17. Okt

Vísindaferð í Gangverk/Sling

Birt þann 17. Okt. 2016 - Snæbjörn Valur Lilliendahl

21 október klukkan 17:00 fara 30 okkar til Gangverks sem þróaði Sling appið.

Guðrúnartúni 8, 105 Reykjavík

Það eru engar ýkjur að þetta sé vægast sagt spennandi fyrirtæki sem hefur verið í gífurlegum vöxti undanfarin ár. Engin rúta verður eftir ferðina þar sem staðsetningin er nálægt miðbænum.

Gang­verk var stofnað árið 2011 og hef­ur þjón­ustað fjölda ís­lenskra fyr­ir­tækja. Þannig sjá þeir um sjón­varp Sím­ans, Sarp appið hjá Rúv og út­varps­appið fyr­ir 365 miðla. Hjá fyr­ir­tæk­inu starfa 13 manns og seg­ir Helgi að sjö þeirra vinni við að þróa Sling for­ritið og rest­in í að þjón­usta allskon­ar verk­efni hjá fyr­ir­tækj­um á Íslandi.

Gang­verk seldi í febrúar hug­búnaðarleyfi að ný­legu for­riti sínu, Sling, fyr­ir um 325 millj­ón­ir króna. Kaup­and­inn var am­er­ískt hug­búnaðarfyr­ir­tæki sem þjón­ust­ar versl­an­ir og veit­ingastaði og er með þúsund­ir viðskipta­vina á sinni könnu. Er ætl­un­in að koma lausn Gang­verks inn í heild­ar­lausn fyr­ir­tæk­is­ins

Þróun á Sling app­inu hófst fyr­ir um einu og hálfu ári síðan og fékk fyr­ir­tækið í nóv­em­ber 2015, 500 þúsund dali frá am­er­ísk­um fjár­festi og Ný­sköp­un­ar­sjóði at­vinnu­lífs­ins. Helgi, framkvæmdarstjóri Gangverk, seg­ir að það hafi hjálpað mikið, en með söl­unni hafi fyr­ir­tækið fengið til baka all­an kostnað sem lagður hafi verið í þró­un­ina og gott bet­ur en það. Seg­ist Helgi bú­ast við því að fyr­ir­tækið þurfi að ráða fleiri starfs­menn á næst­unni vegna verk­efn­is­ins.

10. Okt

Skráning í Tern

Birt þann 10. Okt. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Hér fer fram skráning í vísindaferð til Tern

Mæting klukkan 17:00

Tern er í Hlíðasmára 15.

ATH það verður rúta í bæinn :)

10. Okt

Skráning í Össur

Birt þann 10. Okt. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Hér fer fram skráning í vísindaferð til Össur.

Mæting klukkan 17:00

Össur er í Grjóthálsi 5

ATH það verður rúta í bæinn :)

10. Okt

DOUBLE VÍSÓ

Birt þann 10. Okt. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Heil og sæl!

Á föstudaginn er brjálað að gera og verður boðið upp á val milli tveggja vísindaferða!

Annarsvegar er vísindaferð til Össur sem er súper áhugavert alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur. Við fáum heil 45 sæti og rúta mun svo ferja okkar í bæinn að vísindaferð lokinni.

Hinsvegar er forgangsvísindaferð til Tern með Stigli(nemendafélag Stærðfræði og eðlisfræðinema). Forgangsvísó þýðir að þeir sem eru á öðru ári eða meira fá forgang í ferðina. Þeir sem eru í forgang þurfa að merkja sjálfir að þeir séu í forgang. Það verða 20 sæti í boði. Tern Systems er partur af Isavia en þeir smíða meðal annars hugbúnað til að fylgjast með og stjórna flugumferð.

Breyting! Það verður rúta í bæinn fyrir báðar ferðarnar!

Skráning fer fram í tveimur mismunandi fréttum, ein með titilinn Skráning í Össur og hin Skráning í Tern.

Vísindaferðirnar eru á sama tíma og því að sjálfsögðu ekki hægt að fara í báðar, þar af leiðandi er bannað að vera skráður í báðar ferðir!

Össur er í Grjóthálsi 5.

Tern er í Hlíðasmára 15.

W0OP WO0P P3PP PEPP

3. Okt

Vísó til Vinstri grænna!

Birt þann 3. Okt. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Á föstudaginn ætlum við að kíkja í heimsókn til Vinstri Grænna. Tilvalið tækifæri til að kynna sér þeirra stefnumál og fleira svona rétt fyrir kosningar!

Vinstrihreyfingin – grænt framboð var formlega stofnuð 6. febrúar 1999 í þeim tilgangi að sameina vinstrisinna og náttúruverndarsinna í einn flokk fyrir kosningarnar sem fram fóru 8. maí 1999.

Við fáum 35 sæti en vísindaferðin verður í kosningamiðstöð VG í Reykjavík, Laugavegi 170-174 (Hekluhúsinu). Mæting er stundvíslega kl 17:00 á föstudaginn.

Skráning hefst svo kl 13:37 á miðvikudaginn.