20. Mar

Double vísó til Syndis og Miracle

Birt þann 20. Mar. 2017 - Fannar Gauti Guðmundsson

JÆJA!

Í tilefni þess að núna á föstudaginn er síðasta vísó sem núverandi stjórn skipuleggur, ætlum við að hafa tvær geggjaðar vísindaferðir! Vísindaferðirnar vera á sama tíma kl 17:00 núna á föstudaginn 24.mars og því ekki hægt að mæta í báðar.

 • Annars vegar er vísindaferð til Syndis og fáum við 15 sæti. Vísindaferðin verður forgangsvísindaferð sem þýðir að þeir sem eru á öðru eða þriðja ári fá forgang í þessa vísindaferð. Þetta verður lítil og næs vísó en í henni ætlum við að komast að því hvað Syndis er að bralla. Syndis er mjög áhugavert fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggismálum í tölvugeiranum. Þeir eru með allskyns hugbúnaðarlausnir eins og tæki og tól til að greina grunsamleg athæfi notenda, hugbúnað, endurhæfingu eftir að hafa verið hackaður feitt, allskyns test fyrir kerfi og margt margt fleira í þessum dúr. Ég held ég geti lofað því að þetta verði ein áhugaverðasta vísindaferð ársins! Syndis er staðsett í Borgartúni 24, önnur hæð.
 • Hins vegar ætlum við að heimsækja snillingana í Miracle. Við fáum 25 sæti og þeir eru búnir að lofa súper skemmtilegri vísindaferð. Miracle er að gera mjög flotta hluti og þar má meðal annars nefna gagnagrunnsrekstur fyrir lítil og stór fyrirtæki, allskyns server lausnir, öryggismál og margt margt fleira.
 • Athugið að það er bannað að vera skráður í báðar vísindaferðir samtímis! Það er hinsvegar í lagi að vera skráður í aðra og á biðlista í hinni. Það verður því samt að fylgjast mjög vel með að vera ekki skráður í báðar kl 13:00 á föstudaginn!

  Skráning fer fram kl 13:37 á miðvikudaginn í Syndis en kl 13:47 í Miracle!

  Eftir vísindaferðirnar verður svo rúta sem sækir okkur í báðar ferðirnar og skutlar okkur í bæinn!

  Shittttt hvað þetta verður góður föstudagur!

  Hér fer fram skráning í Syndis

  Hér fer fram skráning í Miracle

  13. Mar

  Keiluferð Nörd - Mæting 19:40

  Birt þann 13. Mar. 2017 - Þórunn Arna Ómarsdóttir

  Núna á miðvikudaginn 15.mars ætlar Nörd að bjóða í brjálaða keiluferð.

  Við eigum 5 brautir bókaðar frá 20:00- 20:55 svo það er mjög mikilvægt að fólk mæti tímanlega svo að við náum nú að nýta tímann okkar vel.

  Nánari upplýsingar um atburðinn eru á Facebook hóp Nörd

  Vá hvað það verður gaman að keila saman...

  13. Mar

  Vísó í Landsvirkjun!

  Birt þann 13. Mar. 2017 - Fannar Gauti Guðmundsson

  Á föstudaginn ætlar Landsvirkjun að bjóða okkur í vísindaferð í Ljósafossvirkjun. Við munum fá að kynnast því hvað Landsvirkjun gerir og skoða það sem er í gangi í Ljósafossvirkjun en þar er mjög töff sýning í gangi sem heitir Gagnvirk Orkusýning.

  Vísindaferðin verður því á óvenjulegu sniði! Rútur á vegum Landsvirkjunar munu sækja okkur á malarplaninu á móti aðalbyggingu HÍ. Rúturnar fara stundvíslega kl 16:00 þannig það er mjög mikilvægt að vera mætt á malarplanið FYRIR kl 16:00. Þær munu svo skutlast með okkur í Ljósafossvirkjun sem er rétt um klukkustund í burtu frá RVK. Þegar vísindaferðinni lýkur um 19 skutlast rúturnar svo aftur með okkur í bæinn.

  Við fáum 30 sæti og skráning hefst kl 13:37 á miðvikudaginn. Lagt verður af stað á slaginu 16:00 frá malarplaninu á móti aðalbyggingunni!

  WOOP WOOP

  6. Mar

  Vísó til Marorku og Náttverk drykkjuleikar!

  Birt þann 6. Mar. 2017 - Fannar Gauti Guðmundsson

  Á föstudaginn ætlar Marorka að bjóða okkur í vísindaferð til þeirra!

  Marorka er súper áhugavert hugbúnaðarfyrirtæki sem er leiðandi á heimsvísu í hugbúnararlausnum fyrir skip. Þau bjóða meðal annars upp á gagnadrifinn hugbúnað til að minnka eldsneytisneyslu skipa.

  Vísindaferðin verður í Borgartúni 26 2. hæð og hefst klukkan 17:00 á föstudaginn

  Við fáum 30 sæti og skráning hefst kl 13:37 á miðvikudaginn!


  Eftir vísindaferðina verður svo rúta sem flytur okkur beinustu leið á stúdentakjallarann þar sem drykkjuleikar Náttverk verða haldnir hátíðlegir. Náttverk er regnhlífarsamtök fyrir allt verkfræði og náttúrufræðisvið við HÍ. Þar verður keppt í beerpong, bjórþamb og flip a cup og fleiri skemmtilegheit!
  Athugið að þeir sem fara ekki í vísó eru að sjálfsögðu hvattir til að koma að hitta okkur á stúdentakjallaranum!

  PEPP PEPP PEPP

  19. Feb

  Símapartý og vísindaferð - Skráning

  Birt þann 19. Feb. 2017 - Snæbjörn Valur Lilliendahl

  Ath að á hádegi á miðvikudegi verða þeir sem ekki ætla í vísindaferðina að vera búnir að skrá sig úr ferðinni, annars verða þeir teknir á teppið og settir í vísóbann. Það fá allir sérstaka passa fyrir aðgang að húsinu og þeir fara í prentun klukkan 2 á miðvikudag. Passarnir verða afhentir á fimmt/föst. En nú að skemmtilega partinum.

  ------

  Föstudaginn klukkan 5 í húsnæði Símans, Ármúla 25, verður haldin svakaleg vísindaferð / partý. Þetta verður stærsta visindaferð sem þú hefur farið í þar sem það verða 400 háskólanemar í þessari snilld.

  Dagskráin er á þessa leið:

  • Mæting klukkan 17:00, vísindaferðin endar 19:00 (Ef það er mikið stuð þá mögulega lengur).
  • Stuttar kynningar – Síminn og Þrenna.
  • Veitingar og vín í boði.
  • Þrennupong, lukkuhjól og fleira.
  • Græjukynning og í boði að prófa.
  • DJ Benni -Röff mun halda uppi stuðinu!