30. Jan

Vísó til CCP og fleira!

Birt þann 30. Jan. 2017 - Fannar Gauti Guðmundsson

Á föstudaginn ætlum við að kíkja í heimsókn til CCP! Það ætti varla að þurfa að kynna þau, en fyrir þá sem ekki vita þá er CCP tölvuleikjaframleiðandi sem hefur meðal margra annarra leikja gefið út leikinn EVE online. Við fáum heil 50 sæti en ég mæli með að fólk verði á tánum til að skrá sig þar sem þetta er ein vinsælasta vísindaferð ársins!

Vísindaferðin hefst klukkan 15:00 (ekki klukkan 17:00 eins og vanalega) og er til kl 17:00. Gleðinni lýkur þó heldur betur ekki þá, því eins og þið ættuð að vita hefst aðalparty Ofurnörd kl 19:00. Þá gætuð þið hugsað, en hvað á ég þá að gera á milli 17:00 og 19:00? Ekki örvænta því við ætlum að valhoppa yfir á Bryggjan Brugghús sem er í næsta húsi við CCP. Þar verður fyrsta round frítt til að hita rækilega upp fyrir Ofurnörd!

Um 7 leitið kemur svo rúta að sækja okkur þangað og skutlar okkur í Húnabúð í skeifunni, þar sem við hittum HR-ingana og keppum og drekkum.

Þeir sem komast ekki vísó eru auðvitað hvattir til að koma að hitta okkur á Bryggjunni eða í Húnabúð þegar við förum þangað!

Skráning í CCP hefst á miðvikudaginn kl 13:37 og ég minni aftur á að vísindaferðin hefst kl 15:00.

SHIT HVAÐ ÉG ER SPENNTUR!

30. Jan

Ut-Messan skráning

Birt þann 30. Jan. 2017 - Snæbjörn Valur Lilliendahl

FÖSTUDAGURINN 3. FEBRÚAR KL. 8:00-18:30

Við fáum örfá miða, kannski 3, 5 eða fleiri.

Hvað er UTmessan og fyrir hverja?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

Á UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og þar sést svart á hvítu að allir hafa möguleika á að starfa í tölvugeiranum. Starfssviðið er bæði breitt og fjölbreytt og hentar bæði konum og körlum.

25. Jan

Úbernörd - smá forkeppni og upphitun fyrir Ofurnörd

Birt þann 25. Jan. 2017 - Þórunn Arna Ómarsdóttir

Jæja nú er ofurnörd að bresta á í næstu viku!

Fyrir þá sem ekki vita er ofurnörd keppni á milli okkar og Tvíundar(tölvunar og hugbó nemar í HR) í ýmsum greinum. Þau unnu í fyrra og við ætlum að ná þessum bikar til baka!!

Keppnirnar byrja á þriðjudaginn og verða einhverjar keppnir í gangi alla daga fram að föstudeginum þegar lokakvöldið með tilheyrandi spennu og djammi fer fram!

Á mánudaginn næsta ætlum við að æfa okkur í einhverjum keppnisgreinum og æfa okkur að hafa gaman og borða pizzu saman.

Við eigum íþróttasal Háskólans bókaðan kl 19. Þar ætlum við að fara í dodgeball, stinger, (kannski fótbolta,pokahlaup og reipitog) Við höfum bara salinn í 45 min svo kannski munum við klára eitthvað úti. Þarna munum við ákveða hverjir keppa fyrir hönd Nörd við Tvíund, svo endilega allir mæta sem hafa áhuga á þessu! :)

Svo klukkan 8 förum við niður í Nörd og æfum okkur í beerpong og hugsanlega bjórþambi og tölvuleikjum. Förum kannski í spurningaspil til að æfa fyrir spurningakeppnina og pöntum pizzu ef stemmingin er góð :)

Hlakka til að vinna þetta með ykkur!! :)

16. Jan

Vísó til Advania!

Birt þann 16. Jan. 2017 - Fannar Gauti Guðmundsson

Á föstudaginn ætlum við að heimsækja Advania!

Allir ættu nú að kannast við Advania en þeir eru eitt stærsta fyrirtæki landsins í tölvugeiranum. Advania er býður upp á ýmsa þjónustu, m.a hugbúnaðarlausnir, viðskiptalausnir, rekstrarlausnir ásamt því að vera með verslun fyrir tölvubúnað.

Þetta er ein stærsta vísindaferð skólaársins og hvetjum við sem allra flesta til að mæta!

Advania er staðsett í Guðrúnartúni 10. Gengið er inn í gegnum verslun þeirra og það er mjög mikilvægt að mæta stundvíslega kl 17:00 á föstudaginn!

Skráning hefst svo klukkan 13:37 á miðvikudaginn :) :)

Hlökkum til að sjá ykkur!

13. Jan

AK Skíðaferð Nörd 2017, 10-12 feb Skráning!

Birt þann 13. Jan. 2017 - Snæbjörn Valur Lilliendahl

Nú er komið að því sem við höfum öll beðið eftir, og það er að sjálfsögðu skíðaferðin til Akureyrar!

Dagskráin er auðvitað klikkuð og gróflega er hún á þessa leið:

Föstudagur

 • 10:00 Brottför með rútu frá Nörd/Tæknigarði
 • 17:00 Vísindaferð í Kalda við Árskógarströnd
 • 19:00 Mæting til Akureyrar á Backpackers

Laugardagur

 • 09:30 Rúta í fjallið
 • 16:00 Rúta úr fjallinu
 • Mögulega einhverjar fleiri ferðir þarna á milli
 • Óvænt Vísindaferð
 • Pizzaveisla og partý á pósthúsbarnum

Sunnudagur

 • Checkout úr AK Backpackers fyrir 11:00
 • 09:30 Rúta í fjallið
 • 14:00 Rúta úr fjallinu
 • 14:00ish haldið heim á leið

Í ferðina kostar 13.500 krónur fyrir Nörd og 15.500 fyrir utanaðkomandi.

Innifalið í verðinu er:

 • Gisting í 2 nætur
 • Rúta fram og til baka
 • Rúta í fjallið
 • 2 vísindaferðir
 • Pizzaveisla

Til að skrá sig þarf að ná inn á skráningarlistann hérna á síðunni auk þess að:

 • Leggja inn á Kt. 551087-1589 | Reikningsnúmer 311-26-5587
 • Setja skýringuna hí mailið þitt
 • Fyrir 18 Janúar um hádegi!!!!