14. Nóv

Vísó til GOMOBILE

Birt þann 14. Nóv. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Á föstudaginn ætlum við að heilsa upp á GOMOBILE.

GOMOBILE er rafrænt inneignarkerfi fyrir íslensk greiðslukort, tímamótalausn sem gerir notanda kleift að greiða fyrir fjarskiptanotkun og vörur í vefverslun GOMOBILE með inneignarsöfnun frá samstarfsfyrirtækjum. Með því að stofna aðgang og skrá greiðslukort í GOMOBILE appinu, virkjast það kort sjálfkrafa í GOMOBILE kerfinu. Þegar það kort er notað hjá einum af fjölmörgum samstarfsaðilum GOMOBILE fer ávallt föst prósenta af viðskiptunum inn á GOMOBILE reikning notandans. Þetta er allt frítt og er ég allavega mjög spenntur að vita hvernig þetta viðskiptamódel meikar sense.

35 sæti eru í boði og hvet ég sem flesta til að mæta þar sem að þetta er einn síðasti viðburður skólaársins!

GOMOBILE er staðsett í Austurstræti 12 og er mæting stundvíslega kl 17:00 á föstudaginn. Skráning hefst kl 13:37 á miðvikudaginn!

14. Nóv

Bílar, fólk og framtíðin. 8 fríir miðar! bff.is

Birt þann 14. Nóv. 2016 - Snæbjörn Valur Lilliendahl

Við erum með 8 frímiða á ráðstefnuna Bílar, fólk og framtíðin.

Þannig að já þeir fyrstu 8 sem að skrá sig hér fá frían miða

Haldin í Hörpu 17. nóvember 2016

Miðinn inniheldur ekki veitingar í lok dags

Auglýst verð er 30 þúsund.

www.bff.is

Um ráðstefnuna:

Bílar, fólk og framtíðin er einstök ráðstefna fyrir fagaðila, opinbera aðila og aðra sem tengjast bílgreininni, umhverfi hennar og umferðaröryggi. Áherslan verður lögð á að upplýsa um núverandi stöðu, innanlands og erlendis, framtíðaráform og þróun innan greinarinnar og hvernig við getum brugðist við þeim miklu breytingum sem framundan eru.

7. Nóv

Vísó til Verkís!

Birt þann 7. Nóv. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Á föstudaginn förum við í heimsókn til Verkís! :D :D :D

Verkís er elsta verkfræðistofa landsins en hjá Verkís starfa yfir 320 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis.

Höfuðstöðvar Verkís eru í Reykjavík en að auki rekur Verkís fimm útibú á níu starfsstöðvum víða um land. Þær eru að finna á: Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Ísafirði, Patreksfirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum og Selfossi.

Vísindaferðin verður í Ofanleiti 2 en 50 sæti verða í boði.

Mæting er stundvíslega kl 17:00 en skráning hefst á miðvikudaginn kl 13:37

31. Okt

Vísó til Annata! SJÖTÍUOGFIMM SÆTI

Birt þann 31. Okt. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Á föstudaginn kíkjum við í heimsókn til Annata! Nú ættu heldur betur allir að geta komið með sem vilja þar sem að Annata býður okkur pláss fyrir 75 rassa.

Annata er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað árið 2001 og hefur frá stofnun lagt áherslu á þróun, ráðgjöf og þjónustu á lausnum byggðum á Microsoft Dynamics AX og Microsoft Dynamics CRM viðskiptalausnum. Með sérsniðnum lausnum tengdum Microsoft Dynamics AX hefur Annata náð að festa sig í sessi á alþjóðamarkaði með lausn sem ber heitið Annata Dynamics IDMS.

Þau eru staðsett á 10undu hæð í Hagasmára 3.

Mæting er stundvíslega kl 17:00 en skráning hefst á miðvikudaginn kl 13:37.

24. Okt

Vísindaferð til WISE (og það verður rúta í bæinn)

Birt þann 24. Okt. 2016 - Fannar Gauti Guðmundsson

Heil og sæl!

Núna á föstudaginn ætlar WISE að vera svo góð að bjóða okkur í vísindaferð til þeirra og ætlum við að sjálfsögðu öll að mæta í búning!

Og auðvitað verður RÚTA NIÐUR Í BÆ!!!

WISE er flott og stórt hugbúnaðarfyrirtæki sem sér um alhliða viðskiptalausnir fyrir fyrirtæki. Þar má nefna meðal annars fyrir bókhalds- og upplýsingakerfi fyrir fiskiðnað, verslanir og sveitafélög.

Við fáum heil 50 sæti en vísindaferðin verður haldin í Borgartúni 26 fjórða hæð.

Mæting stundvíslega kl 17:00 á föstudaginn en skráning hefst á miðvikudaginn kl 13:37.

PEPP