3. Mar

Vísindaferð til Cyren!

Birt þann 3. Mar. 2020 - Ásdís Erla Jóhannsdóttir

Næsta föstudag, þann 6. mars, verður ferðinni heitið til Cyren, sem er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar vírusleitartækni, ruslpóstsíur og veföryggislausnir, sérstaklega lærdómsrík vísindaferð fyrir ykkur sem hafið áhuga á netöryggi!

Ferðin hefst kl 17:00 og er mæting í Dalshraun 3, Hafnarfirði, höfuðstöðvar Cyren á Íslandi.

Það verða 25 sæti í boði og hefst skráningin á miðvikudaginn klukkan 13:37 eins og vanalega.

meme - i find your lack of cybersecurity: disturbing

24. Feb

VÍSINDAFERÐ Í LS RETAIL OG... LASERTAG!

Birt þann 24. Feb. 2020 - Ástráður Stefánsson

Já þið lásuð þetta rétt, vísó með viðauka!

Komandi föstudag ætlum við að halda stuðinu áfram og skella okkur í æsispennandi kynningu á fyrirtækinu LS Retail!!

Þau eru staðsett í Hagasmára 3, 200 Kóp City en það er nefninlega rosa stutt í Smáralindina líka. Þar ætlum við sko að skella okkur í LASERTAG! WOOOIEEEEE! Það kostar aðeins litlar 750 kr að koma með okkur í Lasertag!*

Eina sem þú þarft að gera er að

  1. Skrá þig í vísó klukkan 13:37 á miðvikudaginn!
  2. Skrá þig í viðbótarskráninguna "Ég vil lazer"
  3. Mæta klukkan 17:00 á fös í Hagasmára 3
  4. Kynnast LS Retail og hafa gaman
  5. Rústa í Lasertag
  6. Fara niður í bæ og ná lokunum á PubCrawli

"Bíddu, las ég rétt.. PubCrawl? Hvað meinaru?"

Já þú last rétt, það vill svo til að Félag Verkfræðinema stendur fyrir PubCrawli sem byrjar 20:00 niðri í bæ. Það verður auglýst síðar í vikunni. Þannig að ef þú nærð ekki í vísó og ekki lazer tag eða einfaldlega langar að gera eitthvað annað. Þá er þessi föstudagur fullur af gamani!

*Þið getið lagt þessar 750 krónur inn á Nörd, annaðhvort með Aur: 1237822536 eða lagt inná okkur: Kt. 551087-1589 og reikningsnúmer 311-26-5587.

18. Feb

VÍSINDAFERÐ Í ÖLGERÐINA & OFURNÖRD DJEM

Birt þann 18. Feb. 2020 - Ástráður Stefánsson

ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ TILKYNNINGUNNI SEM ÞIÐ ERUÐ BÚIN AÐ BÍÐA EFTIR!

Næsta föstudag er Ofurnörd lokakvöldið. Sem verður þvílíkt partý! Búið er að bóka sal í Gróttu undir okkur, panta helling af bjór og skipuleggja þvílíka dagskrá. Fyrir ykkur sem ætlið að mæta beint þangað þá byrjar það 19:30.

EN FYRST fyrir ferðina ætlum við að hita upp í vísindaferð í Ölgerðinni! WOOOP! Þau eru staðsett í Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavik

Við erum með 50 sæti í þessa ferð og ætlumst við til þess að þau fyllist af partýþyrstum Nördum þannig að verið á slaginu 13:37 á morgun (miðvikudag) að skrá ykkur!

Hype train coming through

Fyrir þá sem ekki vita þá er Ölgerðin þúst þarna fyrirtækið sem gerir helling af bjór og dóti... En þau eru líka frábær styrktaraðili Nörd og meðal annars ástæðan fyrir því að við verðum með helling af góðgæti út vikuna á Ofurnörd!

TÍMASETNINGIN Á VÍSÓ ER ALVEG KOMIN Á HREINT, HÚN VERÐUR 18:00-19:30!

17. Feb

Árshátíð FV

Birt þann 17. Feb. 2020 - Auður Margrét Pálsdóttir

Hei nördar!!
Þá er skráning á árshátíðina fyrir meðlimi FV byrjuð!
https://forms.gle/zuEMuJH4SBTA465Q9

Skráning utan FV byrjar síðan á morgun á kl 12:30

Verð:
Innan FV: 7500,-
Utan FV: 9000,-

Borga fyrir 3. mars!

Bankaupplýsingar:
kt. 630171-0169
rn. 0311-26-1902

Nánari upplýsingar á eventinu!
https://www.facebook.com/events/2628172237417252/

10. Feb

Übernörd

Birt þann 10. Feb. 2020 - Ásdís Erla Jóhannsdóttir

JÆJA NÖRDAR

Nú fer að koma að einum stærsta viðburði ársins, Ofurnörd! Ofurnörd verður haldið í næstu viku, dagana 19. - 21. febrúar og þá munum við keppa við erkióvini okkar í Tvíund í hinum ýmsu keppnum. Við Nördar munum halda undankeppnina okkar fyrir Ofurnörd, Übernörd, næsta föstudag og er hægt að skrá sig í keppnirnar sem verða þá hér:

Skráning fyrir Übernörd og Ofurnörd

Keppt verður í allskonar tölvuleikjum, spurningakeppni og drykkjuleikjum og allir sem vilja mega skrá sig! Síðan munu þau sem komast áfram í hverri keppni keppa fyrir hönd Nörd á Ofurnörd í næstu viku.

Kvöldið byrjar klukkan 18:00 niðri í kjallara Endurmenntunar (Nördakjallara) og við ætlum síðan að bjóða uppá pizzur sem koma upp úr 18:30! Keppnirnar byrja síðan fljótlega eftir það og hver veit nema við kíkjum saman niður í bæ þegar þeim lýkur!

Hlökkum til að sjá ykkur ♥