10. Okt

Skráning í Össur

Birt þann 10. Okt. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Hér fer fram skráning í vísindaferð til Össur.

Mæting klukkan 17:00

Össur er í Grjóthálsi 5

ATH það verður rúta í bæinn :)

10. Okt

DOUBLE VÍSÓ

Birt þann 10. Okt. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Heil og sæl!

Á föstudaginn er brjálað að gera og verður boðið upp á val milli tveggja vísindaferða!

Annarsvegar er vísindaferð til Össur sem er súper áhugavert alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur. Við fáum heil 45 sæti og rúta mun svo ferja okkar í bæinn að vísindaferð lokinni.

Hinsvegar er forgangsvísindaferð til Tern með Stigli(nemendafélag Stærðfræði og eðlisfræðinema). Forgangsvísó þýðir að þeir sem eru á öðru ári eða meira fá forgang í ferðina. Þeir sem eru í forgang þurfa að merkja sjálfir að þeir séu í forgang. Það verða 20 sæti í boði. Tern Systems er partur af Isavia en þeir smíða meðal annars hugbúnað til að fylgjast með og stjórna flugumferð.

Breyting! Það verður rúta í bæinn fyrir báðar ferðarnar!

Skráning fer fram í tveimur mismunandi fréttum, ein með titilinn Skráning í Össur og hin Skráning í Tern.

Vísindaferðirnar eru á sama tíma og því að sjálfsögðu ekki hægt að fara í báðar, þar af leiðandi er bannað að vera skráður í báðar ferðir!

Össur er í Grjóthálsi 5.

Tern er í Hlíðasmára 15.

W0OP WO0P P3PP PEPP

3. Okt

Vísó til Vinstri grænna!

Birt þann 3. Okt. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Á föstudaginn ætlum við að kíkja í heimsókn til Vinstri Grænna. Tilvalið tækifæri til að kynna sér þeirra stefnumál og fleira svona rétt fyrir kosningar!

Vinstrihreyfingin – grænt framboð var formlega stofnuð 6. febrúar 1999 í þeim tilgangi að sameina vinstrisinna og náttúruverndarsinna í einn flokk fyrir kosningarnar sem fram fóru 8. maí 1999.

Við fáum 35 sæti en vísindaferðin verður í kosningamiðstöð VG í Reykjavík, Laugavegi 170-174 (Hekluhúsinu). Mæting er stundvíslega kl 17:00 á föstudaginn.

Skráning hefst svo kl 13:37 á miðvikudaginn.

26. Sept

Vísó til LS RETAIL!!

Birt þann 26. Sept. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Á föstudaginn kíkjum við í heimsókns til LS retail. LS retail sérfhæfir sig í ýmsum hugbúnaðarlausnum fyrir alls kyns viðskipti. Þar á meðal kassakerfi í verslanir og fleira. LS retail er með skrifstofur um heim allan en þar má nefna Dubai, Malasíu og Bandaríkjunum.

Við fáum 50 sæti!!! Það er mæting stundvíslega kl 17:00 á föstudaginn í Hagasmára 3 en skráning hefst á miðvikudaginn kl 13:37

WOOP WOOP

19. Sept

Vísó til Lífsverks!

Birt þann 19. Sept. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Á föstudaginn ætlum að að kíkja í heimsókn til Lífsverks. Lífsverk er frábær lífeyrissjóður sem var í upphafi einungis fyrir verkfræðinga en nú geta allir orðið sjóðsfélagar sem hafa lokið grunnnámi í háskóla. Lífsverk eru með frábær réttindi fyrir launþega og eru almennt mjög frábær. Lífsverk hefur alltaf verið með næs og áhugaverða kynningu og næs mat og næs drykki. Allt saman geðveikt næs. Við fáum heil 40 sæti og það er næs.

Skráning hefst að vana kl 13:37 á miðvikudaginn. Það er mæting stundvíslega kl 17:00 á föstudaginn í Engjateig 9

PEPPIDY PEPP.