina á milli Nörd og Tvíund ætlum við að kíkja til þeirra í heimsókn á Austur eftir vísindaferðina á föstudaginn - kútur í boði - mæting kl 20:00 fyrir þá sem ekki komast í vísó.

Byrjum síðan næstu viku af með kröftum og rústum öfurnörd annað árið í röð!!!!!

5. Feb

VÍSÓ í CrankWheel!

Birt þann 5. Feb. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Næsta föstudan ætlum við að heimsækja íslenska hugbúnaðarfyrirtækið CrankWheel. CrankWheel selur hugbúnað sem auðveldar skjár-deilingu og samkvæmt þeim er það eins auðvelt og hringja.

CrankWheel hýsir einnig aðstöðu fyrir sprotafyrirtæki í skrifstofum sínum og tvö af þeim fyrirtækjum ætla að vera með í vísindaferðinni en það eru: Computer Vision og Konto sem eru að gera mjööög spennandi hluti og er vísindaferðin í rauninni 3 ferðir í einu!

Það verða aðeins 25 sæti í boði þannig að farið að æfa ykkir á ctrl+R til þess að vera tilbúin á slaginu 13:37 næsta miðvikudag!

Að vana verður ferðin haldin á föstudaginn frá 17:00 - 20:00 og eru CrankWheel til húsa í Kringlunni 1, 4. hæð

Eftir ferðina tekur rútan okkur á Austur þar sem kútur verður í boði, því að við ætlum að heimsækja félaga okkar í Tvíund!

30. Jan

Spilakvöld á föstudaginn!

Birt þann 30. Jan. 2018 - Sara Björk Másdóttir

Vegna UT messunnar var vísindaferðin næsta föstudag færð en ekki örvænta því að í Nörd hefur þú alltaf eitthvað að gera í góðum vinskap :D

Við ætlum að halda spilakvöld í Nörd frá 18:00 - lokunar (23:30, verð með vekjaraklukku til þess að lenda ekki í því sama og síðast og þurfa ekki að hlaupa út)

Hefur þig alltaf langað til þess að læra eitthvað spil en vantar kennslu?

Koddu þá á föstudaginn og fáðu kennslu frá spilanördum nörd á spil eins og:

RoboRally

Pandemic

Munchkin

Dominion

Secret Hitler

Spyfall

Með fyrirvara um breytingu

Það verða líka "free2play" borð þar sem nördar geta spilað allt sem þeim dettur í hug! Póker? Sure why not, jafnvel félagsvist.

Ekkert er heilagt! Það eina sem að skiptir máli er að hafa gaman :D

Ef einhverjum langar að hafa kennslu á spili má endilega hafa samband við Nörd á FB