6. Nóv

Skráning í Sabre Airline Solutions!

Birt þann 6. Nóv. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Sabre Airline Solutions hefur verið til í um það bil 7 ár og áður var fyrirtækið kallað Calidris. Sabre er tæknifyrirtæki sem starfar í tæknigeira flugtækni heimsins, og hefur það byggt og stjórnað eigin forritum sem notaðar eru af flugfélögum um allan heim.

Ástæðan fyrir að Sabre gæti verið áhugavert fyrirtæki fyrir tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinemendur er vegna þess að meirihluti kóðans sem notað er, er skrifaður Java en einnig nota þau sitt eigið forritunarmál ásamt mörgum nýjum vinsælum forritunarmálum sem notuð eru í spennandi verkefnum.

Sabre er staðsett í Vesturhlíð 7, 105 Reykjavík, skráning hefst kl 13:37 næsta miðvikudag og byrjar ferðin að vana stundvísislega kl 17:00 á föstudaginn og það eru 25* sæti í boði!

30. Okt

Vísó í Credit Info!

Birt þann 30. Okt. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Næsta föstudag förum við til Creditinfo!

Creditinfo er leiðandi upplýsinga- og þjónustufyrirtæki, sem sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga, fjölmiðlavöktun og ráðgjöf á áhættumati og áhættustýringu fyrirtækja ásamt því að reka einn stærsta gagnabanka landsins.

Creditinfo er íslenskt fyrirtæki með starfsemi í 4 heimsálfum og með um 400 starfsmenn, þar af 50 snillinga á íslandi sem allir eru yfir meðallagi góðir í pílu og foosball.

Við fáum 50 sæti og þeir lofa góðum mat, víni og miklu fjöri!

Mæting stundvísislega kl 17:00 í Höfðabakka 9 110 Rvk – 3 Hæð. (fyrir glögga þá er þetta sama hús og við vorum í síðasta föstudag) Skráning hefst að vana kl 13:37 á miðvikudaginn! Ekki láta þig vanta :D

23. Okt

Halloween vísó í Opin Kerfi!

Birt þann 23. Okt. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Hvenær: 17:00 næsta föstudag

Hvar: Höfðabakka 9, 110 Reykavík

Sæti: 50 nördar

Dresscode: Búningur ekki skilyrði en það er pepp

Hvert svo?: Rúta bent í Halloween party FV

Opin kerfi hafa starfað frá 1985 og er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf og innleiðingu rekstrar-, skýja- og hýsingarlausna ásamt sölu á tölvu- og samskiptabúnaði.

16. Okt

Skráning í Gangverk

Birt þann 16. Okt. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Hér fer fram skráningn í vísindaferð til Gangverk

16. Okt

Skráning í veðurstofuna

Birt þann 16. Okt. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Skráning í veðurstofuna fer fram hér.