27. Ágú

Vertu gestur í sjónvarpsþættinum Spilakvöld með Pétri

Birt þann 27. Ágú. 2016 - Snæbjörn Valur Lilliendahl

Hér fer fram skráning á Spilakvöld með Pétri Jóhanni

20 sæti í boði. Krókháls 6 (stúdíó 6)

Pizza og bjór fyrir tökur og á meðan hléi stendur

Okkur hefur verið boðið að vera gestir í sal við upptökur á Spilakvöld með Pétri Jóhanni þann 30. ágúst. Mæting er klukkan 17:30 og boðið verður upp á pítsur og bjór bæði fyrir og svo í hléi. Þetta á að vera svaka stemming og einhver fleiri félög úr HÍ verða á svæðinu.

Spilakvöld með Jóhanni Pétri

Ekki í boði að mæta seint :)

23. Ágú

Nýnemadjamm Nörd!

Birt þann 23. Ágú. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Á föstudaginn 26.ágúst verður haldið brjálað skemmtilegt nýnemadjamm Nörd. Það byrjar kl 20:00 og verður haldið í aðstöðunni okkar í kjallaranum í Endurmenntun. Bjór, pizzur, snakk, leikir og einnig verður kosið um nýnemafulltrúa sem situr í stjórn Nörd.

Skráning á nýnemadjammið fer fram á sama máta og skráning í vísindaferðir. Það opnar fyrir skráningu á morgun(miðvikudagur 23.ágúst) kl 13:37. Þið þurfið að logga ykkur inn á nord.is með uglu notendanafni(ath ekki með emailinu viðskeyttu, t.d fgg2) og lykilorðinu úr uglu.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Athugið að þessi viðburður er aðeins fyrir nýnema!

20. Jún

Útilega FV 2016 og skráning.

Birt þann 20. Jún. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Jæja þá er komið að árlegri útilegu okkar Nörda með FV! Hún verður haldin laugardaginn 2.júlí - 3.júlí á tjaldsvæðinu við Seljalandsfoss. Við ætlum að drekka, grilla, chilla, drekka, tjalda, drekka og hafa gaman og drekka mikið! Það mun kosta örfáa þúsundkalla á þessa snilld en staðfest verð kemur mjög fljótlega.

Farið verður á eigin bílum og við ætlum að reyna að mæta upp úr hádegi svo að dagurinn nýtist sem best. Boðið verður upp á pullur og alls konar skemmtilegheit. Mælt er með því að taka með: bjór, tjald, hlý föt, ostaslaufur í poka fyrir þynnkumat, kókómjólk, bláber og grillmat(ef ykkur langar ekki í pullur).

Skráning er hafin og auglýst verður síðar hvernig greiðslunni verður háttað.

VÁ HVAÐ VERÐUR GAMAN KRAKKAR

7. Maí

Fjármáladagurinn ráðstefnan

Birt þann 7. Maí. 2016 - Snæbjörn Valur Lilliendahl

Hér fer fram skráning á fjármáladaginn 2016 ráðstefnuna

4 frí sæti í boði en mögulega bætast örfá við.

Forkaups verð er 49þ en áhugasamir geta einnig keypt miða á 15.999

Skráning hefst 13:38 á mánudeginum 9. maí

Ráðstefna um fjármál fyrirtækja þar sem einblínt verður á hvað sé framundan í fjármálum. Við byrjum daginn með Futuristanum Rohit Talwar sem fjallar um Tomorrow Finance og færum okkur síðan í FinTech, þróun FinTech og hvaða áhrif FinTech gæti haft á fjármálamarkaðinn. Eftir hádegið verður meiri fókus á fjárstýringu, hvort aukin tækni sé að breyta hlutverki fjármálastjórans, heyrum reynslusögu fjármálastjóra og hvaða straumar og stefnur séu í fjárstýringu. Í lok dags verða umræður um hvaða tækifæri séu í losun hafta fyrir fjármálastjórn fyrirtækis og uppbyggingu skuldabréfamarkaðsins.

Fjármáladagurinn 2016

Snyrtilegur klæðnaður krafa um inngöngu.

6. Maí

Vísó til GOMOBILE

Birt þann 6. Maí. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Jæja þá er komið að allra síðustu vísindaferð skólaársins! Við ætlum að ljúka skólaárinu með stæl og hita upp fyrir próflokadjammið mikla með því að heimsækja GoMobile daginn áður. Vísindaferðin verður á fimmtudaginn 12 maí.

GOMOBILE er rafrænt inneignarkerfi fyrir íslensk greiðslukort, tímamótalausn sem gerir notanda kleift að greiða fyrir fjarskiptanotkun og vörur í vefverslun GOMOBILE með inneignarsöfnun frá samstarfsfyrirtækjum. Með því að stofna aðgang og skrá greiðslukort í GOMOBILE appinu, virkjast það kort sjálfkrafa í GOMOBILE kerfinu. Þegar það kort er notað hjá einum af fjölmörgum samstarfsaðilum GOMOBILE fer ávallt föst prósenta af viðskiptunum inn á GOMOBILE reikning notandans. Þetta er allt frítt og er ég allavega mjög spenntur að vita hvernig þetta viðskiptamódel meikar sense.

Skráning hefst aldrei þessu vant á mánudaginn kl 13:37 Mæting er svo stundvíslega kl 17:00 fimmtudaginn 12.maí í Austurstræti 12.