23. Okt

Halloweenvísó til Ueno!!

Birt þann 23. Okt. 2018 - Hugrún Guðmundsdóttir

Halló hæ!! Það verður klikkað partý á föstudaginn þar sem það er halloween(búninga)vísó til Ueno! Við erum með 30 sæti og byrjar eins og venjulega á slaginu 17:00. Síðan kemur rúta að sækja okkur klukkan 19:00 og höldum við niður í bæ á Hressingarskálann!
Eins og venjulega verða tilboðin á barnum í gangi allt kvöldið en það verður einnig RISA halloween party á vegum Hressó og Mekka!
Partýið byrjar klukkan 21:00 og þau ætla að gefa fyrstu 200 manns Miller bjór á 100kr!!!!

100KR!!!!

Allir sem mæta í búning fá Hot N Sweet skot OG Hressó ætlar að gefa fötur fyrir extra flotta búninga!

Það er skráning í vísindaferðina og hún er á morgun (miðvikudag) klukkan 13:37 en allir geta komið síðan og hitt okkur á Hressingarskálanum.

PEPP

16. Okt

POOL kvöld!

Birt þann 16. Okt. 2018 - Hugrún Guðmundsdóttir

Á föstudaginn næsta ætlum við að fara í pool á Snooker og Pool - http://www.pool.is/
Við ætlum að hittast klukkan 18:00 og Nörd splæsir í eina klukkustund! Við munum ekki vera með neinn bjór gefnis í þetta sinn en við erum með afslátt á barnum. Síðan er hægt að halda niður í bæ á Hressingarskálann og þar erum við með MÖGNUÐ tilboð <3

Það er skráning á þetta þannig verið viðbúin á hinum heilaga tíma 13:37 á miðvikudag <3

9. Okt

Vísindaferð í Lífsverk

Birt þann 9. Okt. 2018 - Hugrún Guðmundsdóttir

Hæ!

Næsta föstudag ætlum við að fara í vísó í Lífsverk, lífeyrissjóð háskólamenntaðs fólks. Ef þið vissuð það ekki, þá er nefnilega til líf eftir háskólann og þá er gott að vita af lífeyrissjóðsmöguleikum!
Skráið ykkur á póstlistann hér til þess að fá 1-2 pósta á ári og vita MEIRA <3 https://mailchi.mp/d6004a3aa1c8/nemendafelog

Munið að tilgreina nemendafélagið við skráningu!

ATH! Það er 20 ára aldurstakmark í þessa vísindaferð (sorry guys)
Mætum stundvíslega kl 17:00 að Engjateig 9 og svölum (þekkingar)þorstanum.
Skráning hefst kl 13:37 á miðvikudag. Það eru heil 60 sæti í boði!

2. Okt

Vísó í Landsvirkjun!

Birt þann 2. Okt. 2018 - Hugrún Guðmundsdóttir

Næsta föstudag ætlum við að fara í vísindaferð til Landsvirkjun og kynnast fyrirtækinu þeirra!
Við verðum sótt klukkan 16:00 á malarstæðinu við aðalbyggingu háskólans og förum þaðan með rútu á Ljósafoss. Rúta kemur síðan aftur að sækja okkur klukkan 19:00 og við komum aftur í bæinn klukkan 20:00 og förum þá á Hressó!

Skráning hefst klukkan 13:37 á morgun (miðvikudag).
Minni á vísóreglurnar <3

28. Sept

SURPRISE VÍSÓ WHAT

Birt þann 28. Sept. 2018 - Hugrún Guðmundsdóttir

Hæhæhæ!! Erum með nokkur sæti í vísó með Vélinni á eftir! Skráning verður HÉRNA klukkan 14:20. Þetta er vísindaferð hjá Expectus og mæting er klukkan 17:00

Fyrstur kemur fyrstur fær <3 <3 <3