25. Sept

Nördar á Ground Zero!

Birt þann 25. Sept. 2018 - Hugrún Guðmundsdóttir

Hallóhæ, við ætlum að halda lítið lan á föstudaginn á Ground Zero! Við erum með 30 tölvur bókaðar og borgum fyrir 2 tíma. Þetta byrjar klukkan 19:00 og er til 21:00 en þið sem viljið vera lengur getið gert það en þið borgið SJÁLF <3

1.SKRÁNING verður á morgun klukkan 13:37
2.Bjór verður í boði
3.PEPP

Hlökkum til að nördast með ykkur babes

17. Sept

Haustferð Nörd 2018!!

Birt þann 17. Sept. 2018 - Hugrún Guðmundsdóttir

Það styttist í næstu helgi og þá verður sko fjör því við ætlum að fara saman í Borgarfjörð og skemmta okkur saman!

Planið er að hittast niðri í Nördakjallara klukkan 16:00 og sameinast í bíla - þið þurfið að fara á ykkar eigin bílum en við munum gefa miða í göngin aðra leiðina! Ath!! Við munum aðeins gefa miða í bíla sem eru a.m.k. 4/5 fullir! Ef þið getið verið á bíl þá skuluð þið merkja við það hér í skráningunni.

Það tekur ca. klukkutíma að keyra þannig við munum hittast á félagsheimilinu Brún klukkan ca. 17:00.

Síðan ætlum við að grilla saman um kvöldið en fólk sér sjálft um að koma með mat á grillið.

Árlega beerpong mótið verður svo að sjálfsögðu til staðar (við sköffum bjór í það) og hver veit nema ÞÚ verður næsti meistari!

Taktu með þér
Mat á grillið
Morgunmat
Pepp
Drykki
Sundföt (sundlaugin er opin til miðnættis!)
Vindsæng eða dýnu
Pepp
Pumpu fyrir vindsængina!!
Svefnpoka/sæng
Pepp
Kodda
Tannbursta o.þ.h
Spil eða annað dóterí ef þú vilt
PEPP

Skráning er hafin og það er hægt að skrá sig til klukkan 13:00 á föstudaginn!

Sjáumst hress og kát á föstudaginn í NÖRDAKJALLARANUM <3

4. Sept

FYRSTA VÍSÓ annarinnar <3

Birt þann 4. Sept. 2018 - Hugrún Guðmundsdóttir

Fyrsta vísó annarinnar verður næsta föstudag! Við ætlum að fara í Advania að kynnast þeirra starfsemi og svala þorstanum. Mæting er klukkan 17:00 í Guðrúnartúni 10 og við verðum þar til 19:00, eftir það koma rútur og sækja okkur og við ætlum að halda á Stúdentakjallarann. Það eru 40 sæti í boði og skráning hefst klukkan 13:37 á miðvikudag!

28. Ágú

Nýnemakvöld Nörd

Birt þann 28. Ágú. 2018 - Hugrún Guðmundsdóttir

Halló nýnördar!!

Fyrsta skemmtun skólaársins verður fyrir ykkur! Ætlum að hafa djamm í nördakjallaranum. Í boði verður pizzur,bjór, gos og FUN. Mæting er klukkan 19:30, drykkja byrjar 19:31, pizzur koma klukkan 20:00 og síðan förum við í fullt af leikjum og kynnumst hvort öðru :)

Kosið verður síðan í nýnemafulltrúa sem fær að sitja með okkur í stjórn! Nýnemafulltrúinn verður talsmaður nýnema við sjórnina og ræður sínu vinnuframlagi sjálfur. Hér er um að ræða virkilega skemmtilega stöðu fyrir þá nemendur sem vilja láta ljós sitt skína á fyrsta árinu. Ef þið viljið bjóða ykkur fram þá er hægt að gera það á föstudaginn eða bara senda okkur message

Hlökkum til að sjá ykkur ♥ ♥

10. Apr

Líf eftir námið fyrirlestur hjá FT/ST

Birt þann 10. Apr. 2018 - Hugrún Guðmundsdóttir

Halló elsku nördar!

Félag Tölvunarfræðinga og Stéttarfélag Tölvunarfræðinga ætlar að halda fyrirlestur næstkomandi fimmtudag, 12. apríl, klukkan 17:00 í Engjateig 9 (húsi Verkfræðingafélagsins).

Talað verður um "líf eftir námið", launapælingar, hvað FT / ST er, hvaða þjónusta er í boði, og svo framvegis.

Endilega allir koma!! Engin takmörkun á fjölda, en skráið ykkur ef þið viljið koma
P.S. við heyrðum að það væru samlokur í boði.