19. Mar

DOHOP VÍSÓ

Birt þann 19. Mar. 2019 - Hugrún Guðmundsdóttir

Jáá hallóhalló!!

Næsta föstudag ætlum við að fara að heimsækja Dohop! Þau eru staðsett í Nóatún 17.
Vísindaferðin byrjar eins og venjulega á slaginu 17:00 og verður til klukkan 19:00 og þá röltum við saman í miðbæ Reykjavíkur og höldum á BarAnanas!

Við erum með 40 sæti en passið ykkur að vera á slaginu 13:37 á morgun(miðvikudag) til þess að skrá ykkur og komast með! <3

Hlökkum til að sjá ykkur!

18. Mar

Aðalfundur Nörd 2019

Birt þann 18. Mar. 2019 - Hugrún Guðmundsdóttir

Góðan daginn kæru samnemendur,

Föstudaginn 5. apríl kl 18:00 verður aðalfundur Nörd, félags tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema haldinn í Kornhúsinu, Árbæjarsafni.

Þar er kosið í nýja stjórn og miðstjórn félagsins og kosið um lagabreytingatillögur á fundinum. Aðeins félagsmenn Nörd hafa kosningarétt en allir nemar í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði mega sitja fundinn. Boðið verður uppá drykki og pizzur á meðan fundinum stendur.

Dagskrá fundarins hljóðar svona:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Stjórnin leggur fram reikninga félagsins
 3. Umræður um skýrslur og reikninga
 4. Rætt og kosið um lagabreytingartillögur
 5. Kosning nýrrar stjórnar
 6. Kosið í önnur embætti
 7. Önnur mál
 8. Fögnuður og rúta í bæinn

Kosið verður í eftirfarandi embætti:

Stjórn:
Formaður
Ritari
Gjaldkeri
Skemmtanastjóri
Hagsmunafulltrúi
Samfélagsmiðill

Miðstjórn:
Íþróttafulltrúi
Alþjóðafulltrúi
Hirðljósmyndarar (2)
Formaður myndbandanefndar
Formaður útskriftarnefndar
Lénsherra
Kynninganefnd(2)

Til að bjóða ykkur fram í embætti sendið þið póst á ft@hi.is með fullu nafni og embættinu (aðeins félagsmenn). Hægt verður að senda inn framboð til og með 23:59 þriðjudaginn 2. apríl.

Einnig verður hægt að senda inn lagabreytingatillögur til og með 23:59 þriðjudaginn 2. apríl. Þá sendið þið póst á ft@hi.is með tillögu að skýrri lagabreytinu / lagaviðbót og fullu nafni (aðeins félagsmenn).

Nánar:
https://docs.google.com/document/d/1sNkMEPzWjqOlbb520D-e53lKCGxmskUyyM3_fN745ho/edit?usp=sharing

Kveðja,
Stjórn Nörd 2018-2019,
Arnar Þór, Haraldur Orri, Emma Líf, Hugrún, Jóhanna Karen, Torfi Þór

12. Mar

Vísindaferð til LS Retail

Birt þann 12. Mar. 2019 - Hugrún Guðmundsdóttir

Hallóhalló!

Við hættum ekki! Næsta vísindaferð er til LS Retail á föstudaginn.

STUFF TO KNOW:

 • Byrjar 17:00
 • Búin 19:00
 • Rúta í bæinn
 • Hagasmári 3, Kópavogur
26. Feb

Vísindaferð í Kóða ehf

Birt þann 26. Feb. 2019 - Hugrún Guðmundsdóttir

Halló peeeeps

Við erum að fara til Kóða ehf á föstudaginn!

 • 50 SÆTI
 • Borgartún 25, Reykjavík
 • Rútur í bæinn fyrir þá sem skrá sig
 • Byrjar 17:00 - búin 19:00
 • VEGNA PRÓFS ER SKRÁNING KLUKKAN 15:37
 • http://kodi.is/
19. Feb

TVÆR VÍSÓ - lesa leiðbeiningar

Birt þann 19. Feb. 2019 - Hugrún Guðmundsdóttir

OMG! Við erum með tvær vísindaferðir sama dag!

Á föstudaginn ætlum við til Cyren !

 • SKRÁNING á morgun(miðvikudag) klukkan 13:37
 • Byrjar klukkan 16:30 í Dalshraun 3, Hafnafjörður
 • Búin klukkan 18:30
 • Engar rútur :( :( reynum að manna í bíla
 • 25 sæti

ATH
Síðan er þetta þannig að ALLIR sem fara til Cyren fara í Nova vísó líka!! Ef þið viljið fara í Cyren en viljið ekki fara í Nova vísó þá er MIKILVÆGT að láta einhvern í stjórn vita!!

Síðan erum við með 10 auka sæti í Nova vísó og skráning fyrir það er hér:

 • SKRÁNING á miðvikudag klukkan 14:37
 • Byrjar 18:30 í Nova Lágmúla
 • Búið 20:30
 • Rútur í bæinn
 • 35 sæti (25 + 10)

Skráning í Nova hérna

EFTIR NOVA VÍSÓ þá kemur rúta að sækja okkur og við förum á Bar Ananas og þar verður pubquiz stuð með FV og bjóóóór