16. Sept

HAUSTFERÐ NÖRD 2K19

Birt þann 16. Sept. 2019 - Ástráður Stefánsson

Shidd whaddup?!

Okkar árlega HAUSTFERÐ verður farin núna á föstudaginn! Við ferðumst sjálf á eigin vegum að Félagsheimilinu Brún, skammt frá Borgarnesi.

Við ætlum að hefja skráningu núna strax á morgun á hinum heilaga tíma 13:37! Við viljum endilega að allir komast en við vitum þó að ekki allir geta keyrt þangað sem við erum að fara. Því biðjum við alla þá sem ætla sér keyrandi í ferðina að skrá það um leið í aukaskráningunni. Þannig getum við öll hjálpast að með að hópast í bíla og allir geta komið sem vilja.

Hér teljum við upp nokkra hluti sem verða á svæðinu og við biðjum ykkur að fara vel yfir tékklistann neðst svo þið getið skemmt ykkur sem allra best!

ÞAÐ SEM VERÐUR Á SVÆÐINU:

 • Stærðarinnar salur
 • Heitur pottur og sundlaug
 • Grill og kol
 • Einhver vel valin spil
 • Tónlist
 • Beer Pong Mót

TÉKKLISTI FYRIR ÞIG :

 • Mat á grillið
 • Morgunmat
 • Uppáhalds drykkina (BYOB)
 • Dýna & svefnpoki / sæng
 • Handklæði
 • Tannbursta
 • Tannkrem
 • Sundföt fyrir sundið
 • Kósýföt eftir sundið
9. Sept

Vísindaferð í Mannvit

Birt þann 9. Sept. 2019 - Ástráður Stefánsson

Góðan dag, góðan dag, góðan dag!

Næsta vísindaferð okkar verður farin nú á föstudaginn 13. september. Ferðin verður farin í Mannvit að þessu sinni og þau eru til húsa í Urðarhvarfi 6 í Kóp City. (Kópavogi semsagt).

Ferðin verður frá 17:00 til 19:00 eins og vanalega og svo mæta rútur í Kópavog og taka okkur aaaaalla leiðina niður í bæ þar sem við höldum gleðinni áfram á Curious!

Skráning hefst á miðvikudaginn á slaginu 13:37!! 40 sæti laus svo það er um að gera að vera á sekúndunni miðað við síðustu skráningu. Það verða önnur nemendafélög á svæðinu með okkur og mikið fjör!

2. Sept

Vísindaferð í Marel!! Fyrsta ferð skólaársins!!

Birt þann 2. Sept. 2019 - Ástráður Stefánsson

Elsku Nördar! Það er komið að því. Nýnemakvöld og vikur eru liðnar og nú tekur alvaran við. Verkefnin eru að hrannast inn, Októberfest er að færa sig nær okkur (næstum orðið ágústfest) og mörg ykkar eflaust strax komin með fiðring í magan fyrir næstu helgum.

Þá er líka komið að því að við höldum í vísindaferðir! Fyrsta ferðin okkar verður í Marel. Þau hafa boðið okkur í heimsókn í höfuðstöðvar þeirra í Austurhrauni 9, Garðabæ föstudaginn 6. sept klukkan 17:00. Ásamt Vélinni, Nöglunum og Vír!

Eftir vísindaferðina verða rútur beinustu leið á háskólasvæðið á Októberfest.

Við ætlum ekki að vera ströng á rútuskráningu í þetta skiptið en við höfum hana á sínum stað samt sem áður. Hlökkum til að skemmta okkur með ykkur! Skráning hefst á slaginu 13:37 á miðvikudaginn

TL;DR

VÍSÓ - FÖS - MAREL - KL 5 - RÚTA - OKTÓBERFEST - FJÖR

2. Sept

Valgreiðslur!

Birt þann 2. Sept. 2019 - Ásdís Erla Jóhannsdóttir

Minnum á valgreiðslurnar sem þið ættuð öll að hafa fengið í heimabankann ykkar í þarsíðustu viku 💸💸

Fyrsta vísindaferð annarinnar verður núna á föstudaginn og þið þurfið að vera búin að borga ef þið ætlið að koma með þangað!

Ef þið fenguð ekki valgreiðsluna en viljið samt vera með getiði lagt beint inná okkur, kt: 551087-1589 og reikningsnúmer: 311-26-5587, 7000kr fyrir skólaárið!

Ef þið lendið í vandræðum með eitthvað getiði sent okkur póst á ft@hi.is!

27. Ágú

Nýnemakvöld Nörd!

Birt þann 27. Ágú. 2019 - Ásdís Erla Jóhannsdóttir

KÆRU NÖRDAR

Fyrsti viðburður skólaársins verður fyrir nýnemana og haldinn næsta föstudag í Höllinni, Grandagarði 18! Það verða pizzur, snakk, gos og bjór í boði og mikið fjör!!

Mæting er klukkan 19:30 og pizzurnar koma upp úr klukkan 20, síðan ætlum við að fara í fullt af leikjum, hafa gaman og kynnast hvort öðru! Eftir kvöldið röltum við síðan saman á heimabarinn okkar, Curious! VIÐ HVETJUM ALLA LENGRA KOMNA NÖRDA TIL ÞESS AÐ HITTA OKKUR Á CURIOUS UPP ÚR 22:30 Á FYRSTA NÖRDADJAMMI SKÓLAÁRSINS <3

Nýnemafulltrúinn verður kosinn í stjórn á þessu kvöldi svo ef þú, kæri nýnemi, hefur áhuga á því að sitja í stjórn Nörd getiði boðið ykkur fram á föstudaginn, sent okkur skilaboð á facebook eða sent mail á ft@hi.is! Nýnemafulltrúinn er talsmaður nýnema við stjórnina og ræður sínu vinnuframlagi sjálfur, ótrúlega skemmtileg staða!!

Hlökkum til að sjá ykkur ♥ ♥