7. Nóv

Vísó til Verkís!

Birt þann 7. Nóv. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Á föstudaginn förum við í heimsókn til Verkís! :D :D :D

Verkís er elsta verkfræðistofa landsins en hjá Verkís starfa yfir 320 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis.

Höfuðstöðvar Verkís eru í Reykjavík en að auki rekur Verkís fimm útibú á níu starfsstöðvum víða um land. Þær eru að finna á: Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Ísafirði, Patreksfirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum og Selfossi.

Vísindaferðin verður í Ofanleiti 2 en 50 sæti verða í boði.

Mæting er stundvíslega kl 17:00 en skráning hefst á miðvikudaginn kl 13:37

31. Okt

Vísó til Annata! SJÖTÍUOGFIMM SÆTI

Birt þann 31. Okt. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Á föstudaginn kíkjum við í heimsókn til Annata! Nú ættu heldur betur allir að geta komið með sem vilja þar sem að Annata býður okkur pláss fyrir 75 rassa.

Annata er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað árið 2001 og hefur frá stofnun lagt áherslu á þróun, ráðgjöf og þjónustu á lausnum byggðum á Microsoft Dynamics AX og Microsoft Dynamics CRM viðskiptalausnum. Með sérsniðnum lausnum tengdum Microsoft Dynamics AX hefur Annata náð að festa sig í sessi á alþjóðamarkaði með lausn sem ber heitið Annata Dynamics IDMS.

Þau eru staðsett á 10undu hæð í Hagasmára 3.

Mæting er stundvíslega kl 17:00 en skráning hefst á miðvikudaginn kl 13:37.

24. Okt

Vísindaferð til WISE (og það verður rúta í bæinn)

Birt þann 24. Okt. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Heil og sæl!

Núna á föstudaginn ætlar WISE að vera svo góð að bjóða okkur í vísindaferð til þeirra og ætlum við að sjálfsögðu öll að mæta í búning!

Og auðvitað verður RÚTA NIÐUR Í BÆ!!!

WISE er flott og stórt hugbúnaðarfyrirtæki sem sér um alhliða viðskiptalausnir fyrir fyrirtæki. Þar má nefna meðal annars fyrir bókhalds- og upplýsingakerfi fyrir fiskiðnað, verslanir og sveitafélög.

Við fáum heil 50 sæti en vísindaferðin verður haldin í Borgartúni 26 fjórða hæð.

Mæting stundvíslega kl 17:00 á föstudaginn en skráning hefst á miðvikudaginn kl 13:37.

PEPP

17. Okt

Vísindaferð í Gangverk/Sling

Birt þann 17. Okt. 2016 - Snæbjörn Valur Lilliendahl

21 október klukkan 17:00 fara 30 okkar til Gangverks sem þróaði Sling appið.

Guðrúnartúni 8, 105 Reykjavík

Það eru engar ýkjur að þetta sé vægast sagt spennandi fyrirtæki sem hefur verið í gífurlegum vöxti undanfarin ár. Engin rúta verður eftir ferðina þar sem staðsetningin er nálægt miðbænum.

Gang­verk var stofnað árið 2011 og hef­ur þjón­ustað fjölda ís­lenskra fyr­ir­tækja. Þannig sjá þeir um sjón­varp Sím­ans, Sarp appið hjá Rúv og út­varps­appið fyr­ir 365 miðla. Hjá fyr­ir­tæk­inu starfa 13 manns og seg­ir Helgi að sjö þeirra vinni við að þróa Sling for­ritið og rest­in í að þjón­usta allskon­ar verk­efni hjá fyr­ir­tækj­um á Íslandi.

Gang­verk seldi í febrúar hug­búnaðarleyfi að ný­legu for­riti sínu, Sling, fyr­ir um 325 millj­ón­ir króna. Kaup­and­inn var am­er­ískt hug­búnaðarfyr­ir­tæki sem þjón­ust­ar versl­an­ir og veit­ingastaði og er með þúsund­ir viðskipta­vina á sinni könnu. Er ætl­un­in að koma lausn Gang­verks inn í heild­ar­lausn fyr­ir­tæk­is­ins

Þróun á Sling app­inu hófst fyr­ir um einu og hálfu ári síðan og fékk fyr­ir­tækið í nóv­em­ber 2015, 500 þúsund dali frá am­er­ísk­um fjár­festi og Ný­sköp­un­ar­sjóði at­vinnu­lífs­ins. Helgi, framkvæmdarstjóri Gangverk, seg­ir að það hafi hjálpað mikið, en með söl­unni hafi fyr­ir­tækið fengið til baka all­an kostnað sem lagður hafi verið í þró­un­ina og gott bet­ur en það. Seg­ist Helgi bú­ast við því að fyr­ir­tækið þurfi að ráða fleiri starfs­menn á næst­unni vegna verk­efn­is­ins.

10. Okt

Skráning í Tern

Birt þann 10. Okt. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Hér fer fram skráning í vísindaferð til Tern

Mæting klukkan 17:00

Tern er í Hlíðasmára 15.

ATH það verður rúta í bæinn :)