21. Apr

ATH: vísindaferðin í dag 21.Apríl hefur verið frestað!

Birt þann 21. Apr. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Sökum drægrar skráningu og augljóslega hræðinlegri tímasetningu höfum við í samráði við Novomatic LS ákveðið að fresta vísindaferðinni til þeirra þangað til eftir próf.

Vonum að þetta vald ekki neinum vandræðum og við óskum ykkur góð gengis í prófunum!

18. Apr

Seinasta vísindaferð skólaársins!! Novomatic Lottery Solutions.

Birt þann 18. Apr. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Halló halló!! Það styttist óðum í lok annar og er því kjörið tækifæri að fagna saman með allsvakalegri vísindaferð.

Novomatic LS er gríðarlega stórt fyrirtæki sem sér um tæknilausnir á lottó og öðrum leikjum um heiminn allan og hefur yfir 23.000 starfsmenn. Fyrirtækir býður upp á færslu vél sem getur keyrt nánast 1.5 milljónir færslur á mínútu ásamt öðrum spennandi þjónustum.

Þau eru svakalega spennt að fá okkur aftur en vísindaferðin til þeirra í fyrra sló rækilega í gegn!

Í ár bjóða þau okkur upp á heil 40 sæti þannig að ekki láta þig vanta.

Skráning hefst að venju kl 13:37 á miðvikudaginn.

Vísindaferðin hefst svo stundvíslega kl 17:00 á föstudaginn 21. Apríl og verður haldin í Holtasmára 1 | 201 Kópavog

Komum gleðjumst og hefjum þessa prófatíð með stíl!

3. Apr

Skráning í AGR Dynamics

Birt þann 3. Apr. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Hér fer fram skráning AGR Dynamics.

Frétt

3. Apr

Skráning í Já

Birt þann 3. Apr. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Hér fer fram skráning Já.

Frétt

3. Apr

Double vísó!

Birt þann 3. Apr. 2017 - Sara Björk Másdóttir

Á föstudaginn verður hvorki meira né minna en tvær vísindaferðir!

Þess má einnig gamans til geta að þetta verða fyrstu tvær vísindaferðir sem að nýkjörinn stjórn sér um að skipuleggja og við erum að sjálfsögðu sjúúúúklega peppuð fyrir þeim!

Fyrirtækin AGR dynamics og ætla að bjóða okkur til sín og sjá um að halda uppi stuðinu. Vísindaferðirnar verða á sama tíma kl 17:00 núna á föstudaginn 7.Apríl og því ekki hægt að mæta í báðar!

Ég vil einnig minna á ný lög sem voru staðfest á aðalfundinum síðasta föstudag. Þar er fjallað ýtarlega um vísóbönn, þar með talið málsgrein varðandi það að vera skráður í tvær vísindaferðir þegar skráningu lýkur.

Nýju lögin koma fljótlega inná síðuna og þar getið þið kynnt ykkur þetta betur.

Um fyrirtækin:

 • AGR Dynamics sérhæfir sig í viðskiptalausnum og birgðastýringu. Þau eru bæði með NAV, sem er ERP kerfi, og þeirra eigin hugbúnaðarlausn sem heitir AGR.
  ARG eru spennt fyrir því að fá okkur í heimsókn og kynna starfsemi sína en við fengum alveg rosalega skemtilegann póst frá þeim í byrjun annar:

  "Við erum oft að leita að nemendum í sumarstarf og framtíðarstörf og myndum þess vegna vilja tækifæri til þess að kynna okkur og verkefnin okkar fyrir nemendum."

  Hversu mikil snild? Frír bjór og möguleiki á vinnu??
  AGR Dynamics er staðsett í Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík.

 • Það ættu allir að þekkja seinna fyrirtækið en Já hefur verið starfrækt síðan 2005. Já heldur utan um rekstur 118 (nú 1818) og Símaskrárinnar, en hún kom út í meira en 100 ár. Ég veit ekki með ykkur en ég held ég noti já.is síðuna eða appið á hverjum degi. Það verður eflaust áhugavert að heyra um starfsemi þeirra!
  Já er staðsett í Álfheimum 74, 104 Reykjavík.
 • Skráning í báðar vísindaferðirnar fer fram kl 13:37 á miðvikudaginn.

  Það í lagi að vera skráður í aðra og á biðlista í hinni. Það verður því samt að fylgjast mjög vel með að vera ekki skráður í báðar kl 13:00 á föstudaginn!

  Þetta er seinasti viðburðurinn á vegum nörd fyrir páskafrí og er því tilefni í góða skemmtun!

  Eruði ekki spennt!!??