16. Jan

Vísó til Advania!

Birt þann 16. Jan. 2017 - Fannar Gauti Guðmundsson

Á föstudaginn ætlum við að heimsækja Advania!

Allir ættu nú að kannast við Advania en þeir eru eitt stærsta fyrirtæki landsins í tölvugeiranum. Advania er býður upp á ýmsa þjónustu, m.a hugbúnaðarlausnir, viðskiptalausnir, rekstrarlausnir ásamt því að vera með verslun fyrir tölvubúnað.

Þetta er ein stærsta vísindaferð skólaársins og hvetjum við sem allra flesta til að mæta!

Advania er staðsett í Guðrúnartúni 10. Gengið er inn í gegnum verslun þeirra og það er mjög mikilvægt að mæta stundvíslega kl 17:00 á föstudaginn!

Skráning hefst svo klukkan 13:37 á miðvikudaginn :) :)

Hlökkum til að sjá ykkur!

13. Jan

AK Skíðaferð Nörd 2017, 10-12 feb Skráning!

Birt þann 13. Jan. 2017 - Snæbjörn Valur Lilliendahl

Nú er komið að því sem við höfum öll beðið eftir, og það er að sjálfsögðu skíðaferðin til Akureyrar!

Dagskráin er auðvitað klikkuð og gróflega er hún á þessa leið:

Föstudagur

 • 10:00 Brottför með rútu frá Nörd/Tæknigarði
 • 17:00 Vísindaferð í Kalda við Árskógarströnd
 • 19:00 Mæting til Akureyrar á Backpackers

Laugardagur

 • 09:30 Rúta í fjallið
 • 16:00 Rúta úr fjallinu
 • Mögulega einhverjar fleiri ferðir þarna á milli
 • Óvænt Vísindaferð
 • Pizzaveisla og partý á pósthúsbarnum

Sunnudagur

 • Checkout úr AK Backpackers fyrir 11:00
 • 09:30 Rúta í fjallið
 • 14:00 Rúta úr fjallinu
 • 14:00ish haldið heim á leið

Í ferðina kostar 13.500 krónur fyrir Nörd og 15.500 fyrir utanaðkomandi.

Innifalið í verðinu er:

 • Gisting í 2 nætur
 • Rúta fram og til baka
 • Rúta í fjallið
 • 2 vísindaferðir
 • Pizzaveisla

Til að skrá sig þarf að ná inn á skráningarlistann hérna á síðunni auk þess að:

 • Leggja inn á Kt. 551087-1589 | Reikningsnúmer 311-26-5587
 • Setja skýringuna hí mailið þitt
 • Fyrir 18 Janúar um hádegi!!!!
9. Jan

Vísó til Men & Mice

Birt þann 9. Jan. 2017 - Fannar Gauti Guðmundsson

Jæja þá er komið af fyrstu vísindaferð ársins!

Við ætlum að heimsækja Men & Mice og sjá hvað þau eru að bralla. Men & Mice er fyrirtæki sem þróar hugbúnaðarlausnir fyrir DNS, DHCP og IP tölu stjórnun (DDI). Fyrirtækið var fundið upp 1990 en hefur síðan þá komið sér inn á markaðinn með allskyns hugbúnaði sér í lagi fyrir DNS stýringu til að byrja með, en hafa upp á síðkastið sérhæft sig í IP tölu stjórnun.

Við fáum 30 sæti og vísindaferðin verður haldin í Hlíðasmára 15.

Skráning hefst klukkan 13:37 á miðvikudaginn.

Vísindaferðin hefst svo stundvíslega kl 17:00 á föstudaginn 13.jan

24. Nóv

Próflókahófið 17. desember JEEEEEESSSS

Birt þann 24. Nóv. 2016 - Snæbjörn Valur Lilliendahl

Nú er komið að því (rétt bráðum)!

Próflokahófið okkar verður haldið 17. desember í ÍR heimilinu rétt hjá Mjóddinni. https://goo.gl/maps/vWHspuv3GB52

Þar verður boðið upp á helling af drykkjum. Kannski verður jafnvel krapvél? Hver veit.

En ég á að vera læra fyrir próf svo við höfum þetta bara mjög stutt og laggott að sinni.

Það verður einhver hress dagskrá, leikir og stemming í gangi.

Byrjar á slaginu 20:00 og stendur til 01:00

Mjög vinsælt að taka með aukalegt áfengi sjálf.

Rútur downtown á slaginu 01:00

21. Nóv

Síðasta vísó fyrir próf, Stokkur Software!

Birt þann 21. Nóv. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Jæja þá er komið að síðustu vísindaferð annarinnar! Síðasta tækifæri fyrir próf til að heimsækja kúl fyrirtæki og fræðast um starfsemi þeirra.

Stokkur Software er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í hönnun og forritun á mobile lausnum. Fyrirtækið hefur smíðað mörg af vinsælustu öppum landsins og hlotið fjölmörg verðlaun fyrir.

Þar má nefna Aur appið, Domino's appið og Strætó appið!

"Við trúum því að það eigi að vera gaman í vinnunni og verkefnin þurfa að vera bæði skemmtileg og ögrandi. Starfsmenn eiga að hafa tækifæri til að læra nýja hluti, ásamt því að taka fullan þátt í þróunarferlinu og ákvörðunum." - stokkur.is

Vísindaferðin verður haldin á Skólavörðustíg 11, á 2. hæð fyrir ofan Eymundsson.

Við fáum 30 sæti og mæting er kl 17:00 á föstudaginn.

Skráning hefst á miðvikudaginn kl 13:37!