3. Apr

Þreföld vísóveisla á föstudaginn!

Birt þann 3. Apr. 2022 - Sverrir Sigfússon

Þið hafið úr hvorki meira né minna en þremur vísindaferðum að velja á föstudaginn kemur, hinn 8. apríl kl. 17:00.

Á vegum SHÍ þá bíður Síminn okkur í heimsókn, risa stór vísindaferð þar með veitingum og DJ Karítas.

Skráning er hafin og um að gera að hafa hraðar hendur, sætin rjúka út! Skráning hér

Sviðráð VON býður nemendum á sviðinu í þungamiðju nýsköpunnar á Íslandi, í Grósku en þar verður aragrúi af sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum á sviði tækni og vísinda, ásamt Vísindagarðar og Icelandic Startups með kynningar.

Skráning hefst miðvikudaginn 6. apríl, kl. 13:37 á nord.is og eru 24 sæti í boði. Skráning hér

Síðast en alls ekki síst er það heimsókn á okkar vegum í Myrkur Games, spennandi tölvuleikja fyrirtæki með aðsetur út á Granda en þar vinna þau að metnaðarfullum tölvuleikjum.

Skráning hefst miðvikudaginn 6. apríl, kl. 13:37 á nord.is og eru 25 sæti í boði. Skráning hér

Choose wisely!

Og minnum ykkur að sjálfsögðu á vísóreglurnar.

8. Feb

Júní VÍSÓ

Birt þann 8. Feb. 2022 - Árni Þór Sörensen

!!! ~ ATH SÆTAFJÖLDIN HEFUR VERIÐ HÆKKAÐUR Í 35 ~ !!!

ÞAÐ ER LOKSINS KOMIÐ AÐ ÞVÍ

🥳Fyrsta vísó vorannar🥳

Við ætlum að heimsækja Júní í þessari fyrstu vísó vorannar.

Skráning hefst 13:37 á miðvikudaginn eins og vanalega, 30 sæti svo verið tilbúin á slaginu!

Mæting er í húsakynnum Júní í Bolholti 8, 105 Rvk kl: 17:00.

Við minnum á Vísóbannreglur en þær eru þrjár:

  1. Ekki mæta á viðburð sem að þú ert ekki skráð(ur) í (biðlisti er ekki skráning) -> VisóBANN
  2. Mæta á réttum tíma, 30mín yfir setta mætingu -> VísóBANN
  3. Að mæta ekki á viðburð sem þú ert skráð(ur) í (ekki biðlisti) -> VísóBANN

Hlökkum til að sjá ykkur,

Nörd

1. Feb

BJÓRKVÖLD á MIAMI + ÚRSLIT úr HÖNNUNARKEPPNI

Birt þann 1. Feb. 2022 - Árni Þór Sörensen

Sælir bjórdælir!

Í fjarveru vísó bjóðum við nördum upp á bjór á Miami Föstudaginn 4. Feb

Mæting er kl. 18:00

Frír bjór á krananum í takmörkuðu magni gegn framvísun nemendaskírteinis.

Dagskráin er:

  1. Kosning og úrslit hönnunarkeppnar
  2. Djamm!

Ef þið eruð ekki með nemendaskírteinið þá er það einfaldlega í Nova appinu og birtast afslættir í "vasanum" í appinu. Ef svo er ekki, hafið samband við okkur og við kippum því í liðinn.

30 manns komast að.

Vísóbann gildir eins og alltaf, ef maður mætir ekki eða skráir sig úr eftir að skráningu lýkur.

Sjáumst hress, NÖRD

19. Jan

HÖNNUNARKEPPNI NÖRD

Birt þann 19. Jan. 2022 - Árni Þór Sörensen

Sælir Nördar!

Nú fer af stað hönnunarkeppni Nörd þar sem reynir á þá listrænu hæfileika sem nördið í okkur ber að geyma. Það sem stóð upp úr merch könnunninni okkar á síðasta ári voru peysur, bollar og bjórglös en við munum mögulega hafa derhúfur í boði.

Sá sem vinnur hönnunarkeppnina fær að verðlaunum eina af hverri vöru sem framleidd verður frítt!

Takið þess vegna mið af því að hönnunnin verði eins "Universal" og hægt er til að hægt sé að láta hana á margar vörur eða gerið útfærslu fyrir hverja vöru fyrir sig.

Reglurnar eru:

  1. Orðið Nörd verður að vera á hönnuninni
  2. Logo Nörd verður að vera á hönnuninni (Grænn heili) en það má gera útfærslur á logoinu
  3. Ártölin "2021-2022" verður að vera á hönnuninni
  4. Skilað verður undir dulnefni sem þið verðið að taka fram í tölvupóstinum sem þið sendið.

Hönnunnarkeppnin byrjar í dag, Miðvikudag 19. Janúar og kosning um bestu hönnunina fer fram 4. febrúar á Zoom (auglýst síðar)

Deadline er á miðnætti Fimmtudaginn 3. febrúar.

Skilahólf í hönnunarkeppni er á ft@hi.is og skal innlögn hafa í titli "Hönnunarkeppni Nörd" ásamt dulnefni.

11. Jan

ONLINE EVENT - Pub quiz, leikir og björ

Birt þann 11. Jan. 2022 - Árni Þór Sörensen

Sælir og sælar, nýárskælar

Nörd óskar ykkur öllum gleðilegs nýs skólaárs og vonum að þið hafið haft það gott yfir hátíðina.

Nú heldur skólalífið áfram og viljum við því grípa tækifærið og halda heljarinnar Online viðburð næsta Föstudag 14. Janúar.Viðburðurinn hefst kl. 20:00 þar sem við hittumst á Zoom/Discord og byrjum á að taka PUB QUIZ. Að því loknu verðum við með einhver spil/leiki, eftir því hvað fólk er pepp í, t.d. Minecraft, Cards Against Humanity, Among us o.s.frv.Boðið verður upp á bjór pickup (sem verður auglýst síðar)Skráning hefst kl. 13:37 á https://nord.is á morgun (Miðvikudag 12. Janúar) og lýkur 12:00 á föstudag.

50 manns komast að.

Vísóbann gildir eins og alltaf, ef maður mætir ekki eða skráir sig úr eftir að skráningu lýkur. Það gildir einnig ef maður skráir sig, sækir bjór og skráir sig svo úr.

Sjáumst hress, NÖRD